Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Síða 79

Frjáls verslun - 01.08.1988, Síða 79
 Árangur af námskeiðum er mikið undir því kominn að stjómendur séu að fást við verkefni sem tengjast daglegum störfum þeirra. þá með sér verkefnið og vinnur að því samhliða öðrum störfum meðan hann er á vinnustað. Þetta gerir líka það að verkum að reynsla hér og nú og mat á fyrri reynslu skiptast á. Sem dæmi um námskeið af þessu tagi má nefna hið norska „Solstrand- programmet" sem er eitt hið viða- mesta sinnar tegundar þar í landi. Það samanstendur af þrem námskeiðum sem taka yfír u.þ.b. níu mánaða tíma- bil. Sjálf námskeiðin vara samtals átta vikur. Á þessi námskeið komast færri en vilja þrátt fyrir að fyrirtæki verði að greiða mikið fé til að þjálfa stjóm- endur sfna með þessum hætti. í löndum sem em lengra á veg komin hvað varðar stjórnun er vana- legt að stjórnendur séu í stöðugri þjálfun. Skilin milli námskeiða og vinnu eru ekki eins skörp. LOKAORÐ Ekkert starf er eins mikilvægt fyrir samfélag okkar og starf stjórnandans. Það er á valdi hans hvort stofnanir samfélagsins og fyrirtæki þjóna sam- félaginu vel eða sóa fjármunum og hæfni. Það er því tímabært að snúa sér að kerfisbundinni menntun og þjálfun á sviði stjórnunar. Ein aðferð til að þróa og þroska hæfni stjórnenda leggur áherslu á ábyrgð þeirra gagnvart því að leita eftir og túlka boð frá umhverfinu og taka ákvarðanir um breytingar í sam- ræmi við þessi boð. Litið er á hina hugrænu eiginleika og þá einkum ályktunarhæfni stjórnandans sem sérstaklega áhugaverða í þessu sam- bandi. Ályktanir manna em oft ónákvæm- ar eða beinlínis rangar. Þess vegna er mikilvægt að þroska hugsanamynstur og hugsanaferla stjómenda. Hægt er að framkvæma þetta með kennsluaðferðum sem beinast annars vegar að reynslu stjómanda og hins vegar þróun hugsanamynstra. Þetta er framkvæmt með tilliti til vinnuað- stæðna hvers og eins, með hópvinnu undir leiðsögn og með verkefnavinnu sem nýtur faglegrar aðstoðar. Að auki eru teknar til meðferðar hug- myndir og túlkun hópmeðlima á um- hverfmu. Lögð er sérstök áhersla á náið samband milli vinnu og náms. Stjómun er starf sem hefur gmnd- vaUarþýðingu fyrir vöxt fyrirtækja og hæfni þeirra til að lifa af á samkeppn- istímum. Þess vegna er nauðsynlegt að leggja meiri vinnu í að komast að því hvað stjómun felur í sér og þróa aðferðir til að þjálfa þá eiginleika sem koma stjómendum að gagni í starfi. Það er hins vegar lítil ástæða til að ætla að námskeið falli sjálfkrafa að þörfum stjómenda. Þess vegna er það á ábyrgð stjómenda sjálfra að gera sér grein fyrir óskum sínum og bera þær síðan saman við það sem námskeiðin hafa upp á að bjóða. Of algengt er að menn fari á stjórnunar- námskeið af því að það er aðgengi- legt, án þess jafnvel að hafa kynnt sér innihald námskeiðsins. Það verður að happa- og glappa-aðferðin sem ræður því hvort námskeiðið kemur að gagni eða hvort aðeins er verið að eyða tíma og fjármunum til einskis. 25050 S£TlDIBiLHSTÖÐin Hf. BfLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.