Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 75

Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 75
Kortinu er rennt í gegnum litla tækið neðst á myndinni og upplýsingar slegnar inn. Tölva verslunarinnar er síðan í beinu símasambandi við Visa. viðskipti. Munu hugsanlegar hömlur ekki draga úr notkun kortanna? „Nei, varla. Þessar umræður hafa iðulega verið byggðar á misskilningi og það er ekkert sem bendir til þess að draga muni úr kortanotkun. Korta- viðskipti eru ekki aðeins hagstæð fyrir einstaklinga og sölu- og þjón- ustuaðila heldur einnig þjóðhagslega hagkvæm. Það kostar til dæmis tölu- verðar fjárhæðir að prenta seðla sem nú eru hins vegar á miklu undanhaldi. í fyrra kostaði seðlaprentun og myntslátta þjóðina um 35 milljónir en hefði kostað hana 200 milljónir ef ekki hefði komið til minnkandi notkun seðla og myntar. Þarna er um að ræða sparnað upp á annað hundrað milljónir króna. Hins vegar er ekkert eðlilegra en að sett verði rammalöggjöf um greiðslukortaviðskipti, sérstaklega misnotkun þeirra. I dag er engin slík löggjöf til og orðið greiðslukort finnst ekki í lagasafninu. Kortaviðskipti hafa hingað til fallið undir almenn lög um viðskipti.“ — í ár eru fimm ár síðan Visa ís- Iand var stofnað og fyrir stuttu veittu þið 100 þúsundasta Visa-korthafanum viðurkenningu -100 þúsund korthafar á fimm árum. Er þetta ekki ótrúlega mikill vöxtur á stuttum tíma? , Jú, þetta er vissulega óvenjulegur og sérstæður vöxtur. íslendingar hafa tekið kortunum fagnandi. Það sem er sérstakt hér á landi er hversu mikið menn nota kortið sitt. Við erum að meðaltali með 10 færslur á hvert kort á mánuði en annars staðar í heiminum eru að meðaltali um 3 færslur á mánuði á hvert kort. Ástæðan fyrir þessu er tvíþætt: í fyrsta lagi hafa útlendingar fleiri en eitt kort. íslendingar eiga venjulega aðeins eina tegund af korti. í öðru lagi finnst fólki á Islandi þetta þægilegur viðskiptamáti sem veitir því svigrúm til innkaupa og ferðalaga. Erlendis notar fólk kortin ekki eins almennt og aðeins í ákveðnum tilgangi. Við hefðum ekki trúað því þegar við gáfum út 50 þúsundasta kortið að kortin ættu eftir að verða helmingi fleiri á tiltölulega stuttum tíma. Mað- ur hélt að markaðurinn væri að verða mettaður, en það var öðru nær og ennþá er hugsanlegt að kortunum fiölgi.“ 99% í SKILUM — Er kortamisnotkun almenn á ís- landi? „Sem betur fer er hún frekar lítil hér á landi. Meirihluti allra úttekta er greiddur innan mánaðar frá eindaga. Ef litið er á notkunina á síðasta ári má segja að 99% af kortaviðskiptunum séu í skilum, en 1% í vanskilum. Þetta eina prósent er hins vegar allt of stór upphæð. Ef við hins vegar skoðum vanskil á mánaðargrundvelli má segja að af 80 þúsund virkum viðskiptavin- um séu um 4 þúsund sem ekki greiði skuldir sínar. Þetta eru um 5% kort- hafa í hverjum mánuði. En flestir greiða að lokum.“ — Hvað með fram- tíðina — eru einhverjar frekari tækni- nýjungar í uppsiglingu? ,Já, við búumst við að innan tíðar verði komið hér á hinu svokallaða „Multi Currency" kerfi sem á ís- lensku gæti útlagst fjölmyntakerfi. í því fellst að erlendri mynt, til dæmis pundum eða mörkum, er breytt beint í íslenskar krónur en ekki fyrst í doll- ara og síðan í íslenskar krónur eins og nú er gert. Þetta kerfi mundi verja menn fyrir gengissveiflum sem verða á dollaranum. Áhættan í viðskiptun- um myndi minnka sem er auðvitað af hinu góða,“ sagði Einar að lokum. 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.