Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 14
FORSÍÐUGREIN VERÐBÓLGAN 100 Verðbólga 1980-1988 (Hsekkun framfærsluvísitölu milli ára) 75 - 50 25 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 seinni hluta síðasta árs og héldu þær verðlækkanir áfram. Þessi afturkipp- ur ætti að koma fáum, sem til þekkja, að óvörum, enda hefur hann legið í loftinu frá síðasta hausti þegar fyrst fór að bera á söfnun fiskbirgða á mörkuðum að því er fram kemur í „ágripi úr þjóðarbúskapnum“ sem Þjóðhagsstofnun gaf út í sumar. Þar segir að fram til hausts 1987 hafi markaðsverð fiskafurða hækkað langt umfram verð á öðrum matvæl- um um nokkurt skeið og því aðeins tímaspursmál hvenær þróunin sner- ist við. Markaðsverð botnfiskafurða náði hámarki í janúar 1988 en fór síðan lækkandi. Freðfiskur og saltfiskur hafa lækkað um 9-10% í verði en mjöl og lýsi hafa hins vegar hækkað um- talsvert eins og fram kemur á skýr- ingarmynd um breytingar á ytri að- stæðum. Sú mynd er byggð á töflu frá Þjóðhagsstofnun um áætlað markað- sverðlag sjávarafurða í SDR. Þar kemur sú athyglisverða staðreynd í ljós að þrátt fyrir þessar lækkanir er verðlag allra útfluttra sjávarafurða í júlí í sumar ekki lægra en meðalverð- lag ársins 1987 þegar á heildina er litið. í ljósi þessara staðreynda og ým- issa annarra þátta hefur Þjóðhags- stofnun spáð því að landsframleiðslan í ár verði ekki minni en hún var árið 1987 og reyndar gerir stofnunin ráð fyrir lítilsháttar aukningu á þessu ári eða 0.2%. Við erum því ekki að ganga í gegnum samdráttarskeið vegna ytri aðstæðna eins og margir áhrifamenn í þjóðmálaumræðunni hafa látið liggja að heldur hefur vöxturinn aðeins stöðvast. Það hefur því lítið breyst í ytri aðstæðum þjóðarbúsins, þegar á heildina er litið, sem skýrir efnahags- erfiðleika hér innanlands. Þetta eru þær staðreyndir sem blasa við án þess að hér sé verið að gera lítið úr þeim vanda sem verðlækkun á freð- fiski og saltfiski hefur valdið fisk- vinnslunni. En við erum ekki að upp- lifa samdráttartíma vegna versnandi ytri skilyrða eins og á erfiðleikatímum hér á árum áður. Þegar litið er til baka kemur í ljós að landsframleiðslan hefur aðeins minnkað þrisvar sinnum á síðustu 24 árum, þ.e. 1967,1968 og 1983. Sam- drátturinn 1967 var 1.6% og sam- drátturinn 1968 5.7%. Árið 1983 var samdrátturinn 4.1%. Árið 1975 hefur einnig verið talið til erfiðleikatímabila. Þá jókst landsframleiðslan að vísu um 1.7% en viðskiptakjörin voru óhag- stæð vegna olíukreppunnar. Erfið- leikarnir nú eru því ekki sambærilegir við samdráttinn 1967 og 1968, sem kom þegar Norðurlandssíldin hvarf, og 1983 þegar loðnuveiðarnar brugð- ust. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.