Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 18
MYNDLIST
selt fyrir 1-2 milljónir á meðan minni
spámenn selja e.t.v. lítið sem ekkert.
Eðli málsins samkvæmt er enn síður
unnt að fullyrða um sölu beint af
vinnustofum. Þó er vitað að sú sala er
í mörgum tilfellum ekki umfangsminni
en sala úr sýningarsölum hjá þeim
listamönnum sem eingöngu lifa af list
sinni.
Svolítill leikur að tölum gæti þó gef-
ið einhverja vísbendingu um vægi
þessara tveggja söluleiða á markaðn-
um. Innan vébanda Sambands ís-
lenskra myndlistarmanna eru á milli
160 til 170 málarar og grafíklista-
menn. Þetta eru einkum þeir sem
hafa myndlistina að aðalatvinnu, en
utan þessa hóps standa líklega margir
yngri listamenn sem skemmra eru á
veg komnir. Ef reiknað er með því að
hver ofangreindra félagsmanna hafi
því sem næst mánaðarleg lágmarks-
laun af list sinni, 30-40 þúsund krónur
á mánuði, gæti heildarsala allra fé-
lagsmanna á myndlist numið 60-80
milljónum króna á ári. Ef mánaðarleg
meðallaun eru nær 50 þúsundum
króna losar heildarsalan um 100 millj-
ónir króna árlega. ítrekað skal að hér
er um hreinan talnaleik að ræða, enda
eru ekki til upplýsingar um afkomu
myndlistarmanna sem stéttar. Þar
eru kjör afar misjöfn eftir því hver á í
hlut.
GALLERÍ LISTAMANNA
I Reykjavík eru nokkur gallerí sem
listamenn reka sameiginlega til að
koma list sinni á framfæri. Þessi gall-
erí eru jafnframt sýningarsalir og
byggja afkomu sína reyndar að
stærstum hluta á þeirri starfsemi.
Óvarlegt er að áætla viðskiptalegt
umfang þessa reksturs, enda er það
misjafnt. Sum gallerí halda uppi
starfsmanni eða jafnvel tveimur á
meðan listamenn skiptast á um að
annast reksturinn í öðrum. Töluverð
hreyfing er á fyrirtækjum af þessu
tagi og því að líkindum ekki mjög
traustur rekstrargrunnur. Skynsam-
legast er hér að líta á þessi viðskipti
sem hluta af sölu listamannanna á
sýningum og af vinnustofum, þótt
einnig sé óvíst um hlutfallslega skipt-
ingu þar á milli.
UPPB0Ð
Þótt opinber uppboð á listaverkum
séu að líkindum þau myndlistarvið-
skipti sem sýnilegust eru almenningi
eru þau einungis brot af heildarmark-
aðnum. Hér á landi er það einkum
Gallerí Borg sem heldur reglulega
listaverkauppboð, þótt nokkrir aðrir
hafi til þess tilskilin leyfi. Á slíkum
uppboðum er sjaldgæft að stór og dýr
málverk séu boðin föl. Þar eru fremur
ódýrar myndir og myndir í miðlungs-
verðflokki, þótt að vísu geti verið
undantekningar frá því.
Samkvæmt nýlegum lögum ber að
innheimta svonefnt fylgiréttargjald af
öllum myndum sem slegnar eru á op-
inberu uppboði. Gjaldið nemur 10%
og leggst ofan á söluverð verksins.
Það rennur til handhafa höfundarrétt-
ar, sem er listamaðurinn eða erfingja
hans allt að fimmtíu árum eftir lát
hans. Ef ríkið er handhafi höfundar-
réttar eða enginn getur talist rétthafi
rennur gjaldið í sérstakan starfslauna-
sjóð myndlistarmanna. Þessi skipan
mála er vel þekkt víða í Evrópu, en
ísland er fyrst Norðurlandanna til að
taka hana upp. Hugmyndin að baki
gjaldinu er sú að þegar listaverk
skiptir um áhorfanda eða „neytanda"
beri höfundinum að njóta þess, enda
sé verið að selja hugverk en ekki
strigann eða málninguna sem á hon-
um er.
Innheimta fylgiréttargjalds hófst á
þessu ári og hafa um fimm hundruð
þúsund krónur skilað sér af fimm upp-
boðum. Heildarsala á þessum upp-
boðum hefur því verið fimm milljónir
króna eða um milljón á hverju uppboði
fyrir sig.
Skringilegt vandamál hefur komið
upp við framkvæmd innheimtu gjalds-
ins, sem tengist því þegar eiganda
verksins er sjálfum slegið það á upp-
boði. Skýring þessa er sú að eigandi
verks setur sér yfirleitt lágmarks-
verð sem hann vill fá fyrir verkið á
uppboði. Um tíma var sá háttur hafð-
ur á að ef ekki fékkst slíkt lágmarks-
boð í verkið var það dregið út af upp-
boðinu án þess að seljast. Þetta þótti
hins vegar ekki kurteisi gagnvart
þeim sem uppboðið sóttu og buðu í
verkið í góðri trú. Því hefur verið
gripið til þess ráðs að eigandinn bjóði
sjálfur í verkið ef sýnt þykir að það
muni seljast á of lágu verði að öðrum
kosti. Samkvæmt skilningi laga og
reglugerða ber kaupandanum að
greiða 10% fylgiréttargjalds og það
þótt hann sé sjálfur eigandi þess fyrir
„söluna". Þetta hefur eðlilega mælst
misvel fyrir og óvíst er þegar þetta er
ritað hvernig tekið verður á málinu.
EINKAVIÐSKIPTI
Síðasta söluleiðin sem hér verður
nefnd til sögunnar er viðskipti ein-
staklinga og fyrirtækja sín á milli.
Eins og gefur að skilja er ekkert hægt
að fullyrða um þennan þátt myndlist-
arviðskipta. Þar er um að ræða kaup
og sölu sem í flestum tilfellum fer ekki
lengra en á milli tveggja viðskiptavina
og kemur hvergi fram í opinberum
gögnum.
Nokkuð algengt er að fyrirtæki og
stofnanir kaupi málverk beint af ein-
staklingum sem bjóða þau til sölu.
Yfirleitt fæst hærra verð fyrir mynd-
irnar á þennan hátt en fengist væru
þær boðnar opinberlega í umboðs-
sölu. Það eru einkum bankar og
stærri fyrirtæki sem festa kaup á
myndum á þennan hátt. Þá ganga
myndir kaupum og sölum manna á
milli eins og annar varningur, en
ómögulegt er að geta sér til um um-
fang þeirra viðskipta.
KAUPENDUR
Þeir, sem til þekkja, eru á einu máli
um að kaupendur myndlistar á íslandi
séu af öllum stærðum og gerðum.
Það færist í vöxt að einstaklingar
kaupi myndlist sér til ánægjuauka og
hugsanlega einnig með fjárfestingar-
viðhorf í huga. Hópar fólks taka sig
gjarnan saman og gefa listaverk sem
tækifærisgjafir og smærri fýrirtæki
hafa sum á sínum snærum „menning-
arfulltrúa" sem annast innkaup þess á
listaverkum.
Nokkur dæmi eru um einstaklinga
sem eiga stórt safn listaverka og
fylgjast grannt með þeim markaði.
Vel þekkt er safn Þorvaldar Skúla-
sonar, sem getur að líta á veggjum
Hótel Holts og í safni Þorvaldar í
Hafnarfirði. Af öðrum mætti nefna
nafnana Sverri Sigurðsson og Sverri
18