Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Qupperneq 41

Frjáls verslun - 01.08.1988, Qupperneq 41
IÐNAÐUR ingar hafa þó verið undirritaðir ennþá en ég tel að minnsta kosti helming húsnæðisins vera genginn út. Von- andi koma fleiri inn í myndina þegar starfsemin þróast áfram og raunar hefur vandi okkar hingað til verið fólg- inn í því að vísa þeim frá sem við teljum að uppfylli ekki þær kröfur sem við gerum. Við erum fyrst og fremst að leita eftir samstarfi við fyrirtæki sem eru að vinna þróunar- verkefni. Upplýsingaiðnaðurinn hefur ugglaust þörf fyrir aðstoð af þessu tagi og allmargir aðilar sem tengjast sjávarútvegi og iðnaði eru í hópi þeirra sem munu fyrstir flytja hingað inn.“ Tæknigarður er myndarlegt hús, teiknað af Ormari Þór Guðmundssyni arkitekt. Byggingin er nokkuð stærri en upphaflega var gert ráð fyrir, sam- tals 2600 fermetrar á þremur hæð- um. Þar af munu 1500 fermetrar verða leigðir út til fyrirtækja og ein- staklinga en eins og áður sagði munu svo stofnanir Háskólans nýta afgang- inn. Sameiginleg aðstaða í húsinu verður góð, m.a. mötuneyti, síma- varsla, fundarsalir o.s.frv. Þeir aðilar sem koma sér upp rannsókna- og vinnuaðstöðu í byggingunni geta tengst tölvum Háskólans en auk þess mun ýmislegt annað skapa grundvöll fyrir nánari tengsl og samstarf við kennara og vísindamenn í hinum ýmsu deildum Háskólans. Aðspurður um rekstrarfyrirkomu- lag í Tæknigarði, sagði Jafet að um þau mál myndi fyrirtækið Tækniþró- un hf alfarið sjá. Leigugjald yrði í sam- ræmi við markaðsverð hverju sinni og væri ætlunin að reksturinn stæði undir kostnaði. En hvað með fjár- mögnun þessarar miklu byggingar? „Sérstakt hlutafélag var stofnað um bygginguna og er hlutafé þess 5 miljónir króna en hluthafar eru Há- skóli Islands, Reykjavíkurborg, Þró- unarfélag Islands hf, Félag íslenskra iðnrekenda og Tækniþróun hf. Þess- ar 5 miljónir dugðu þó skammt og það sem réð úrslitum um framgang máls- ins var 54 miljóna króna lán Reykja- víkurborgar, sem félagið getur greitt með hagstæðum kjörum á næstu 15 árum. Auk þess kom til 10 miljóna króna lán úr Iðnþróunarsjóði og sama upphæð úr Iðnlánasjóði. Rekstur Tæknigarðarnir eru enn ekki fullbyggðir. hússins á að geta staðið undir afborg- unum og vöxtum af lánum en við höf- um jafnframt baktryggingu frá Happ- drætti Háskóla Islands ef dæmið gengur ekki upp.“ Eins og fyrr sagði hefur Tækni- garður risið með undrahraða. Fyrir- tækið var stofnað 15. apríl 1987 og hafist var handa við undirbúning byggingarinnar í júní í fyrra. Hinn 30. október var undirritaður samningur við ístak hf um að fullhanna og byggja húsið fyrir 1. nóvember 1988. Byrjað var að reisa bygginguna, sem er úr forsteyptum einingum, um mánaðar- mótin febrúar-mars í ár og að sögn Jafets hefur verkinu miðað sam- kvæmt áætlun. Burðarþolshönnun hefur verið á vegum Línuhönnunar hf, rafmagnshönnun á vegum Raf- teikningar hf, um lagnahönnun hefur ístak hf séð og Tækniþjónustan hf sá um loftræstikerfi hússins. Verk- fræðistofa Stanleys Pálssonar hefur svo haft eftirlit með byggingunni. Stjórn Tæknigarðs hf. skipa þau Ragnar Ingimarsson formaður, Há- kon Björnsson, Jafet Ólafsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Rögnvaldur Ólafsson. Þetta fólk gefur upplýsing- ar um starfsemi hússins en eins og fyrr var nefnt mun Tækniþróun lif. hafa reksturinn með höndum eftir að starfsemi hefst í nóvembermánuði. 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.