Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 49
„Þess eru dæmi að fyrirtækin í heild nýti aðeins um eða innan við 25% af
þeim tíma sem til ráðstöfunar gæti verið.“
skyndiskoðunum af þessu tagi má fylgjast
með stöðu fyrirtækisins og þróun mála án
þess að til komi mikil röskun eða umrót í
fyrirtækinu sjálfu.“
SAMSTARF VIÐ AÐRfl RÁÐGJAFA
Okkur er ljóst að við erum ekki sérf-
ræðingar á öllum sviðum og því höfum við
lagt áherslu á að nýta okkur sérhæfða
þekkingu annarra aðila í samráði við við-
skiptavini okkar. Þetta felst bæði í sam-
starfi við erlenda og innlenda ráðgjafa. Það
kemur fyrir að við leitum til starfsbræðra
okkar hérlendis sem hafa sérhæft sig á
tilteknum sviðum. Þetta hefði verið
óhugsandi fyrir áratugi eða svo og er
dæmi um jákvæða þróun í rekstrarráð-
gjöfinni. Það er jákvætt bæði fyrir fyrir-
tækin og ráðgjöfina í heild að nýtt sé sú
þekking sem til er, en ekki að hver sé í
sínu homi sífellt að finna upp hjólið.
Reyndar kæmi sér enn betur fyrir ís-
lenskt atvinnulíf ef hugað væri að þessum
þætti þegar opinberir aðilar og aðrir leita
sér ráðgjafar til erlendra aðila. I þeim til-
fellum ætti tvímælalaust að hafa íslenska
rekstrarráðgjafa í aðalhlutverkinu og láta
þá leita aðstoðar erlendra sérfræðinga við
slík verkefni. Með þvi móti kæmu nýir
straumar inn í ráðgjöfina hér og eftir yrði
þekking sem nýttist íslenskum fyrirtækj-
um. Því miður hefur þekkingin oft runnið
út úr landinu aftur þegar verki erlendu
ráðgjafanna er lokið. Þetta hefur að sumu
leyti veikt íslenska rekstrarráðgjöf og þar
með þá þjónustu sem íslenskum fyrirtækj-
um býðst.“
HÁLFUR VANDINN LEYSTUR
— Kunna stjómendur fyrirtækja að
notfæra sér þjónustu rekstrarráðgjafa?
„Stjórnendur nýta sér ráðgjöfina betur
nú en áður. Þeir taka meira tillit til tillagna
ráðgjafans, kannski ekki síst vegna þess
að samstarfið er oft nánara en áður var.
Þannig fá fyrirtækin enn meira út úr verk-
efnum sem ráðgjafarnir vinna fyrir þau.
Á undanfömum ámm hafa margir
stjómendur beint sjónum sínum meira að
stefnumörkun, skipulagi og stjómun.
Stefnumörkun er oft óljós, þ.e. hvað eig-
endur fyrirtækis ætla sér með það, sem
gjama tengist aftur markaðs- og sölumál-
um í því skyni að ákveða hvaða viðskipta-
mannahóp fyrirtækinu er ætlað að þjóna.
ímynd fyrirtækisins gagnvart almenningi
skiptir einnig sífellt meira máli og fyrirtæki
leggja mikið á sig til að halda uppi jákvæðri
ímynd og fylgjast með því hvernig hún
hugsanlega breytist. Til þess nota þau í
auknum mæli spumingavagn Hagvangs."
ÓSTÖÐUGT UMHVERFI
— Hvemig birtist ykkur margumtalað-
ur vandi atvinnulífsins á síðustu misser-
um?
„Einn stærsti vandi íslenskra fyrirtækja
felst í því óstöðuga starfsumhverfi sem
þeim er búið,“ segir Gunnar. „Hér hefur
verið landlæg óðaverðbólga og allt efiia-
hagslífið einkennist af miklum sveiflum.
Það gefur augaleið að þegar t.d. vextir
tvöfaldast á rúmu ári getur ákvarðanataka
í atvinnurekstri ekki orðið markviss.
Áætlanir em því síður líklegar til að stand-
ast þegar forsendur þeirra breytast frá
einum degi til annars.
Það vantar trúnaðartraust á milli stjóm-
valda og atvinnulífsins. Þeir sem standa að
áætlanagerð verða að geta treyst orðum
stjómmálamanna og vitað hvaða umhverfi
og starfsaðstæður bíða þeirra. Stjórnvöld
hafa heldur ekki verið í stakk búin til að
taka þátt í að leysa vandann sem skapast
við sveiflur eins og þær sem nú ganga yfir.
Þvert á móti hefur verið aukið á hann með
hallarekstri á ríkissjóði og erlendum lán-
tökum.
Stjórnendur hafa oft orðið að taka tillit
til annarra sjónarmiða en beinna rekstrar-
sjónarmiða í sambandi við stjómun og ákv-
arðanatöku í fyrirtækjum. Fyrirgreiðslur
banka og annarra lánastofnana hafa oft
byggst á óraunhæfu mati, sem aftur hefur
leitt til óhagkvæmra fjárfestinga og lélegr-
ar nýtingar á fjámiagni. Afkastagetan er í
mörgum tilvikum í litlu samræmi við þarfir
markaðarins og þarf ekki annað en benda á
sjávarútveg og landbúnað því til staðfest-
ingar. Þess eru dæmi að fyrirtækin í heild
nýti aðeins um eða innan við 25% af þeim
tíma sem til ráðstöfunar gæti verið.
Fyrirtæki sem hafa flárfest óskynsam-
lega lenda oft í rekstrarerfiðleikum, sem
reynt er að leysa með enn frekari lánafyr-
irgreiðslum. Þetta leiðir til þess að hlutfall
Iánsfjár verður of hátt í rekstrinum og fjár-
magnskostnaður magnast og fyrirtækin
komast að lokum í greiðsluþrot. Kunn-
ingjaþjóðfélagið gerir það að verkum að
fyrirtækjum, sem í raun em gjaldþrota, er
haldið gangandi með lánsfé, í stað þess að
horfst sé í augu við vandann og gripið til
viðeigandi ráðstafana."
— Átt þú við að fyrirtæki séu tekin til
gjaldþrotaskipta fyrr?
„Það er vitanlega eðlilegt að stjórnend-
49