Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Qupperneq 10

Frjáls verslun - 01.08.1988, Qupperneq 10
FORSÍÐUGREIN BRUNNINN GRODI EFTIR Ein MESTA BLÓMASKEIÐ ATVINNUSÖGUNNAR SITJA FYRIRTÆKIN EFTIR MEÐ SÁRT ENNIÐ. HVER ER SKÝRINGIN? Vart hefur það farið fram hjá nokkrum manni að samfellt góðæri hefur verið hér á landi undanfarin ár. Möguleikar þjóðarinnar hafa verið miklir bæði til þess að treysta undir- stöður atvinnulífsins og bæta lífskjörin en tækifærin hafa því miður ekki verið notuð sem skyldi. Eftir þetta upp- gangstímabil standa mörg fyrirtæki á brauðfótum, gjaldþrotum fjölgar og heilu atvinnugreinarnar eiga erfitt uppdráttar. Menn spyrja sig að vonum hvernig geti á því staðið að allt virðist nánast vera í rjúkandi rúst eftir ein mestu uppgrip í sögu þjóðar- innar og svörin eru af ýmsum toga. Sumir benda á versn- andi ytri skilyrði eins og verðlækkun á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum, aðrir nefna háa raunvexti og enn aðrir tala um ranga stjórnun efnahagsmála. Allar eru þessar skýringar réttar svo langt sem þær ná. En þegar málin eru skoðuð í samhengi kemur nærtæk skýring í ljós: Við höfum eytt um efni fram. Þótt tekjurnar hafi verið miklar höfum við slegið öll met í eyðslu og þess vegna þolum við ekki hinn minnsta mótbyr. Góðærið hefur runn- ið okkur úr greipum. TEXTI: KJARTAN STEFÁNSSON MYNDIR: KRIS í þessari grein verður reynt að lýsa því í máli og myndum hvað hefur verið að gerast og hvers vegna. Flestar þær staðreyndir sem hér birtast eru kunnar og hafa margoft komið fram. Hins vegar eru efnahagsmálin fjöl- þætt og flókin og mikil hætta á að menn tapi yfirsýn þegar aðeins er fjaUað um einstaka þætti þeirra hverju sinni. Þess vegna hefur verið brugðið á það ráð hér að setja þróun efnahags- mála fram í röð skýringamynda þar sem bæði er sýnd staða þeirra og líklegt innbyrðis samhengi. Eflaust hefði mátt taka inn í myndina fleiri þætti sem skipta máli en markmiðið er að sýna heildarlínumar svo menn fái yfirsýn yfir efiiahagsmálin og því var ákveðið að velja fremur fáar myndir en láta þær segja eins mikið hverja fyrir sig eins og kostur er á. NÆR SAMFELLD AUKNING Það væri synd að segja að vanda- mál íslensks efnahagslífs væru til- komin vegna skorts á tækifærum. Þvert á móti hefur hvert árið af öðru fært okkur tækifæri til þess að búa mjög vel í haginn fyrir framtíðina. Fyrsta myndin í myndasyrpu okkar sýnir einmitt að frá árinu 1965-1986 hefur landsframleiðslan meira en tvöfaldast. Þar á eftir sjáum við hvernig landsframleiðslan hefur vaxið hlutfallslega á milli ára. Öll síðustu 24 árin hefur verið aukning ef frá eru talin þrjú ár. Þjóðartekjur íslendinga eru nú meðal hinna hæstu í heiminum og nema þær nú rétt rúmri milljón á hvert mannsbam í landinu. Það ætti N E. EINARSSON O.FL. því ekki að væsa um okkur á þessu landi ef rétt væri að málum staðið. Þar sem við íslendingar erum háðir viðskiptum við útlönd hafa viðskipta- kjör mikla þýðingu fyrir efnahagslega afkomu okkar. Viðskiptakjörin mæla breytingu á verðlagi þess varnings og þeirrar þjónustu sem við flytjum inn eða út. Viðskiptakjörin eru miklum breytingum háð til dæmis vegna þess að olíuverð getur sveiflast á heims- mörkuðum eða verð á frystum fiski hækkar eða lækkar á Bandaríkja- markaði. Viðskiptakjörin hafa verið okkur hagstæð og farið batnandi hin síðari ár þótt slegið hafi í bakseglin á þessu ári. Samt eru viðskiptakjörin ekki óhagstæðari nú en þau voru árið 1986 en þá voru þau með því besta sem þekkst hafði í langan tíma. Loks má nefna í þessari upptaln- ingu okkar um hagstæð skilyrði að framleiðni í sjávarútvegi hefur verið gífurlega mikil. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri V erslunarráðsins, benti á það nýlega á fundi ráðsins um vanda atvinnulífsins að verðmæta- aukning í framleiðslu sjávarafurða 1976-1986 hefði verið 76.8%. á föstu verðlagi. Á sama tíma var aukning vinnuafls í sjávarútvegi 22.1% og aukning fjármuna 44.8%. Þessar töl- ur færa okkur enn heim sanninn um það að við höfum haft úr miklu að spila. STAÐA FYRIRTÆKJANNA Næst skulum við skoða hvemig fyrirtækjum í landinu hefur reitt af eftir vöxt síðustu ára. Hvað hefur 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.