Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Qupperneq 80

Frjáls verslun - 01.01.1985, Qupperneq 80
Markviss uppbygging í upphafi nýs árs er það háttur margra að líta yfir farinn veg og meta stööu liðins árs jafnframt því sem reynt er aö skyggn- ast fram á veginn. Segja má að árið 1984 hafi á margan hátt verið óvenjulegt ár í útgáfumálum á íslandi. Eftir mörg mögur ár í bókaútgáfu varö bókasala fyrir siöustu jól betri en um langt skeið áður og það er líka hægt að fullyrða að gróska var í útgáfu blaða og tímarita á árinu. Sá ótti margra að hið prent- aöa mál ætti mjög undir högg að sækja og væri að víkja úr sessi fyrir öðrum fjölmiðlum hefur því minnkað í bili. Virðist þróunin ætla að verða eins hérlendis og víðast hvar erlendis — sú að prentað mál sæki aftur í sig veðrið þegar nýjabrumið er farið af öðrum fjölmiðlum og er það sannarlega vel, þvi ekki hefði það veriö sársaukalaust fyrir íslendinga að viðurkenna að orðstýr þeirra sem bókaþjóðar væri liðinn undir lok. Á árinu 1984 hélt markviss uppbygging áfram hjá Frjálsu framtaki hf. Um töluveröa aukningu var að ræða í starfsemi fyrirtækisins. Bæði var fjölgaö blöðum og ný bættust viö auk þess sem fyrirtækiö haslaði sér meira völl en áður á sviði bókaútgáfu. Nýju blöðin sem bættust við á árinu voru „Áfang- ar“, „Á veiðum", „Gróður og garðar" og loks vikublaðið „Fiski- fréttir." Gefur Frjálst framtak hf. nú út 12 blöö og tímarit og er tvímælalaust í röð stærstu útgáfu fyrirtækja landsins. Meö fjölgun blaðanna hefur verið rennt fleiri stoðum undir rekstur fyrirtækisins og stuðlaöi það m.a. að því að afkoma þess varð góð þegar á heildina er litið og hagnaður varð af rekstrinum. Langt verkfall bókageröarmanna setti þó vitanlega strik í reikninginn. Framleiðslustöðvun í sex til sjö vikur kemur harkalega niður á hvaða rekstri sem er og þá ekki síst á útgáfu þar sem lítið má út af bera. Á árinu 1985 er það helsta markmið Frjálst framtaks að halda áfram á þeirri braut að bæta þau blöð sem fyrirtækið gefur út bæði að efni og útliti. Hafa þegar verið gerðar margar ráðstafanir sem eiga að stuðla að slíku. Fjölgaö hefur verið á ritstjórn blaðanna og fengið mjög hæft fólk til starfa og á það örugglega eftir að skila árangri á næstunni. Þá stendur nú yfir stórátak í aö auka útbreiðslu blaðanna og hafa undirtektir almennings verið mjög góðar og bera þær þess vitni fólk kann að meta þá viðleitni að fyrirtækisins að gefa út vönduð og efnismikil blöð. Baráttan á blaðamarkaðinum á íslandi er vissulega hörð, ekki aöeins milli innlendra aöila heldur eiga islensk blöð einnig í harðri samkeppni við erlend blöð en mik- ið úrval þeirra er hér á boðstólum. Til þess að standast sam- keppnina er Ijóst að aldrei má slaka á klónni og útgáfufyrir- tæki eins og Frjálst framtak þarf sifellt að halda vöku sinni og freista þess að vera í takt við lesendur sina og sinna óskum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.