Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 44
lengri tíma er litið. Þetta er góð
ávöxtun fyrir félagið. “
— Þið hafið sem sagt blásið nýjum
anda í rekstur Sjóvá?
,Já, það má segja það. Ég vil þó
taka það fram að staða félagsins var
sterk þegar við tókum við rekstrin-
um. En við breyttum bæði skipulagi
og áherslum sem skilað hefur góðum
árangri. Sem dæmi má nefna að
markaðshlutdeild Sjóvá á vátrygging-
armarkaðinum var 18% á síðasta ári
en var í kringum 14% fyrir um 5 árum
síðan. Þessi aukning náðist fram
vegna þess að við fórum út á markað-
inn og reyndum að afla viðskipta.
Okkur varð ágengt vegna þess að við
lögðum ekki upp tómhentir. Við buð-
um upp á nýjar lausnir og nýja ímynd
félagsins og vorum á réttum tíma.“
SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA
Sjóvátryggingarfélag íslands hf.
var stofnað 20. október árið 1918 og
er elsta vátryggingahlutafélag lands-
ins. Að stofnuninni stóðu 24 þekktir
athafnamenn á íslandi og voru margir
þeirra hinir sömu og stóðu að stofnun
Eimskipafélagsins en það félag var
stofnað árið 1914. Stofnun Sjóvá var
sprottin af sama meiði og stofnun
Eimskipafélagsins; það var liður í
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Markmiðið var að færa verslun og
viðskipti inn í landið. Brunabótafélag
íslands hafði að vísu verið stofnað
þremur árum áður samkvæmt lögum
frá Alþingi en tók eingöngu að sér
brunatryggingar húseigna utan
Reykjavíkur.
Forystu um stofnun Sjóvá höfðu
þeir Sveinn Bjömsson, yfirdómslög-
maður og síðar forseti íslands og
Ludvig Kaaber, bankastjóri Lands-
banka íslands. Hinir sem tóku þátt í
stofnuninni voru þeir; Axel V. Tulin-
ius, yfirdómslögmaður, ræðismenn-
irnir Ásgeir Sigurðsson og Jes Zim-
sen, stórkaupmennimir Carl Olsen,
Carl Proppé, Garðar Gíslason, Geo
Copland, Hallgrímur Benediktsson,
Hallgrímur A. Tulinius, John Fenger
og Olgeir Friðgeirsson. Þá voru einn-
ig mættir Sighvatur Bjarnason,
bankastjóri, Jón Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri fiskveiðifélagsins Alli-
ance, Pétur Thorsteinsson fyrir
Hauk hf., Ólafur Thors og Richard
Thors fyrir Kveldúlf hf., Þórarinn
Böðvarsson fyrir Víði hf., útgerðar-
mennirnir Haraldur Böðvarsson,
Loftur Loftsson og Th. Thorsteins-
son, Halldór Kr. Þorsteinsson skip-
stjóri og Hallgrímur Kristinsson, for-
stjóri, fyrir sína hönd og Sambands
íslenskra samvinnufélaga.
Fyrsti formaður félagsstjórnar var
Ludvig Kaaber, bankastjóri og aðrir í
stjóm voru, Sveinn Bjömsson, Jes
Zimsen, Hallgrímur Kristinsson og
Halldór Kr. Þorsteinsson, en hann
hefur til þessa setið lengst allra í
stjórn félagsins eða í 45 ár og þar af 25
ár sem stjómarformaður. Þegar Hall-
dór lét af formennsku árið 1964 tók
við af honum Sveinn Benediktsson,
framkvæmdastjóri, en Sveinn var
fyrst kjörinn í stjórn félagsins árið
1952 og gegndi því starfi þar til hann
lést árið 1979. Þess má geta að Einar
Sveinsson, núverandi framkvæmda-
stjóri Sjóvá, er sonur Sveins og Helgu
Ingimundardóttur, eftirlifandi eigin-
konu hans. Eftir lát Sveins tók við
starfi hans Ágúst Fjeldsted hæsta-
réttarlögmaður og var hann stjómar-
formaður þar til núverandi stjórnar-
formaður, Benedikt Sveinsson
hæstaréttarlögmaður, tók við árið
1979.
