Frjáls verslun - 01.08.1988, Síða 4
EFNI
6 FRÉTTIR
10 EYÐSLA
Vart hefur það farið fram hjá nokkrum
manni að samfellt góðæri hefur verið hér
á landi undanfarin ár. Möguleikar
þjóðarinnar hafa verið miklir bæði til
þess að treysta undirstöður
atvinnulífsins og bæta lífskjörin en
tækifærin hafa því miður ekki verið
notuð sem skyldi. Eftir þetta
uppgangstímabil standa mörg fyrirtæki á
brauðfótum, gjaldþrotum fiölgar og heilu
atvinnugreinarnar eiga erfitt uppdráttar.
Menn spyrja sig að vonum hvernig geti á
því staðið að allt virðist nánast vera í
rjúkandi rúst eftir ein mestu uppgrip í
sögu þjóðarinnar og svörin eru af ýmsum
toga. Sumir benda á versnandi ytri
skilyrði eins og verðlækkun á
sjávarafurðum á erlendum mörkuðum,
aðrir nefna háa raunvexti og enn aðrir
tala um ranga stjómun efnahagsmála.
Allar eru þessar skýringar réttar svo
iangt sem þær ná. En þegar málin eru
skoðuð í samhengi kemur nærtæk
skýring í ljós: Við höfum eytt um efni
fram!
16 MÁLVERK Á MARKAÐI
Kaup og sala á myndlist er líklega sú
tegund viðskipta sem hvað minnst er
vitað um opinberlega hér á landi. Ljóst
er að þessi viðskipti em töluvert
umfangsmikil og vamingurinn
verðmætur. Frjáls verslun fjallar hér um
málverkamarkaðinn. Þeir sem blaðið
ræddi við vom á einu máli um að
ákaflega erfitt væri að gera sér grein
fyrir umfangi viðskipta með myndlist, en
íslendingar hafa eytt um efni fram.
þau nema þó nokkrum hundmðum
milljóna króna á ári hverju.
21GALLERÍ BORG
Gallerí Borg hefur vaxið ört sem
miðstöð viðskipta með listmuni, s.s.
málverk og grafík. Fyrirtækið verður
fimm ára næsta vor, en er þegar orðið
hið umsvifamesta sinnar tegundar hér á
landi. Framkvæmdastjóri þess er Gísli
B. Bjömsson, sem er e.t.v. betur
þekktur sem stofnandi og einn af
eigendum GBB Auglýsingaþjónustunnar
hf. Frjáls verslun ræddi við Gísla í tilefni
af umfjöllun blaðsins um
málverkamarkaðinn.
25 ERU HEIMILIN HÆTTAÐ
SPARA?
Ólafur Öm Ingólfsson, framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Landsbanka íslands,
skrifar athyglisverða grein þar sem rök
em færð fyrir því að heimilin séu ekki sú
uppspretta sparnaðar sem almennt er
haldið fram.
30 NESJAVELLIR
Stærsta virkjun landsins er nú í
byggingu á Nesjavöllum við
Þingvallavatn. Fyrsti áfangi orkuversins
verður tekinn í notkun í ársbyijun 1990.
Frjáls verslun brá sér á virkjunarsvæðið
á dögunum og við segjum frá því í máli
og myndum.
35 PÁLL KR. PÁLSSON
Páll Kr. Pálsson, forstjóri
Iðntæknistofnunar, er ómyrkur í máli
varðandi þróun íslenskra efnahags- og
atvinnumála í samtali við Frjálsa verslun.
39 TÆKNIGARÐAR
Tæknigarður við Háskóla Islands er
risinn af gmnni. Þar munu fyrirtæki fá
aðstöðu fyrir rannsóknir og þróunarstarf
á ýmsum sviðum í nábýli við
vísindamenn Háskólans.
Heimilin auka við skuldir sínar.
4