Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 39

Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 39
IÐNAÐUR AUKIÐ SAMSTARF HÁSKÓLANS OG ATVINNUVEGANNA Hús Tæknigarðanna á Háskólalóðinni. Stór og myndarleg bygging hefur í sumar risið á Melunum við Suðurgötu í Reykjavík, skammt sunnan byggingar Raunvísindastofnunar Háskóla íslands. Út af fyrir sig má skrifa mál um það hversu hratt bygg- ing þessi hefur risið af grunni en hitt er þó forvitnilegra að grennslast fyrir um hvaða starf- semi á þar að verða innandyra. Um er að ræða íslenskan tækni- garð í eigu samnefnds hlutafé- lags og fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir einn stjórnar- manna, Jafet Ólafsson, var ein- mitt þessi: Hvað munu menn í þessu mikla húsi hafa fyrir stafni? TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: KRI! „Ætlun okkar sem að þessu stönd- um er að þar verði til leigu húsnæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vinna að rannsóknar- og þróunar- verkefnum, einkum á sviði upplýs- inga- og tölvutækni. Auk þess verður í húsinu aðstaða fyrir hluta af starf- semi Raunvísindastofnunar Háskól- ans og Reiknistofnunar. Tilgangurinn með þessu starfi er í stuttu máli að tengja saman atvinnulíf og það starf sem unnið er af Háskóla íslands. Það er enginn vafi á því að þau tengsl verður að efla því margar hagnýtar upplýsingar sem fást í rannsóknar- stofum þessarar æðstu menntastofn- unar landsins nýtast illa úti í samfélag- inu. Á því viljum við ráða bót.“ Tæknigarðar af því tagi sem senn ÁN E. EINARSSON verður tekinn í notkun hér á landi eru þekkt fyrirbrigði víða erlendis, t.d. í Bretlandi, Svíþjóð og Danmörku. Þar hafa menn eflt og aukið samstarf há- skólastofnana og atvinnuvega með margvíslegum hætti. En hvaða trú hefur Jafet Ólafsson á að þetta sam- starf gangi hér á landi? „Ef maður horfir til nágrannaland- anna þar sem svona samvinna skilar árangri er auðvelt að vera bjartsýnn. Hitt er annað mál að við rennum auð- vitað blint í sjóinn með starfsemina og tíminn verður að leiða í ljós hvort fyrirtæki og einstaklingar hafa áhuga á að nýta sér aðstöðuna. Nú, þegar húsið er á lokastigi hafa margir aðilar haft samband við okkur og lýst áhuga sínum á að leigja rými. Engir samn- 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.