Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 67

Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 67
árið 1898. Á þeim 90 árum sem liðin eru hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hafnarfjörður er í dag mestur ís- lenskra iðnaðarbæja og 37.2% bæjar- búa starfa við fiskvinnslu, iðnað og byggingarstarfsemi. Er það 19% ofar landsmeðaltali og langstærsti þáttur atvinnustarfseminnar í bæjarfélaginu. Um er að ræða fjölbreyttan iðnað, t.d. byggingariðnað, matvælaiðnað og málmiðnað þar sem Álverið í Straumsvík skipar stóran sess. Auk þess er aragrúi smáiðnaðarfyrirtækja í bænum og hefur þeim fjölgað mjög á síðustu árum. Langflest iðnfyrirtæki í Firðinum hafa komið til á síðustu 15-20 árum. Hins vegar eru nokkur sem hafa starfað mjög lengi og elsta starfandi iðnfyrirtækið er Dvergur hf. sem rekur trésmíðaverkstæði og verslun með byggingarvörur. Raftækja- verksmiðja Hafnarfjarðar hf., Rafha, var stofnuð árið 1936 og Lýsi og mjöl hf. árið 1945. Þremur árum síðar var Húsgagnaverslun Hafnarfjarðar sett á laggirnar. Þessi fyrirtæki eru dæmi um slík sem hófu rekstur fyrir miðja öldina. ÁLVERIÐ SKIPTISKÖPUM Eins og annars staðar á landinu ríkti kreppa í hafnfirsku atvinnulífi 1965-67. Síðla árs 1966 hófust hins vegar framkvæmdir við byggingu ál- verksmiðju í Straumsvík og þar með stigu íslendingar fyrstu skrefm í átt til stóriðju. Fjölmargir hafnfirskir iðnað- armenn og verkamenn fengu atvinnu við þessa miklu framkvæmd og var 1. áfangi Álversins tekinn í notkun sum- arið 1969. Rekstur álverksmiðjunnar skipti sköpum fyrir atvinnuh'f í Hafnarfirði 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.