Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 42
TRYGGINGAR
SIÓVA SJÖTÍU ARA
Einar Sveinsson framkvæmdastjóri Sjóvá.
„Það er heilmikill kraftur í
okkur og við erum bjartsýn á
framtíðina. Við ætlum að halda
okkar striki í aukinni sam-
keppni án þess að fara í verð-
stríð og undirboð. Sjóvá mun
ekki lækka verðið en bjóða fram
hagkvæm kjör, góða þjónustu og
mikla reynslu,“ sagði Einar
Sveinsson, framkvaemdastjóri
Sjóvátrygginarfélags Islands hf.
— Sjóvá — er Frjáls verslun
hitti hann að máli í tilefni af 70
ára afmæli félagsins sem fagnað
er um þessar mundir. Einar
Sveinsson varð framkvæmda-
stjóri Sjóvá árið 1984 en hafði
áður unnið hjá félaginu í ýmsum
deildum frá árinu 1972. Aðstoð-
arframkvæmdastjóri félagsins
heitir Sigurjón Pétursson og
hafa þeir í samstarfi við annað
starfsfólk Sjóvá staðið fyrir
miklum skipulagsbreytingum
innan félagsins. Félagið er ekki
lengur deildaskipt heldur er
rekstrinum skipt niður í ákveð-
in meginsvið — stjórnunarsvið,
markaðssvið og tjónasvið.
„Þessar aðgerðir gerðu alla
stjórnun mun heilstæðari og
markvissari,“ sagði Einar.
Undanfarin ár hafa fleiri breytingar
átt sér stað á rekstri Sjóvá. Félagið
hefur lagt áherlsu á að auka hluta-
bréfaeign sína og á nú hlutabréf í
nokkrum landsþekktum fyrirtækjum.
„Sjóvá keypti hlut ríkisins í Eimskipa-
félagi íslands hf. árið 1985 og á nú um
10% hlutafjár og er þar með orðinn
stærsti einstaki hluthafinn í Eimsk-
ipafélaginu. Við eigum meirihluta
hlutafjár í Hagtryggingu h.f. og önn-
umst rekstur þess fyrirtækis. Einnig
er Sjóvá hluthafi í fyrirtæki á sviði
fjármögnunarleigu sem heitir Lýsing
h.f. Og nú fyrir nokkrum mánuðum
síðan ákvað stjóm félagsins að kaupa
ásamt öðrum hlut Reykjavíkurborgar
í Granda hf. Ástæðan fyrir því að við
höfum lagt í aukin hlutabréfakaup er
sú að við teljum slíka fjárfestingu
þjóna okkar hagsmunum þegar til
TEXTI: KATRÍN BALDURSDÓTTIR MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON
42