Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Side 27

Frjáls verslun - 01.01.1985, Side 27
IÐNAÐUR Síðasta ár var hagstætt verktakaiðnaði hérlendis Texti: Jóhannes Tómasson Síðastliðið ár var verktakaiðn- aði landsmanna nokkuö hag- stætt. Langflest fyrirtækin höfðu nægum verkefnum að sinna og gátu haldið mannskap sínum þótt nokkur fyrirtæki úti á landi séu hér undantekning. Ástæðan er sífellt aukin útboð hins opinbera við hvers kyns verklegar framkvæmdir. Sé hins vegar horft fram á við voru full- trúar þeirra verktakafyrirtækja er rætt var viö nokkuð uggandi. Þar sem hugmynd stjórnvalda er sú að skera nokkuð niður verk- legar framkvæmdir á þessu ári óttast þeir að útboöum kunni að fækka. Þess vegna sé framund- an samdráttartimabil sem bregðast þurfi viö á einhvern hátt. Sumir voru þó bjartsýnir og töldu að stjórnvöld myndu sjá að sér og ekki draga svo mjög úr framkvæmdum. Margs konar verkefni Innan Verktakasambands ís- lands, sem er samstarfsvett- vangur verktaka, starfa 25 til 30 helstu verktakafyrirtæki landsins. Eru þau á sviði byggingaiðnaðar og hvers kyns mannvirkjagerðar. I stefnuskrá samtakanna er verk- taki skilgreindur þannig: Verk- takaiðnaöur nefnist einu nafni öll skipuleg starfsemi i byggingar- iðnaði, jarðvinnu- og mannvirkja- gerð hvers konar þar sem beitt er nútimaaðferðum við stjórnun og framleiðslu. Flest verktakafyrirtækin hafa aðsetur sitt á höfuðborgarsvæð- 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.