Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 35
EFNAHAGSMAL
VERÐUR1989 AR HINNA
MÖRGU GJALDÞROTA?
— PÁLL KR. PÁLSSON FORSTJÓRIIÐNTÆKNISTOFNUNAR ÓMYRKUR í
MÁLI í SAMTALIVIÐ FRJÁLSA VERSLUN
Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntæknistofnunar: Ríkisvaldið hefur með mikilli eftirspurn á fjármagnsmarkaði ýtt undir
háa raunvexti og stuðlað að of háum fjármagnskostnaði.
í umræðum um þróun ís-
lensks efnahagslífs á síðustu ár-
um hafa menn æ frekar beint at-
hygli sinni að möguleikum sem
kynnu að vera fólgnir í betri nýt-
ingu hráefna, orku, fjármagns
og þekkingar til að leiða at-
vinnuvegina út úr þeirri úlfa-
kreppu sem þeir virðast staddir í
um þessar mundir. Kemur þetta
m.a.til af því að af samanburði
við iðnvædd lönd Vestur-
Evrópu, Bandaríkin og Japan,
sést að nýting þessara þátta er
mun minni á íslandi en eðlilegt
getur talist. Þá virðist einkum
mega rekja aukna verðmæta-
sköpun á íbúa hér á landi og auk-
inn hagvöxt til vaxandi atvinnu-
þátttöku en ekki aukinnar fram-
leiðni vinnuafls og fjármagns
eins og víðast hvar erlendis.
Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðn-
tæknistofnunar íslands, þekkir nokk-
uð vel til þessara mála og hefur mótuð
viðhorf til erfiðleikanna í íslensku at-
vinnulífi; af hvaða rótum þeir séu
runnir og með hvaða hætti megi helst
ráða bót á vandanum. En áður en við
ræðum við Pál er ekki úr vegi að grípa
niður í all umdeildri skýrslu um fram-
leiðni vinnuafls, sem út kom í fyrra.
Vægt er til orða tekið þegar fullyrt er
að hún hafi verið umdeild og bentu
talsmenn verklýðshreyfmgarinnar
m.a. á að óraunhæft væri að ræða
TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON O.FL.
35