í stjóm Sjóvá eru nú þeir, Benedikt
Sveinsson, Ágúst Fjeldsted, Teitur
Finnbogason, fulltrúi, Kristinn
Björnsson, framkvæmdarstjóri og
Kristján Loftsson, forstjóri. Áður en
Einar Sveinsson tók við starfi fram-
kvæmdastjóra höfðu fimm menn
gegnt þeirri stöðu hjá félaginu; Axel
V. Tulinius, yfirdómslögmaður, sem
var fyrsti framkvæmdastjórinn,
Brynjólfur Stefánsson, magister,
Stefán G. Björnsson, sem áður var
starfsmaður Sjóvá, Axel Kaaber og
Sigurður Jónsson sem áður hafði
verið forstjóri Síldarverksmiðja ríkis-
ins.
Á fyrstu starfsámm sínum hafði fé-
lagið aðsetur í húsi Nathan & Olsen,
þar sem nú er Reykjavíkur Apótek.
Síðar fluttist starfsemin í hús Eimsk-
ipafélagsins en árið 1957 komst félag-
ið í eigið húsnæði og þá að Ingólfs-
stræti 5. Árið 1974 flutti félagið með
alla starfsemi sína á einn stað í núver-
andi húsnæði að Suðurlandsbraut 4.
Nú er verið að reisa Sjóvá-hús í
Kringlunni við hliðina á Húsi verslun-
arinnar. Einar sagði að gert væri ráð
fyrir að starfsemin flyttist öll í nýja
húsið í lok næsta árs. Sjóvá-húsið er í
kringum 4000 femetrar að stærð en
samkvæmt áætlunum mun Sjóvátr-
yggingarfélagið nýta um 2.800 fer-
metra undir eigin rekstur.
í fyrstu annaðist Sjóvátryggingar-
félagið eingöngu sjótryggingar, bæði
skipa- og farmtryggingar, eins og
nafnið gefur til kynna. En smátt og
smátt færði félagið út kvíamar og
varð snemma alhliða vátryggingarfé-
lag. í dag býður félagið upp á allar
tegundir vátrygginga. „Félagið fékk
strax við stofnun mjög góðar undir-
tektir meðal þjóðarinnar. íslendingar
voru þá að berjast fyrir sjálfstæði sínu
og í gömlum auglýsingum félagsins
var mikil áhersla lögð á að þetta væri
alíslenskt félag.“
METTAÐUR MARKAÐUR
— Hefur aukin samkeppni á vá-
tryggingamarkaðnum ekki reynst fé-
laginu erfið?
„Sjóvá hefur ætíð búið við sam-
keppni. Hún var til staðar í upphafi
þar sem erlendir umboðsmenn sátu
að markaðinum þegar félagið var
stofnað. En eftir því sem Sjóvá óx
fiskur um hrygg týndu þessir um-
boðsmenn smá saman tölunni. Auð-
vitað hafa komið upp erfiðleikatíma-
bil. Kreppan á millistríðsámnum kom
mjög illa við félagið eins og annan at-
vinnurekstur í landinu og á árunum
eftir stríð urðu mörg og stór bruna-
tjón sem urðu félaginu erfið. Á þeim
tíma brunnu mörg sjávarútvegsfyrir-
tæki eins og hraðfrystihús og neta-
gerðir. Og á áttunda áratugnum olli
þátttaka í erlendum endurtryggingum
okkur þungum búsifjum en undir
styrkri stjórn forvera míns, Sigurður
Jónssonar, reif félagið sig upp úr þeim
erfiðleikum.
Um þessar mundir er samkeppnin
innanlands mjög virk og mikil. Það er
ljóst að tryggingamarkaðurinn sem
slíkur vex ekki mikið úr þessu. Hann
er mettaður ef svo má að orði komast
og ef vöxtur verður hjá einu félaginu
þá leiðir það til samdráttar hjá öðru.
Nú er boðið fram fjölbreytt val trygg-
44