Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Qupperneq 80

Frjáls verslun - 01.08.1988, Qupperneq 80
TOLVUR VELGENGNIAPPLE Á ÍSLANDI — MEIRI MARKAÐSHLUTDEILD HÉR EN Á HINUM NORÐURLÖNDUM Ámi G. Jónsson yfirmaður tölvudeildar Radiobúðarinnar. Vegna samdráttar í atvinnu- lífinu hefur nokkuð hægt á sölu einkatölva. Þetta hefur valdið nokkru umróti hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í sölu á einka- tölvum og vörum tengdum þeim. En þrátt fyrir samdrátt og krepputal hefur sala á tölvum frá Apple aukist verulega að undanfömu. í viðtali við Fijálsa verslun sagði Ámi G. Jónsson, yftrmaður tölvudeildar Radio- búðarinnar, að líklega væri fjórða hver einkatölva sem seldist í landinu frá Apple. Sagði Ámi að eftirspum eftir Apple-tölv- um og þá sérstaklega Macintosh-tölvunni ykist ár frá ári enda hafa þessar tölvur nokkra sérstöðu gagnvart öðrum einka- tölvum á markaðnum. Mikil áhersla er lögð á aðlaðandi vinnuumhverfi fyrir not- andann auk þess sem mjög auðvelt er fyrir notandann að læra að nota tölvuna. Tölvudeild Radiobúðarinnar var stofn- uð árið 1979 um svipað leyti og Apple hóf útflutning á tölvum. Umsvif tölvudeildar- innar vom ekki mikil fyrstu árin. En 1983 verða þáttaskil með tilkomu Apple Ile. Þessi tölva varð strax vinsæl hér á landi bæði sem tölva til almennrar vinnslu sem og bókhaldsvinnu. Vélin hafði yfir að ráða mjög góðri grafík á mælikvarða þess tíma auk viðunandi vinnsluhraða. Önnur vél frá Apple kom á markaðinn 1983. Hún hét Apple-Lisa og var mjög fullkomin á sínum tíma. Hún var fyrst véla með myndræna framsetningu á kerfishugbúnaðinn sem snéri að notandanum og henni var stjómað með mús. Þessi vél þótti nokkuð dýr og seldist ekki sem skyldi. Segja má að þessi vél hafi verið undanfari Macintosh-tölv- unnar sem sett var á markaðinn 1984. Macintosh-tölvan seldist betur. Hún kost- aði ekki eins mikið og Lisa en hún hafði sömu myndrænu framsetningu og sama notendavingjamleika og Lisa. Macintosh var sett á markaðinn í Ameríku á mjög dramtískan hátt og er dæmi um markaðs- setningu sem tókst frábærlega, enda var- an góð. Á fyrstu 79 dögunum seldust 100,000 tölvur í Bandaríkjunum. Helsti gallinn á fyrstu Macintosh-tölv- unni var sá að innra minni tölvunnar var ekki nægilega stórt. Ur því var bætt árið eftir og síðan hefur vélin verið í sífelldri þróun. Apple hefur ætíð lagt mikla áherslu á samvinnu við hugbúnaðarframleiðendur. Stærsti framleiðandi á hugbúnaði fyrir Apple tölvur er Microsoft. Microsoft er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki í heimi og samdi m.a. DOS-stýrikerfið fyrir IBM á sínum tíma. í dag framleiða flestöll stærri hugbúnaðarfyrirtæki heimsins hug- búnað fyrir Macintosh og sífellt bætast ný fyrirtæki í hópinn. Sem dæmi um slíkt er ameríska hugbúnaðarfyrirtækið INFOR- MIX sem er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í hugbúnaði fyrir tölvur sem keyra UNIX stýrikerfið. INFORMIX er í þann veginn að setja á markaðinn mjög öflugan töflureikni, fyrir Macintosh tölv- ur, sem nefnist WINGZ. En það er ekki aðeins á fslandi sem velgengni Apple er mikil. í Wall Street Joumal þann 20.10.1988 er þess getið að salan hjá Apple hafi aukist um 53% frá því árið áður en fjárhagsár Apple endar 30 september ár hvert. Hagnaður jókst enn- fremur á milli ára um 84% og er 400 mill- jónir USD fyrir síðasta fjárhagsár. Eitt af meginverkefnum Apple á þessu ári hefur verið að gera samskipti milli Macintosh tölva og annarra tölva mögu- leg, og er svo komið að nú er hægt að tengja Apple tölvumar við alla viður- kennda staðla. Þær em til dæmis með möguleika á tengingu við SNA net frá IBM TEXTI: ÞORSTEINN G. GUNNARSSON MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.