Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 47

Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 47
RAÐGJOF RÁÐGJAFINN HEFUR FÆRST NÆR FYRIRTÆKINU — RÆTT VIÐ GUNNAR MAACK OG REYNI KRISTINSSON HJÁ HAGVANGI Hagvangur hf. hóf starfsemi sína árið 1971 og er eitt elsta fyrirtækið á sviði rekstrarráð- gjafar hér á landi. Ljóst má vera að á þessum sautján árum hefur safnast þar saman veruleg þekk- ing varðandi stjórnun og rekstur íslenskra fyrirtækja. Frjáls verslun leitaði til Gunnars Maa- ck, framkvæmdastjóra og Reyn- is Kristinssonar, stjórnarfor- manns og bað þá að lýsa því hvernig vandi íslensks atvinnu- lífs kæmi þeim fyrir sjónir og hvaða lausnir rekstrarráðgjöfin hefði fram að færa. NÁNARISAMVINNA — Að hvaða leyti hefur hlutverk rekstr- arráðgjafans breyst frá því þessi starfsemi hófst fyrst hér á landi? „Það sem einkenndi rekstrarráðgjöfina á fyrstu árum hennar var hversu víðtæk hún var en um leið aðeins á fárra manna höndum. Rekstrarráðgjafar voru fáir og þurftu að takast á við mörg og ólík verk- efni. Þeir voru „sérfræðingar á öllum svið- um“, ef svo má að orði komast," segir Gunnar Maack. „Ráðgjafafyrirtækjum fjölgaði síðan um miðjan síðasta áratug, þau urðu sérhæfðari og ráðgjöfin fjöl- breyttari en áður var. Reyndar hefur starfsemi þessara fyrirtækja breyst á síð- ustu árum og hluti af verkefnum þeirra er kominn til annarra aðila sem ekki fengust við þau áður, t.d. banka og ýmsra stofn- ana. Hvað varðar eðli starfsins er nú lögð meiri áhersla á að vinna með fyrirtækjun- um íþeirra eigin starfsumhverfi. Hér áður Reynir Kristinsson og Gunnar Maack hjá Hagvangi. TEXTI: KARL BIRGISSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNASON 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.