Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 66

Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 66
IÐNAÐUR HAFNAR- FJÖRÐUR MESTUR IÐNAÐAR- BÆJAÁ ÍSLANDI I hugum margra er Hafnarfjörður fulltrúi þeirra sveitarfélaga í landinu sem byggja tilverugrundvöll sinn á út- gerð og fiskvinnslu. Svo samtvinnuð er hafnfirsk saga þróun sjávarútvegs allt aftur á síðustu öld. Hins vegar kemst sá sem um Fjörðinn fer fljót- lega að því að breyttir tímar hafa runnið upp. Iðnaður er orðinn megin- atvinnuvegur bæjarbúa og þar hafa á síðustu árum risið iðnaðarhverfi þar sem hvers konar þjónusta er í boði. Gífurlegur vöxtur hefur verið í þess- um þætti atvinnustarfseminnar í Hafnarfirði og má ugglaust rekja upp- haf þeirrar þróunar til þess tíma er íslenska álfélagið stakk sér niður í túnfæti Gaflara og skapaði möguleika fyrir margvíslegan þjónustuiðnað. Eins og áður sagði hefur fiskvinnsla og útgerð lengst af verið lifibrauð Hafnfirðinga. Frá því um síðustu alda- mót og fram undir lok áttunda áratug- arins lifðu flestir þar í bæ á sjávarfangi og segja má að þessar greinar séu undirstaða annarrar starfsemi í Hafn- arfirði. Nú er svo komið að innan við 10% Hafnfirðinga starfa við útgerð og fiskverkun þrátt fyrir stöðugt vaxandi afla, enda sífellt beitt aukinni tækni í TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: KRISTJÁN E. EINARSSON 66 greininni. Framtíðarspár benda til að enn fækki í þessum geira hafnfirsks atvinnulífs og æ fleiri snúi sér að verslun, þjónustu og iðnaði. Það er f samræmi við það sem annars staðar mun gerast. GAMALLIÐNAÐARBÆR Hægt er að rekja sögu iðnaðar í Hafnarfirði býsna langt aftur enda þótt ekki hafi farið verulega fyrir slíkri starfsemi fyrr en líða tók á öldina. Fyrsti vísir að iðnaði í Hafnarfirði var stofnun gosdrykkjagerðarinnar Kaldá

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.