Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 31
hagslega óhagkvæmt að vinnuafl úr öðrum landsfjórðungi taki vinnu frá heimamönnum. Skoðun verktakamanna er sú að þarna hugsi menn ekki i nógu viðu samhengi. Verktaki þurfi alltaf á svo og svo miklu vinnuafli að halda þar sem verkið fer fram, jafnvel þótt hann noti að vissu marki sitt fastráðna starfslið. Ef menn hugsi um of um að halda vinnunni fyrir ákveðna hópa manna i héraði þá sé lika rangt að farið, þ.e. að þá hugsi menn um hag þeirra sem vinna við verkið fremur en þeirra sem greiða fyrir það og koma til með að njóta þess. Gallar Eitt er það atriði sem veldur verktökum vissum vandkvæðum i skipulagningu sinni, en það er hinn skammi timi sem útboöin standa yfir á ári hverju. Þegar fjárlög hafa verið samþykkt síðla vetrar hefjast forstöðumenn stofnana handa um að láta hanna verk sín og bjóða út. Tilboð séu síðan samin og liggi fyrir að vori eða snemma sumars. Þá fyrst komi að framkvæmdum þegar langt er liðið á sumar. Verktiminn sé þá stundum naumt skammt- aður og öll orkan fari í að Ijúka þvi verki. Síðan fylgi dauður tími i kjölfarið, allir verktakar hafi verið uppteknir síðari hluta sumars og fram á vetur en á fyrstu mánuðum ársins sé engin verkefni að hafa. Þessu hafa verktakar reynt að mæta með því aö semja sérstak- lega um annað fyrirkomulag. Þeir þjóði aðilum að vinna verk á dauðum tima, þ.e. þegar önnur verkefni eru í lágmarki og þá jafn- vel geti menn leyft sér að bjóða mjög lágt. Einnig hafa menn leitað uppi verkefni, t.d. hafa bygginga- fyrirtæki orðið sér úti um lóðir og hafið byggingu og sölu ibúðar- húsnæðis. I þessu sambandi vöktu þeir einnig athygli á því aö á siöari árum eru menn síður háðir ytri aöstæðum eins og var. Jarð- vinna getur nú staðið yfir nánast allt árið, frost í jörð skiptir ekki miklu máli þegar stórvirk tæki eiga i hlut og af þessum sökum þurfi ekki alltaf að hrúga öllum verkefnum á stutt sumar. Ef verk- efnum yrði því dreift skipulegar og meira yfir allt árið mætti gera ráð fyrir auknum möguleikum og meiri sveigjanleika. Verktakar uggandi um verk- efni á næstu misserum Útlitið Sumir verktakanna létu í Ijós nokkurn ugg varðandi verkefni næstu missera. Ráðamenn hafa ákveðið að draga nokkuð úr verklegum framkvæmdum. Verk- takar henda á að það geti verið vafasamur sparnaður. Sé þaö gert að einhverju marki komi til atvinnuleysis. Verktakar segja upp fólki sem fái þá atvinnuleys- isbætur greiddar af rikinu. Þegar hefur komið til nokkurrar fækkunar starfsmanna verktaka þótt ekki kannski beri mikið á at- vinnuleysi. Fyrirtæki sem hefur siðustu misseri lengst af haft kringum 330 starfsmenn hefur nú um 240 manns i þjónustu sinni. Þessi fækkun hefur orðið á sið- ustu fáu mánuðum. Verði þessi samdráttur staðreynd hafi hann i för með sér áframhaldandi fækk- un, tæki standi ónotuð og vegna minnkandi verkefna verði ekki hægt að endurnýja þau, sem siö- an leiði af sér að fyrirtækin séu illa i stakk búin til að takast á viö ný verkefni þegar samdráttar- tímabili Ijúki. Útflutningur Möguleikar á útflutningi á verk- takastarfsemi hafa og verið skoðaðir. Var það gert með stuðningi iðnaðarráðuneytisins að frumkvæði Verktakasam- bandsins. Ástæður þess að fyrir- tæki vilja leita á erlendan markað eru m.a. að auka umsvif, veltu fyr- irtækisins, afla gjaldeyris, skapa ný atvinnutækifæri, ná meiri jöfn- uði i rekstri og nýta betur fram- leiðslutæki, vinna ný og spenn- andi verkefni og allt þetta er gert vegna trausts á hæfileikum og getu Islendinga til að keppa við útlendinga. Þarna eru þó mörg Ijón á vegin- um. Töldu menn eftirfarandi helstu galla: Hár tollur á vinnuvél- um, fjármagnsskortur, smæð fyr- irtækjanna.skortur á opinberum stuðningi, skattlagning íslenskra starfsmanna erlendis, markaðs- mál, áhugaleysi starfsmanna,, skortur á samböndum erlendis og reynsluleysi og/eða hæfileika- skortur. Til þess að þarna sé raunhæfur möguleiki verða fyrirtækin að hafa yfir að ráða starfsmönnum á tæknisviði, tungumálasviði og markaðssviði. Þekking á þessum sviðum öllum verður að vera fyrir hendi og þar fyrir utan verða menn að vera reiðubúnir að þora, taka einhverja áhættu þegar ný lönd eru numin. Þar eru menn kannski sist reiðubúnir og vildu gjarnan hafa i pokahorninu ein- hvern stuðning frá hinu opinbera, t.d. i formi fjárstyrks við tilboðs- gerð eins og tiðkast hjá sumum öðrum Norðurlöndum. fonaftarMafö áskriftarsímar 82300 og 82302 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.