Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 38
geta með skynsamlegum hætti ráð-
stafað þessu fé skattborgaranna.“
Páli er tíðrætt um miljarðasjóðinn:
„Auðvitað á bankakerfið að standa við
þær skuldbindingar sem það hefur
tekið á sig. Bankar og sjóðir hafa lán-
að mörgum fyrirtækjum miljónatugi,
sem litlar líkur eru á að þau geti
greitt. Nú á að stofna kommisarakerfi
til að aðstoða sum þessara fyrirtækja
svo bankamir verði ekki fyrir skakka-
föllum. Auðvitað eiga lánadrottnarnir
að taka afleiðingum gerða sinna. Ann-
aðhvort eiga þeir að loka viðkomandi
fyrirtækjum og missa þar með megn-
ið af óinnheimtu fé eða þeir eiga að
afskrifa hluta skuldanna og/eða
breyta þeim í hlutafé að nokkru leyti.
Til þess eru bankar í landinu. Þeir
verða að hafa yfirsýn og þekkingu og
vera tilbúnir að mæta skakkaföllunum
ef illa fer. En að stofna enn einn sjóð-
inn, sem byggir á sömu krónunum úr
ríkissjóði og aðrar opinberar pening-
astofnanir eru með í sinni veltu er
skref í átt til dýrara peningakerfis,
enn minni framleiðni fjármagns og
spillingar í skjóli pólitískra hagsmuna.
Ég hef oft kallað þessi viðhorf
margra íslendinga „torfkofahugsun-
arhátt“. Við sitjum í myrkinu og sýn-
um í eitthvað þarlægt en brestur getu
til að taka á þeim vandamálum sem
knýja á þá stundina."
AÐ HAFA ÁHRIF Á HUGARFARIÐ
Framleiðniátakið sem unnið er að
um þessar mundir, af Iðntæknistofn-
un, ráðuneyti og samtökum atvinnu-
rekenda og launafólks er tilraun til að
hafa áhrif á hugarfar heillar þjóðar.
Forsvarsmenn þess vinna það í sam-
vinnu við American Productivity
Center, sem er alþjóðafyrirtæki í ráð-
gjöf tengdri framleiðni og stjómun.
En telur Páll Kr. Pálsson ekki borna
von að þetta takist? Er ekki vonlaust
að breyta hugarfari manna á svo
skjótan hátt eins og stefnt er að?
„Nei, það er alls ekki borin von. Ég
hef þá bjargföstu trú að hægt sé að ná
árangri í þessum efnum en geri mér
jafnframt grein fyrir því að það verður
ekki gert á einum degi. Forsenda
þess er að fjölmiðlar, skólakerfi og
aðrir þeir sem dreifa upplýsingum
leggist á sveifina með okkur. Það er
afskaplega mikið í húfi. Það ríkir vax-
andi samkeppni á erlendum mörkuð-
um. Fjármagnskostnaður fyrirtækja
er að sliga þau og kostnaður við
rekstur fyrirtækja og stofnana á ís-
landi hefur stóraukist á síðustu árum.
Spurningin er því hvort við ætlum að
halda áfram á sömu braut og éta okk-
ur út á gaddinn, sem þýðir einfaldlega
að ekki tekst að viðhalda þróuðu vel-
ferðarsamfélagi í þessu landi. Eða
ætlum við að taka til í garðinum:
Höggva dauðu trén, hlúa að þeim sem
enn eru á lífi og gróðursetja nýja
græðlinga. Um þetta snýst málið“,
sagði Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðn-
tæknistofnunar að lokum.
ALSTEYPA
KOPARSTEYPA
LEGUKOPAR
Mólmsteypcm HELLA hí.
KAPLAHRAUNI 5 • 220 HAFNARFJORÐUR • SIMI 65 10 22
38