Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 63

Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 63
lágmarki en það hefur verið rúm 3% á undanfömum árum. Ástæðurnar eru fjölmargar, en þessar helstar: Sænskt stjómmálakerfi er mjög stöðugt (t.d. hafa aðeins sjö einstaklingar gegnt embætti forsætisráðherra s.l. 50 ár). Pólitískur stöðugleiki er forsenda stefnumörkunar í tækni-, efnahags- og fé- lagsmálum. Stjómkerfið er samsett af smáum, sjálfstæðum, skilvirkum embætt- um og ráðuneytum sem markvisst vinna að undirbúningi lagasetningar, jafnframt því sem óháðar stofnanir framkvæmda- valdsins sjá um framkvæmd mála. Styrk staða sósíal-demókrata, öflugt velferðar- kerfi og öflugt samstarf ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins hefur skapað að- stæður sem auka hreyfanleika á vinnu- markaði með öflugu endurmenntunarkerfi og félagslegum framlögum sem auðvelda fólki flutninga milli starfa og milli lands- hluta. Hreyfanleiki fjármagns er jafnframt aukinn með aðstoð ríkisvalds á sviði áhættufjárfestinga. Hátt menntunarstig þjóðarinnar og framlag til rannsóknar- og þróunarstarfsemi miðað við þjóðartekjur auðvelda fyrirtækjunum aðlögun að nýjum markaðsaðstæðum. í grófum dráttum má segja að efnahags- og tæknistefna Svía á þessum áratug hafi annars vegar falist í gengislækkun í byrjun áratugarins og niðurskurði á styrkjum til hnignandi eða ósamkeppnishæffa atvinnu- greina eins og t.d. til skipaiðnaðarins og hins vegar samstíga aðgerðum til eflingar skilvirkari og markvissari rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Gengisfellingin styrkti samkeppnis- stöðu sænskra fyrirtækja andspænis er- lendum keppinautum. En það sem athygl- isverðast er frá sjónarhomi „strúktúra- lisma“ er að hluti gróðans sem fyrirtækjunum áskotnaðist með gengis- fellingunni var frystur í sérstökum sjóðum til eflingar rannsókna- og þróunarstarf- semi (5-8 þúsund milljónir skr. eða um 10% hagnaðaraukans). Efnahagsstefnan og mikill fjöldi áætlana og aðgerða til efl- ingar tækninýjunga og hátækni í iðnaði á síðasta og þessum áratug hefur skilað ár- angri eins og sést af því að hlutur útflutn- ings sem hlutfall af landsframleiðslu hefur aukist úr 24% 1970 í 34% 1983 og eins og sjá má af jákvæðum tækniviðskiptajöfnuði Svía (þ.e. tekjur af framleiðsluleyfum er- lendis). Vísinda- og tæknistefna Svía hefur með tímanum orðið markvissari og samhæfð- ari. Tæknistefnan er í dag orðin að sjálf- stæðu stefnumörkunarsviði við hlið iðnað- VINNUDEILUR TAFLA3 Vinnudeilur í iðnaði (verkfallsdagar á ári á hverja 1000 launþega) og aðild að launþegasamtökum Verkfallsdagar Fjöldi félagsbundinna launþega í % 1965-74 1974-83 1965-74 Ástralía 913 55 Belgía 334 497*** 70 Kanada 1644 37 Danmörk 511 263 65 V-Þýskaland 50 38 39 Bretland 743 863 50 Japan 243 116* 35 Holland 65 22 39-40 Noregur 60 63 Svíþjóð 46 396** 82-83 Sviss 1 37 Bandaríkin 1305 1079* 28-29 * 1974-81 ** 1975-81 (hægri stjórn frá 1976-1982) ** 1974-80 arstefnunnar sem hún óx út úr. í stuttu máli hefur þróunin tekið þessa stefnu: a) Markviss stefna þeirra á sviði rann- sóknar- og þróunarstarfsemi er tiltölulega ung að árum. Það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem umræða um virka iðnaðarstefnu leit dagsins ljós og krystall- aðist í stofnun sérstaks iðnaðarráðuneytis 1967 og sérstaks fjárfestingabanka í eigu ríkisins. Ári seinna var þróunarfyrirtæki í VELMENNI TAFLA4 Vélmennavæðingin á Vesturlöndum Fjölhæf framleiðslukerfi (FMS) 1986 (þ.e. samstæður samsettar af a.m.k. fjórum tækja- eða vélmennatengdum kerfum) Bandaríkin Bretland Belgía Frakkland ftalía Japan Svíþjóð V-Þýskaland 66 36 4 22 17 102 10 50 VELMENNIIIÐNAÐI 1984 Vélmenni per 10000 starfandi í iðnaði Austurríki 1 Bandaríkin 7 Belgía 11 Bretland 5 Danmörk 3 Finnland 4 Frakkland 7 Holland 3 Ítalía 9 Japan 40 Kanada 4 Noregur 9 Spánn 2 Sviss 3 Svíþjóð 31 V-Þýskaland 10 Brasilía 0.1 Indland 0.03 Singapúr 5 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.