Frjáls verslun - 01.08.1988, Qupperneq 6
FRETTIR
Jónína Kristjánsdóttir.
RAÐIN TIL
SPRON
Jónína Kristjánsdóttir
hagfræðingur hefur verið
ráðin forstöðumaður
nýstofnaðs verðbréfa-
markaðar Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrenn-
is.
Jónína er 25 ára að
aldri og lauk hún
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Kópavogi árið
1983. Eftir það starfaði
hún hjá Björgvin Schram
heildverslun en hóf nám
árið 1985 í Glasgow við
University of Strathclyde
og lauk nýlega BA prófi
þaðan í hagfræði og fjár-
málastjórn.
Sambýlismaður hennar
er Magnús E. Kristjáns-
son markaðsfræðingur.
Hann starfar sem mark-
aðsráðgjafi hjá íslensku
auglýsingastofunni hf.
Jónína segir að verð-
bréfamarkaður Spari-
sjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis sé aðili að Verð-
bréfaþingi íslands og þar
fari fram öll venjuleg
starfsemi verðbréfa-
markaðar. Hún segir að
of fljótt sé að tjá sig um
nýjungar en hennar verk-
efni á næstunni muni
einkum vera að móta
stefnu og starf verðbréfa-
markaðarins.
YFIR 300 KROFURI
ÞROTABÚ VÍÐIS
VALUR ARNÞÓRSSON:
ÓHRESS MEÐ STJÓRN KEA
Verslunin Víðir í Mjódd.
Á skrá yfir lýstar kröfur
í þrotabú Verslunarinnar
Víðis kemur fram að
stærstu kröfuhafar eru
þessir: Búnaðarbankinn
með um 55 millj. króna
sem saman standa af 10,5
millj. kr. vegna víxla og
tékka með ábyrgð ann-
Heimildarmenn Frjáls-
ar verslunar á Akureyri
fullyrða að mjög þungt
hljóð sé í Val Arnþórssyni
fráfarandi kaupfélags-
stjóra KE A vegna ákvörð-
unar stjórnarinnar uin
eftirmann hans.
Valur mun alltaf hafa
ætlað sér að ákveða eftir-
manninn sjálfur og átti
ekki von á að stjórn KEA
kæmi í veg fyrir það. Val-
ur studdi Axel Gíslason
til þessa valdamikla
Valur Arnþórsson.
starfs og varð jafn undr-
andi og aðrir þegar Axel
afþakkaði boðið. Þá lagði
Valur áherslu á að Jón
Sigurðarson forstjóri Ála-
foss yrði ráðinn.
En stjórn KEA gerði
sér lítið fyrir og réði
Magnús Gauta Gautason
til starfans eins og al-
kunna er. Þessari niður-
stöðu mun Valur una afar
illa og hefur ekki fyrirgef-
ið stjórn KEA þessa
ákvörðun.
arra og 44,5 millj.kr.
vegna tryggingarvíxla á
bak við hlaupareikning.
Þeirri kröfu hefur verið
hafnað að svo stöddu.
Gjaldheimtan í Reykja-
vík kemur næst með 47,5
millj.kr. og þá Eiríkur
Ketilsson með rúmar 16
millj. króna. Tollstjórinn
í Reykjavík gerir kröfu
um 11,2 millj. króna
vegna sölu- og launa-
skatts.
Nokkrir aðrir bankar
lýsa háum kröfum í búið,
svo og fjöldi heildversl-
ana og iðnfyrirtækja.
Margir þeirra sem selt
höfðu fyrirtækinu vörur
eiga þarna milljónir
króna útistandandi. Má
þar nefna Smjörlíki með
4,2 millj. kr„ SÍS 2,7
millj. kr„ Búrfell 5,5
millj. kr„ Bananasalan
5,0 millj.kr., Holtabúið
4,8 millj. kr„ Mjólkur-
samsalan 2,8 millj. kr„
og Kjötmiðstöðin 3,7
millj. króna svo nokkrir
séu nefndir en fjöldi ann-
arra fyrirtækja gera kröf-
ur í þrotabú Verslunar-
innar Víðis og margar
þeirra eru hærri kröfu en
ein milljón króna.
6