Frjáls verslun - 01.08.1988, Síða 74
TÆKNI
fjárhæðin fer yfir ákveðin og viður-
kennd mörk leitar tölvan sjálf eftir
heimild fyrir viðskiptunum. Tölvan
kemst einnig strax að því hvort við-
komandi kort er vákort, það er að
segja hvort um stolið, glatað eða upp-
sagt kort sé að ræða. Svona beinlínu-
tengsl auka mjög á öryggi í viðskipt-
um og gerir þau fljótvirkari og þjálli.
Ef allt er í lagi með kortið og viðskipt-
in mega fara fram, fær viðskiptavin-
urinn strimil úr þessari litlu tölvu eða
búðarskanna og ritar nafnið sitt á
hann. Greiðlsukortanótur verða þar
með úr sögunni."
LÆKKAR KOSTNAÐ
— Er ekki dýrt fyrir verslanir að
setja upp svona tæki?
„Hið nýja tölvukerfi mun lækka
verulega allan kostnað við kortavið-
skiptin. Hingað til hefur sá búnaður
sem til þarf verið mjög dýr en mark-
viss þróunarvinna Visa International
hefur skilað árangri þannig að nú
kostar hann aðeins fjórðung á við það
sem hann kostaði áður. Hvert tæki
hefur kostað um 100 þúsund íslenskar
krónur en mun á næstunni kosta í
kringum 25 þúsund krónur. Ennþá er
óvíst hvort verslanirnar kaupi sjálfar
þennan búnað eða leigi hann af okk-
ur.“
— Hvenær er rágert að sjálfvirka
Visa-tölvukerfið komist í gagnið?
„Við stefnum að því að búnaðurinn
verði kominn í gagnið eftir um það bil
6 mánuði og að þá verði búið að bein-
tengja allmargar verslanir við móður-
tölvu Visa.“
Einar sagði að virkni þessa nýja
kerfis væri svipuð og virkni hrað-
bankaþjónustu, þar sem um bein
tengsl við móðurtölvu væri að ræða í
báðum tilvikum og greiðslur kæmu
samstundis inn á skrá móðurtölvu.
„Þegar greiðslurnar koma inn um leið
og þær eru færðar verður öryggið í
viðskiptunum mun meira. Hættan á
mistökum verður nánast engin.“
— En hvað gerist ef kerfið bilar?
„Þetta er fyrirferðlítill og öruggur
búnaður og ekki mikil hætta á að hann
bili. En auðvitað verður að fylgjast
VEISLXJ-
ELDHÓS
SKUTAHRAUM 17ð
220 HAFNARFIRÐI
SÍMI 53706
Gæöa-mat sf. útbýr mat fyrir hvers
konar tækifæri, allt frá gómsætum
snittum upp í Ijúffengan og glæsilegan
veislumat.
Hitabakkar fyrir fyrirtæki,
sendingarþjónusta.
Smurt brauð og snittur, brauötertur,
heitur veislumatur og köld borö.
Tökum einnig aö okkur aö sjá um
veislur, bæði stórar og smáar.
Öll framleiösla í háum gæðaflokki í
umsjá færustu matreiðslumanna.
Fljót og góð þjónusta á afar hagstæöu
veröi.
Kristinn
Jóhannesson
heimasími — 53618
mjög vel með þessum búnaði og fara
yfir hann reglulega. Ef allt þrýtur er
alltaf hægt að grípa til gömlu aðferð-
arinnar."
DEBITKORT?
— Verður gjalddaga korthafa Visa
breytt þegar allar greiðslur eru farnar
að berast beint og samstundis inn á
móðurtölvu? Er hugsanlegt að við-
skiptavinir verði rukkaðir oftar en
einu sinni í mánuði?
„Nei, greiðslufyrirkomulagi Visa
verður ekki breytt. Nú þegar berast
okkur allar erlendar peningaúttektir
beint og í gegnum gervihnattasam-
band en þrátt fyrir það eru þær aðeins
borgaðar í upphafi hvers mánaðar.
Hins vegar er vel hugsanlegt að
þessi nýja tækni muni ná til fleiri við-
skiptahátta en greiðslukorta. Tækn-
ina og tækin er til dæmis hægt að nýta
við tékkafærslur á þann hátt að ávís-
anir og tékkhefti verða óþörf. Allt
sem þarf er bankakort sem búðar-
skanninn mun lesa á svipan hátt og
kortin. Og framgangsmátinn yrði
mjög líkur að því undanskildu að við-
skiptavinurinn greiðir strax fyrir vör-
una ef hann notar bankakortið. Það er
til skoðunar að bankakerfið hagnýti
sér þetta kerfi. Hugmyndir eru jafn-
vel uppi um að í stað bankakorta fái
fólk Visa-debitkort sem þýðir, and-
stætt Visa-kreditkort, að varan er
greidd beint. Ég vil taka fram að ekk-
ert hefur verið ákveðið í þessu efni en
möguleikamir eru margir og sam-
vinna við bankana hugsanleg.
í dag eru gefnar út um 2.2 milljónir
ávísana í hverjum mánuði sem er
mjög kostnaðarsamt kerfi. Notkun
nýju tækninnar gæti dregið úr þess-
um kostnaði auk þess sem draga
mundi úr ávísanamisferli.
Ef Visa-debitkort yrðu tekinn upp á
þann hátt sem fyrr greinir væri hægt
að greiða beint og án seðla út um allan
heim en ekki einungis á íslandi. Þann-
ig væri hægt að tryggja sig fyrir óhag-
stæðum gengisbreytingum sem
óneitanlega geta haft sitt að segja ef
Visa-kreditkort eru notuð og upp-
hæðin þannig borguð eftir á.“
KORTIN HAGKVÆM
— Nú hafa stjómvöld rætt um að
setja einhvers konar hömlur á korta-
74