Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Page 49

Frjáls verslun - 01.01.1985, Page 49
vöndun og áframhaldandi vöru- þróun enda stefnt að auknu verö- mæti afurðanna með því aö fram- leiða gæðavöru er uppfyllir kröfur þeirra markaða er hæst verð geta boðið. Búvörudeild mun áfram annast umboðssölu og útflutning á kjöti. Til að mæta minnkandi útflutningi og til að efla markaöinn innan- lands fyrir kjötvörur, veröur aukin áhersla lögð á kjötvinnslu ýmis konarfyririnnlendan markaö. Iðnaðardeild mun leggja aukna áherslu á markaðsstarfsemi er- lendis, enda er efling bæði ullar og skinnaiönaðarins undir þvi komin að vel takist til á þessu sviði. Þetta á ekki síst við þegar fyrir- hugað er að auka fullvinnslu og vaxandi hluti heildarframleiðsl- unnar verður t.d. tilbúinn fatnað- ur. Góður árangur á þessu sviði krefst haldgóðar þekkingar á markaðinum og nánu samstarfi við hönnun og framleiðslu. Stofnun nýs sölufyrirtækis Sambandsins i New York á síð- asta ári, Samband Industries Inc., er skref i þessa átt enda Bandarikjamarkaður að miklu leyti óplægður akur fyrir þessar vörur okkar. Búnaöardeild er fyrst og fremst byggð upp með það i huga að veita landbúnaðinum sem at- vinnugrein góða og hagkvæma þjónustu og ná fram á þvi sviði ákveðinni sérþekkingu i sam- ræmi við þarfir markaðarins. Verslunardeild er ætlað veiga- mikið hlutverk í dagvöru- og sér- vöruverslun Samvinnuhreyfing- arinnar. Hún hefur verð byggð upp til að geta boðið betri og full- komnari þjónustu og markmiðið er að nýta sem best kosti sam- vinnustarfsins, ná fram aukinni hagkvæmni í rekstrinum og hagkvæmara vöruverði til neyt- enda. Verslunardeild mun beita sér fyrir auknu og bættu sam- starfi innan Samvinnuhreyfingar- innar til að ná þessu markmiði. Flutningar til og frá landinu eru þýðingarmikill þáttur verðmynd- unar i verslunarstarfseminni bæöi hvað snertir inn- og útflutn- ingsverslun. Skipadeild Sam- bandsins gegnir því hlutverki að reka hagkvæmt flutningakerfi er tryggi nauðsynlega samkeppni og aðhald i verðmyndun á flutn- ingamarkaði. Það eru þó ekki aðeins flutningar yfir hafið sem máli skipta, heldur öll flutnings- leiðin frá framleiöenda til neyt- enda. Það er stefna Sambands- ins að tryggja i samstarfi við kaupfélögin og aðra viðskipta- vini, hagkvæmustu flutnings- og dreifileiðir vörunnar til neytenda og þvi má búast við að verkefni þess á sviði flutninga verði i vax- andi mæli almenn flutningaþjón- usta innanlands og utan, þar sem siglingar munu þó áfram gegna mikilvægu hlutverki. Nýta þekkingu í þágu atvinnurekstrarins Hvernig sérð þú Sambandiö í framtíöinni í íslensku þjóöfé- lagi? Vegna eðlis Samvinnuhreyf- ingarinnar og þeirra möguleika er hún hefur til að leysa af hendi stór og vandasöm verkefni og á meðan fyrirtæki samvinnumanna halda áfram að ná árangri í þvi að tryggja og bæta hag félagsmann- anna, þá tel ég að Sambandið og Samvinnuhreyfingin muni áfram hafa miklu hlutverki að gegna í islensku þjóðfélagi. Þetta á bæði við um þau verk- efni er Sambandið vinnur nú að en ekki síður varðandi þróun og uppbyggingu nýrra atvinnugreina i landinu. Sambandið leggur áherslu á að nýta i þágu atvinnu- rekstrarins þá bestu þekkingu, hagkvæmni og tækni sem fáan- leg er og það vinnur markvisst aö þróun og nýsköpun i islensku at- vinnu- og efnahagslifi i framtið- inni. frjáls verz/un Áskriftarsíminn er 82300 og 82302 frjáls verzlun 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.