Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 55

Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 55
Oft skemma innbrotsþjófar meira en þeir ná að hafa með sér. „Það er auðvitað nauðsynlegt að koma fyrir öflugu þjófavamarkerfi. En þjófavarnarkerfi kemur að engum notum nema að það sé í gangi. Það er alveg furðulegt hversu oft vill gleym- ast að kveikja á kerfmu. Og við slíkar aðstæður hafa þjófar góðan tíma til að athafna sig. Öflugt þjófavarnarkerfi dugir þó ekki að öllu leyti, jafnvel þótt kveikt sé á því. Til þess að hindra hugsanleg- ar skemmdir og skaða vegna tilrauna til innbrota er nauðsynlegt að ganga vel frá öllum bakgluggum og bakdyr- um. Járngrindur eru yfirleitt besta vörnin. Góð lýsing er einnig mikil- vægt atriði — mikið ljós styggir þjófa. Sýningargluggar geta verið mjög freistandi sérstaklega þegar um mikil verðmæti er að ræða í gluggunum. Það er í raun ótækt að skilja verð- mæti eftir í sýningargluggum yfir nótt en sé það gert er algjört skilyrði að járngrindur skýli gluggunum eða að þeir séu með óbijótandi eða vír- bundnu gleri. Hér á landi er sjaldgæft að sjá vel varða sýningarglugga og þess vegna er næsta auðvelt að brjóta þá og stela verðmætum. Sumum finnst járngrindur ljótar og vilja ekki nota þær en það má benda á að nú fást fagurlega hannaðar járngrindur með ýmiskonar mynstrum. Og athygli skal vakin á því að í septembermánuði ein- um saman barst lögreglunni 61 til- kynning um rúðubort og oftar en ekki var um fleira en eitt rúðubrot að ræða á hverjum stað. Til þess að komast hjá því að útidyr séu spenntar upp er hægt að láta læsa saman hurð og dyrakarmi. Einnig er þýðingarmikið að læsing á hurðum sé þannig að opna verði með lykli báðu- megin frá. Ef ekki er um slíka hurð að ræða í fyrirtækjum er hægt að setja ÖRYGGISGÆSLA ER OKKAR FAG | mi ORYQGISVERÐIR Staðbundin gæsla eða farandgæsla til lengri eða skemmri tíma Peningaflutningar og önnur sérverkefni. ÖRYGGISKERFI Qera aðvart um innbrot, eld, flæðandi vatn, vélabilanir, afbrigðilegt hitastig o.fl. ÖRYGGISWIÐSTÖÐ Tekur við boðum frá aðvörunarkerfum um hvað sem er hvaðan sem er af landinu, hvenær sem er sólarhringsins og gerir strax viðeigandi ráðstafanir. ORYGGISÞJONUSTA Ódýr, vönduð og viðurkennd af tryggingarfélögum og dómsmálaráðuneytinu. VARI ÖRYGGISÞJÓNUSTA S: 91-29399 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.