Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Side 59

Frjáls verslun - 01.01.1985, Side 59
BANKAR Samkeppnin er öllum til góðs og kallar á breytingar — segir Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri markaðssviðs Landsbanka íslands Texti: Þorgrímur Þráinsson/Mynd: Loftur Ásgeirsson — Töiuverðar breytingar hafa orðið á starfsskipulagi Landsbanka Islands og samfara því stofnuð þrjú ný starfssvið innan bankans. Þar er um að ræða markaðssvið, tæknisvið og fjármálasvið. Fyrir hvert þessara sviða hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar og heyra störf þeirra beint undir banka- stjórn. Með þessum ákvörð- unum er stigið fyrsta skrefið í átt til nýs skipulags sem unnið hef- ur verið að um eins árs skeið hjá bankanum. Einn hinna nýju framkvæmdastjóra er Brynjólfur Helgason rekstrarhagfræðingur að mennt og heyrir markaðssvið undir hann. Brynjólfur lauk cand. oecon. prófi frá viðskipta- deild Háskóla íslands, fyrir- tækjakjarna, árið 1977. M.B.A. prófi lauk hann í rekstrarhag- fræði frá viðskiptaháskólanum í INSEAD Fontainbleau í Frakk- landi árið 1979. Hann er kvænt- ur Hrönn Kristjánsdóttur. Frjálsri verslun lék forvitni á að vita um tildrög breytinganna og hvað væri á döfinni hjá bank- anum í nánustu framtíð. Gefum Brynjólfi orðið. ,,Það er búið að standa lengi til að gera þessar breytingar og segja má að þær séu til þess að takast á viö breytta tíma og breyttan tíóaranda. Þetta er merki þess að menn eru með nýjar hugmyndir og vilja fram- fylgja þeirri öru þróun sem verður í allri bankaþjónustu. Þetta tengist ört vaxandi tækni- væðingu. Fieiri þættir við tölvu- vinnslu þýða að möguleikar verða á ýmsum þjónustuliðum sem ekki hafa verið til staðar áður." Sjálfvirkari bankaafgreiðsla ..Tæknibreytingarnar eru í átt- ina að sjálfvirkari bankaaf- greiðslu og þarf starfsfólkið aó tileinka sér nýja þætti og aðlag- ast breyttum aðstæðum. í svona stórri stofnun þarf að skoða öðru hverju stöðuna og skipuleggja upp á nýtt starfshætti og vinnu- brögð. Hlutverk tæknisviðs er að skipuleggja og samræma starfs- aðferðir í afgreiðslum bankans. Undir þetta svið fellur tölvudeild, hagræðingadeild og í þriðja lagi birgðavarsla á ýmsum rekstrar- vörum. Fjármálasviði er ætlað að tryggja stjórnendum bankans skjótar og áreiðanlegar upplýs- ingar um stöðu hans og efna- hagslegt umhverfi. Bókhald, áætlanadeild og hagfræðideild falla því undir þetta svið, svo og lausafjárstjórn bankans. f þess- ari skipulagsbreytingu er mark- aðssviðið alveg nýtt. Þau svið önnur sem um er að ræða um- lykja þá starfsemi sem tilheyrir bankanum í dag. Starfsaðferð- um er breytt og ýmsum vinnu- brögðum, en ekki er um að ræða að taka inn alveg nýja þætti eins 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.