Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 28

Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 28
PENINGAMÁL andi eins og sést þegar skoðað er hlutfall hreins spamaðar (3) í innláns- stofnunum af ráðstöfunartekjum þjóðarbúsins (5). Innlán í bönkum eru stærsti hluti peningalegs sparnaðar. Annar frjáls peningalegur spamaður er fólginn í spariskírteinum og ýmiskonar verð- bréfum, hlutdeild í verðbréfasjóðum o.fl., en valkostir sparifjáreigenda hafa aukist mjög á undanfömum ár- um. Ekki liggur fyrir marktæk athug- un á því hversu stór hluti þessa spam- aðar er í eigu einstaklinga. Það er hins vegar líklegt að hlutdeild einstaklinga sé lægri en í innlánum. í töflu 2 má sjá aukningu þessa sparnaðar. Hlutdeild einstaklinga er reiknuð út frá forsend- um um 30%, 40% eða 50% hlutfall. Að einhverju marki eru einstaklingar skuldunautar í þessum tölum en litið er framhjá því hér enda örugglega mjög lítið hlutfall af heildinni. Til þess að fá fyllri mynd af heildar- stöðu heimilanna en fram kemur í töfl- um 1 og 2 er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hlutdeild einstaklinga í kerfisbundnum sparnaði og í útlánum fjárfestingarlánasjóða. í töflu 3 er yfirlit um hrein framlög heimilanna í lífeyrissjóði að teknu tilliti til lífeyris- greiðslna. Gert er ráð fyrir að af heildariðgjöldum greiði heimilin eða launþegar 40%. Það tímabil sem er til skoðunar fá heimilin meira úr lífeyrissjóðum í formi lífeyrisgreiðslna en þau greiða sjálf í iðgjöldum. Þá er ótalinn sá liður sem skiptir sköpum þegar fjallað er um heildar- sparnað heimilanna en það eru útlán lífeyrissjóða og íjárfestingarlána- sjóða. Hlutdeild einstaklinga í útlán- um fjárfestingarlánasjóða hefur farið stigvaxandi á undanfömum ámm. Ar- ið 1980 var hlutfall útlána fjárfesting- arlánasjóða til einstaklinga 25,5%, á síðasta ári nam þetta hlutfall rúmum 50% en þá námu skuldir einstaklinga við fjárfestingarlánasjóði samtals 32 milljörðum króna. í töflu 4 má svo loks sjá reiknað heildaruppgjör heimilanna fyrir árin 1981 til 1987. Vitaskuld er þessi tafla leikur að tölum, þar sem gengið er út frá ákveðnum forsendum og tölur að nokkru leyti áætlaðar. Það er hins- vegar staðreynd að á undanförnum árum hefur dregið úr heildarspamaði þjóðarbúsins, þótt peningalegur sparnaður hafi verið að aukast þ.e. peningalegar eignir. í þjóðhagslegum skilningi er halli á viðskiptajöfnuði mismunur fjárfest- inga og sparnaðar. Fyrir þessi ár sem hér eru til umræðu var halli á við- skiptajöfnuði öll árin nema eitt eins og fram kemur í töflu 5. Það virðist benda til þess að skuldaaukning heim- ilanna sé mun hraðari en sem nemur aukningu peningalegra eigna þeirra. Stærsti skýringarþáttur þessarar skuldaaukningar eru fjárfestingar ein- staklinga í íbúðarhúsnæði. Þá veldur lenging lána á undanfömum árum ásamt hækkun lánsupphæða því að skuldir heimilanna hafa aukist hraðar jafnframt því sem heimilin hafa í raun haft stærri hluta tekna sinna á hverj- um tíma til neyslu. Það er með eindæmum að þrátt fyrir um 40% aukningu raunlauna á síðustu þremur ámm skuli peninga- legar eignir ekki hafa aukist meira en raun ber vitni. Þá veldur það áhyggj- um að sífellt stærri hluta af íjármagni þjóðarinnar er beint til fjárfestinga og kaupa á íbúðarhúsnæði sem gæti haft áhrif á hagvöxt í framtíðinni. Ef hreinn sparnaður heimilanna hefur dregist saman og ef íslensk heimili eru að verða hreinir lántak- endur á fjármagnsmarkaði í heild er augljóst að leita verður í auknum mæli á náðir erlendra sparifjáreigenda til innlendrar fjármunamyndunar. Það hefur löngum verið talið að helstu skýringarþættir spamaðar væru vextir og tekjur. Á síðustu árum höf- um við búið við bæði háa raunvexti og mikla aukningu tekna. Þótt sparnaður hafi aukist hefur eyðslu- og fram- kvæmdagleði aukist meira. Það er því ljóst að þörf er á stórátaki til eflingar sparnaðar sem hefði í för með sér hugarfarsbreytingu. Nær væri að rík- isvaldið gripi til aðgerða sem hvettu til sparnaðar fremur en að tilkynna skattlagningu spamaðar. Það er ljóst að sá hluti þjóðarinnar sem sparar er viðkvæmur fyrir shkri umræðu. Ef þessi grein vekur spurningar og um- ræðu um gildi spamaðar og hlutdeild heimilanna í honum er tilgangnum náð. 28

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.