Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 16
Landsbanki íslands er eitt þeirra
fyrirtækja sem leggur rækt við kauþ
á listaverkum. Hér er eitt af
þekktustu myndum bankans,
veggmynd sem Jóhannes Kjarval
málaði.
Kaup og sala á myndlist er
líklega sú tegund viðskipta
sem hvað minnst er vitað um
opinberlega hér á landi. Ljóst
er að þessi viðskipti eru tölu-
vert umfangsmikil og varn-
ingurinn verðmætur, en
stærstur hluti þeirra er
hvergi skráður og fer ekki í
gegnum skráða söluaðila eða
fyrirtæki. Þeir sem Frjáls
verslun ræddi við voru á einu
máli um að ákaflega erfitt
væri að gera sér grein fyrir
umfangi viðskipta með
myndlist, en þau nema þó
nokkrum hundruðum millj-
óna króna á ári hverju.
TEXTI: KARL BIRGISSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNASON
16
í þessari umfjöllun er eingöngu átt
við málverk og grafík þegar rætt er
um myndlist. Sala á myndlist fer í
grófum dráttum fram eftir fimm mis-
munandi leiðum. Fyrst þer að nefna
umboðssölu á nýjum verkum sem og
gömlum. í öðru lagi er sú sala sem
fram fer á sýningum og beint af vinnu-
stofum listamanna. í þriðja lagi reka
listamenn sameiginlega nokkur gall-
erí sem annast sölu á verkum þeirra,
auk þess að vera sýningarsalir. í
fjórða lagi má nefna opinber uppboð,
sem reyndar eru ein tegund umboðs-
sölu. Síðast en ekki síst eru svo þau
viðskipti sem fara fram á milli einstak-
linga, fyrirtækja og stofnana án þess
að listamenn eða umboðsmenn þeirra
komi þar nærri.
Af þessari upptalningu má ráða að