Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Síða 15

Frjáls verslun - 01.08.1988, Síða 15
Atvinnustarfsemin í landinu hefur ekki náð að byggja sig upp og treysta undirstöðurnar í einu mesta góðæri sem komið hefur. EYÐSLA UM EFNIFRAM Af því sem að framan segir má vera ljóst að vandi okkar nú er að mestu, ef ekki öllu leyti, heimatilbúinn. Megin- skýringin er ósköp einföld. íslending- ar hafa eytt um efni fram, bæði heim- ili, fyrirtæki og ekki síst ríkissjóður. Ef við skoðum eyðslu þjóðarinnar fyrst sjáum við að öll árin frá 1980, að einu ári undanskildu, var halli á við- skiptum okkar við útlönd. Þessi halli var fjármagnaður með erlendum lán- tökum og erlend lán jukust einnig árið 1986, eina árið sem viðskipti okkar við útlönd voru í jafnvægi á þessum áratug. A síðustu fimm árum hefur ríkis- sjóður aðeins einu sinni verið rekinn með tekjuafgangi en það var árið 1984. Mestur var hallinn 1986 þegar ríkissjóður keypti frið á vinnumarkað- inum með ýmsurn aðgerðum meðal annars með lækkun tolla á bifreiðum. I ár stefnir í stórkostlegan halla ríkis- sjóðs eitt árið enn. Ríkissjóður hefur því magnað upp eyðslu og umframeft- irspurn í landinu. Aðrir þættir ríkis- umsvifanna hafa einnig ýtt undir þenslu þótt ríkissjóður einn sé hér sérstaklega nefndur til sögunnar. AUKINN KOSTNAÐUR Vaxandi kostnaður hefur reynst fyrirtækjunum þungur í skauti. í fyrsta lagi má nefna launakostnað. Kaupmáttur atvinnutekna hefur auk- ist miklu meira en sem nemur aukn- ingu landsframleiðslunnar. Á árinu 1987 jókst kaupmáttur launatekna um 21% og er það mesta aukning kaup- máttar sem mælst hefur á einu ári. Vaxandi fjármagnskostnaður hefur reynst flestum fyrirtækjum eríiður þar sem þau eru allt of háð lánsfé vegna veikrar eiginfjárstöðu. Þessi mikli fjármagnskostnaður er afleiðing af þenslunni. Ætla má að raunvextir hafi tvöfaldast á milli áranna 1987 og 1988 ef tekið er mið af útlánum á almennum óverðtryggðum skulda- bréfum bankanna. Þá hafa raunvextir á þessum bréfum breyst úr því að vera neikvæðir um 14% árið 1983 í það að vera jákvæðir um tæp 10% fyrstu 9 mánuði 1988. Þessar vaxta- tölur eru þó aðeins dæmi um þau miklu umskipti sem orðið hafa. Raun- verulegar vaxtagreiðslur fyrirtækj- anna eru miklu hærri, a. m. k. þjón- ustufyrirtækja, þar sem þau þurfa að sætta sig við það að bankarnir kaupi af þeim viðskiptavíxla sem bera mjög háa raunvexti, eins og rækilega hefur komið fram í fréttum að undafömu. Allur atvinnurekstur á erfitt með að standa undir slíkum raunvöxtum og þeir einir nægja til þess að fyrirtæki með veika undirstöðu rúlli. RAUNGENGI Síðast en ekki síst hefur hátt raungengi krónunnar haft afgerandi áhrif á afkomu fyrirtækja. Raungengi krónunnar hefur verið að hækka frá árinu 1986 og er það nú með því hæsta sem verið hefur. Þegar raun- gengi hækkar vex kaupmáttur okkar gagnvart útlöndum en sá böggull fylg- ir skammrifi að tekjur útflutningsfyr- irtækja lækka á móti. Raungengið hefur því stuðlað að því að ýta undir eyðsluna um leið og það hefur dregið máttinn úr fyrirtækjunum. Hér að framan hefur verið reynt að skýra hvers vegna góðærið hefur ekki skilað af sér blómlegra atvinnulífi en raun ber vitni. Megináhersla hefur verið lögð á eyðsluna í þjóðfélaginu en fleira kemur auðvitað til. Þar má nefna ýmsar óvarkárar og rangar fjár- festingar fyrirtækja, slælega stjórn efnahagsmála um áraraðir og ýmsan skipulagsvanda svonefndra undir- stöðuatvinnuvega, sjávarútvegs og landbúnaðar. Ekki er ætlunin að gera lítið úr þessum þáttum en okkur er nauðsyn að horfast í augu við góðærið hefur á vissan hátt runnið okkur úr greipum og við þurfum að draga af því lærdóm. 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.