Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 56
ÖRYGGISMÁL
aukalás á hurðina. Ef
þjófur kemst inn í fyrir-
tæki þrátt fyrir hindr-
anir er mikilvægt að
málum sé þannig hátt-
að innandyra að hann
komist illmögulega yfir
verðmæti. Til dæmis
er hægt að setja lása
og þjófavöm á skápa
sem innihalda verð-
mæti og geyma sem
minnst af fjármunum
inni í fyrirtækjunum.
Misindismenn eru ansi
fundvísir á peninga og
hafa uppgötvað alls-
konar geymslustaði eins og frystikist-
ur og ísskápa svo dæmi séu nefnd. Ef
búðarkassar eru til staðar í verslun-
um á að skilja þá eftir opna. Lokaðir
búðarkassar eru freistandi fyrir þjófa.
Peningakassar eru einnig lokkandi og
þess vegna er nauðsynlegt að þeir
séu óhreyfanlegir og kirfilega lokað-
ir,“ sagði Ómar Smári.
— Það hefur komið fram að fyrir-
tæki á íslandi eru mörg hver alltof
opin og óvarin? Eru eigendur fyrir-
tækja á íslandi svona kærulausir?
„Það virðist vera. Hins vegar má
segja að áhuginn á þjófavömum sé
miklu meiri en raun þer vitni. Margir
eigendur fyrirtækja kynna sér þjófa-
vamir en telja þær alltof dýrar og
hætta við slíkar hug-
leiðingar. Trygginga-
félög á íslandi taka
engan þátt í að örva
fyrirtæki til öflugra
þjófavarna vegna þess
að iðgjöldin eru ekkert
lægri hjá þeim fyrir-
tækjum sem vanda til
vamanna. Að mínu
mati er þetta mikill galli
í tryggingakerfínu á ís-
landi. Tryggingafélög-
in ættu skilyrðislaust
að umbuna þeim fyrir-
tækjum sem hafa öfl-
ugar þjófavamir í formi
lægri iðgjalda. Slíkt fyrirkomulag
tíðkast víða erlendis og erlend trygg-
ingafélög bjóða einnig upp á öfluga
ráðgjöf á sviði þjófavarna. Ég vona að
tryggingafélögin hér á landi átti sig
sem allra fyrst og örvi eigendur fyrir-
tækja til að hindra innbort og þjófn-
aði,“ sagði Ómar að lokum.
ORYGGIÞITT,
— OKKAR FAG!
ÖRYGGISMIÐSTÖÐIN SÉRHÆFIR
SIG í ÖRYGGISKERFUM,
Fyrir fyrirtæki og heimili, sem eru tengd við
stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.
Erum með Scantronic þjófavarnarkerfi á
sérstöku kynningarverði.
Gerið verðsamanburð.
Leitið tilboða.
Q) ÖRYGGISMIÐSTÖÐIN
—■/ / Hamraborg 1 — 200 Kópavogur, sími 641332
56