Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 8

Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 8
FRETTIR EIMSKIPIBAKSÆTINU Það hefur komið mörg- um á óvart að Eimskip skuli standa á bak við kaup starfsmanna Ferða- skrifstofu ríkisins sem nú heitir Ferðaskrifstofa Is- lands hf. Samkvæmt lögum höfðu starfsmenn for- kaupsrétt. Talið er að hið lága söluverð hafi verið ákveðið í þeim tilgangi að starfsmenn ættu frekar möguleika á að eignast fyrirtækið. 2/3 hlutar ferðaskrifstofunnar voru seldir á 20 millj. króna sem þó virðist hafa verið starfsmönnum um megn. Heimildir Frjálsrar versl- unar herma að þeir hafi NÝR MARKAÐSSTJÓRI HJÁ SANITAS: „FERÐAMARKAÐURINN HÁ- TÍÐ HJÁ GOSSTRÍÐINU" Rúnar Björgvinsson hefur verið ráðinn mark- aðsstjóri Sanitas. Rúnar er 36 ára Reykvíkingur. Hann hefur próf frá Kenn- araháskóla íslands en stundaði síðan fram- haldsnám í Noregi og Þýskalandi í sérkennslu fyrir heyrnarskerta. Að því búnu kenndi hann við Heyrnleysingjaskóla Is- lands um árabil. Árið 1983 breytti Rúnar til og tók við starfi Skól- astjóra Málaskólans Mímis og varð eftir það framkvæmdastjóri Holta- búsins um tíma uns hann tók við starfi markaðs- stjóra hjá Ferðaskrifstof- unni Útsýn hf, í desember 1986. Figinkona Rúnars heitir Jóhanna Þórðar- dóttir kennari. Þau eiga 3 böm. Rúnar sagði í stuttu spjalli við Frjálsa Verslun að nýja starfið legðist vel í sig enda væri mikil bar- átta framundan. „Ég hélt að samkeppnin á ferðamarkaðnum væri með því harðasta hér á landi en svo virðist sem hún sé hátíð miðað við gosstríðið. Og nú bætist Rúnar Björgvinsson. bjórinn við. Staða Sanitas er mjög sterk varðandi bjórinn og hlutur fyritæk- isins á gosmarkaðnum hefur stóraukist. Stefnan hér er að halda áfram af fullum krafti að auka við markaðshlutdeild Sanit- as og mun ég í starfi markaðsstjóra leggja mig allan fram um það“ sagði Rúnar. Og hann bætti við: „Okkur gekk vel hjá Út- sýn og við jukum farþega- fjölda í leiguflugi um 74% árið 1987 frá árinu á und- an. Og enn er aukning á árinu 1988 þrátt fyrir versnandi árferði á Is- landi. Það hlýtur að telj- ast góður árangur á hin- um harða ferðaskrifstofu- markaði. í hinu nýja starfi hjá Sanitas mun mér nýtast margháttuð reynsla úr markaðs- stjórastarfinu hjá Útsýn þó um gjörólíkar atvinnu- greinar sé að ræða. En öll markaðsstarfsemi snýst um hið sama. Hún snýst um fólk,“ sagði Rúnar Björgvinsson að lokum. leitað til Harðar Sigur- gestssonar forstjóra Eimskips um kaup á fyrir- tækinu áður en þeir gerðu tilboð sitt. Hann mun hafa tekið því vel og er talið að umboðið fyrir ferjuna Norrænu frá Smyril Line hafi vakið áhuga Eimsk- ipsmanna. Hins vegar gerði Jónas Hallgrímsson á Seyðis- firði sér lítið fyrir og náði umboðinu fyrir Norrænu. Eimskip lætur það þó ekki aftra sér frá að kaupa um helming hlutafjár í Ferðaskrifstofu íslands hf. Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra er sagður æfur út af þessu máli en það breytir trú- lega engu. Lagalega er tryggilega frá öllu gengið. Það munu ýmsir hafa haft hug á að eignast þetta fyrirtæki þegar hið lága verð á því var gefið upp. Klókir kaupsýslu- menn þóttust greina að hér væru mun meiri verð- mæti á ferðinni. Meðal þeirra sein munu hafa viljað kaupa er Páll G. Jónsson í Pólaris. UR CITY BANKI SCANDINAVIAN BANK Við íslendingar höfum sjaldnast mikinn áhuga á því þegar erlendir banka- stjórar flytji sig milli em- bætta. En bankastjóri sem er mörgum framámönnum í íslensku viðskiptalífi af góðu kunnur er nú að flytja sig urn set. Hér er um að ræða John Quitter sem hverfur frá City Bank í banksastjórastarf hjá Scandinavian Bank. Hann hefur talsverð tengsl hér á landi og talið er að hann hafi komið til íslands ekki sjaldnar en 100 sinnum. Landsbanki fslands er hluthafi í Scandinavian Bank og hafa mörg ís- lensk fyrirtæki notið lánafyrirgreiðslu þaðan í gegnum Landsbankann. 8

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.