Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 22

Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 22
MYNDLIST verk og grafík. Hér eru haldnar 12 myndlistarsýningar á ári, en auk þess hefur gaUeríið verið að styrkjast sem helsti söluaðili eldri myndlistar og þá ekki síst gömlu meistaranna. Uppboð höldum við fjórum til funm sinnum á ári. Einnig færist í aukana ýmiss kon- ar ráðgjöf varðandi mat á listaverkum og kaup á þeim. Reksturinn geng- ur mjög vel. Veltuaukning hefur orðið um 100% í rauntölum síðan ég hóf hér störf fyrir rúmu ári, sem lýsir kannski best velgengni gallerísins.“ — Hveiju þakkarðu það? „Ég tel að einkum megi rekja það til vaxandi trausts sem fyrirtækið nýtur. Gallenið er ungt og hefur smám sam- an verið að skapa sér fastari sess. Við höfum verið ákaflega heppnir með starfsfólk og auk þess erum við vel staðsettir í borginni. Við höfum reynt að reka fyrirtækið af víðsýni og vera ekki mjög einstrengingslegir varð- andi þá list sem við seljum. Við rekum ekki trúboð eða áróður fyrir tiltekinni stefnu, þótt við höfum vitanlega okk- ar „standard" sem við fylgjum eftir. Húsnæðið hefur reyndar sett okk- ur nokkrar skorður. Listin er býsna fyrirferðarmikil og hún þarf sérstak- lega gott veggpláss ef vel á að vera. Við erum hér með sýningarsali fyrir málverkin bæði á jarðhæð og fyrir neðan sjávarmál í Pósthússtræti 9 en auk þess höfum við sett upp grafík- deild í Austurstræti 10 þar sem Penn- inn er einnig til húsa. Þar er hægt að sinna grafíkinni betur en í þrengslun- um hér.“ — A galleríið myndirnar sem það selur? „Nei, það heyrir til algerra undan- tekninga ef galleríið eignast mynd. Við seljum myndir í umboðssölu og þær koma víða að. Sumar koma úr dánarbúum aðrar frá gömlu fólki sem ekki hefur aðstæður til að njóta þeirra lengur; en t.d. að minka við sig hús- næði. Sumir koma með myndir sínar og kaupa aðrar í staðinn af því að smekkur þeirra hefur breyst og aðrir þurfa á reiðufé að halda. Þetta eru myndir af öllum stærðum og gerðum og í öllum verðflokkum." FJÖLBREYTTUR KAUPENDAHÓPUR — Og hveijir kaupa? „Kaupendur eru margir og mis- munandi, bæði einstaklingar og fyrir- tæki. Margir einstaklingar eru í hópi fastra viðskiptavina og algengt er að hópur fólks taki sig saman og kaupi myndir til gjafa. Fyrirtæki hafa sum hver innan sinna vébanda menn sem annast listaverkakaup fyrir þau og margar stofnanir leggja mikið upp úr því að hafa góða myndlist á veggjum hjá sér. Þar er þó yfirleitt um að ræða stærri og dýrari myndir en þær sem einstaklingar festa kaup á.“ — Fer íslensk list úr landi? ,Já, það er töluvert um að útlend- ingar kaupi hér íslenskar myndir. Það geta verið ferðamenn sem kaupa ódýrar myndir til minja eða fjársterkir einstaklingar sem eiga hingað ættir að rekja. Sumir eru í viðskiptum við ísland og vilja þá gjama hafa íslenska myndlist á veggjum hjá sér. Aðrir em e.t.v. ræðismenn eða annars konar fulltrúar landsins á erlendri gmnd. Það fer töluvert af góðri list úr landi á þennan hátt. Ég þekki að vísu ekki dæmi þess að erlendir listaverkasalar falist eftir verkum hér — það er miklu fremur að við leitum utan ef við heyr- um af fslenskum verkum til sölu þar.“ — Em það einhveijir listamenn öðmm fremur sem útlendingar sækj- ast eftir? „Varla er hægt að taka svo til orða. Þó er það staðreynd að sumir íslensk- ir listamenn eru vel kynntir og virtir víða erlendis. Þannig veit ég að Gunnlaugur Blöndal er vel þekktur í Mið- og Suður-Evrópu, Nína Tryggvadóttir er eftirsótt vestanhafs og vitanlega Louisa Matthíasdóttir meðal Bandaríkjamanna og víðar. Þá má ekki gleyma Erró, sem útlending- ar virðast af einhverjum ástæðum kunna betur að meta en fslendingar." FJÖRUG UPPBOÐ —Segðu mér nánar af tilhögun uppboðanna. „Fyrir hvert uppboð auglýsum við eftir myndum en auk þeirra sem þannig berast eru á uppboðunum myndir sem galleríið er með í sölu. Það er sjaldgæft að stór og dýr verk fari á uppboð, enda sjaldgæft að slík verk séu keypt þannig. Menn eru lík- lega ekki fúsir til að auglýsa svo opin- berlega að þeir séu að kaupa mjög dýr málverk. Þessu er aftur öfugt farið víða erlendis, þar sem oft er safnað saman á uppboð myndum sem ekki eru falar annars staðar. Uppboðin hér eru líka ákveðin skemmtun og gaman að vera við- staddur þau fjörugustu. Gallerí Borg heldur sín uppboð í samvinnu við List- munauppboð Sigurðar Benediktsson- ar hf., sem hefur annast uppboð í ára- raðir. Það er skemmtilegt samstarf og viðheldur ákveðinni hefð. Ég minnist þess þegar ég sem unglingur var starfsmaður á uppboðum hjá Sig- urði. Við höfum boðið upp á nýja þjón- ustu varðandi uppboðin, svone&id foruppboð. Þá geta menn gert tilboð í ákveðnar myndir fýrirfram og falið starfsmönnum gallerísins að annast tilboðin fyrir sig. Þá er t.d. gefin upp lágmarks- og hámarksupphæð sem viðkomandi er reiðubúinn að bjóða í verkið eða þá föst tala. Einnig er hægt að gera boð í gegnum síma eins og þekkist víða erlendis. Með þessu móti losna menn við að vera á staðn- um og geta sinnt öðru á þeim tíma þegar uppboðið fer fram. Fólk hefur lítið notfært sér þessa þjónustu enn sem komið er, en þó fer það vax- andi.“ — Er hægt að tala um tískusveiflur á þessum markaði? Eru sumir lista- menn vinsælli en aðrir á ákveðnum tímabilum? „Já, það má segja að menn rísi og falli á þessum markaði sem öðrum. Ástæðurnar geta verið margvíslegar. Sumir málarar hafa breiða skírskotun og höfða til fjölda fólks á meðan aðrir ná aðeins til þröngs hóps án þess að í því felist neinn dómur um list þeirra að öðru leyti. Einnig er algengt að listamönnum gangi vel að selja í tengslum við tilteknar sýningar sem hljóta mikla umfjöllun. Enn aðrir eru litríkir karakterar og njóta þess orð- spors sem af þeim fer. Vinsældirnar geta þó dalað snögg- lega, t.d. ef menn eru mjög röskir við að framleiða og selja á afmörkuðum stuttum tíma. Þá verður fólki kannski að orði: „Ja, hann er bara alls staðar.“ Það getur orkað tvímælis varðandi framhaldið." ' '/'■*■* s s a a , , SSS-s/At fffVtMSSsSfWttt'tW'/'j v.*. '// ‘v ■> 8SSSS V BWBWWSS ' 22

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.