Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 82

Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 82
BREF FRA UTGEFANDA SKOLLA- LEIKURINN ENNÍ UPPÁHALDI Um það leyti sem þessar línur eru ritaðar er fjárlagafrum- varp nýrrar ríkisstjórnar um það bil að líta dagsins ljós. Það verður að teljast hið fróðlegasta plagg og víst er að það varðar flesta eða alla landsmenn, bæði einstaklinga, fjöl- skyldur og fyrirtæki. Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar og þá einkum og sér í lagi fjármálaráðherrann hafa verið óspa- rir á yfirlýsingar að undanförnu og boðað einkum tvennt. Annars vegar aukna skattheimtu og hins vegar sparnað og aðhald í ríkisrekstrinum. Boðskapurinn er alls ekki nýr af nálinni. Nýjar ríkisstjórnir hafa jafnan haft fyrirheit um aðhald í ríkisrekstri en hins vegar hafa þær sjaldnast haft svo hátt um skattaálögur. Þær hafa komið meira þegjandi og hljóðalaust og eins og af sjálfu sér og þá oftast til þess að standa undir enn meiri eyðslu og þenslu ríkisbáknsins þvert ofan í gefnar yfirlýsingar og sett markmið. Það þarf enginn að búast við því að raunin verði nú önnur. Aðahaldssemin í ríkisrekstrinum felst ef til vill í því að hætt verður við ein- hverjar framkvæmdir eða þeim frestað en eyðslan sjálf verð- ur ekki stöðvuð. Þvert á móti er það eðli ríkisstjórnar eins og þeirrar sem nú hefur tekið við völdum að bæta á báknið. Fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum á undan þessari, Jón Baldvin Hannibalsson sýndi raunveru- lega tilburði til aðhalds meðan hann gegndi því embætti. Hann vakti athygli á því furðulega rekstrarformi sumra rík- isfyrirtækja að fara sínu fram í útgjöldum í trausti þess að síðan væri hægt að skríða undir pilsfaldinn hjá ríkis- maddömunni og sækja þangað peninga. Slíkt hefur verið viðtekin venja margra ríkisfyrirtækja og þau hafa komist átölulítið upp með það. Hætt er við að fá einkafyrirtæki myndu lifa lengi ef þau höguðu rekstri sínum þannig að reksturinn mætti kosta hvað sem væri og ef tekjurnar dygðu ekki til væri sóttir fjármunir til almennings og hann látinn borga brúsann. Með slíkri rekstrarstefnu yrði þeim tæplega langra lífdaga auðið. Ríkisfyrirtæki eins og t.d. Póstur- og sími, Ríkisútvarpið og Ríkisskip hafa komist upp með að safna endalausum skuldum og ef einhverjum dettur í hug að vekja athygli á slíku eða finna að því er svarið jafnan hið sama - það verði að útvega þeim meiri tekjur eða þau verði ella að skerða þjónustu sína. Innra aðhald eða sparnaður í rekstri virðast nokkuð sem engum dettur í hug að beita eða þá það að kanna alvarlega hvort ríkisrekstur slíkra fyrir- tækja er ekki hrein tímaskekkja. Mönnum verður nú tíðrætt um efnahagsvanda íslendinga. Sumir ganga svo langt að tala um kreppu og yfir höfuð má segja að allir séu fullir bölmóði. Vitanlega er vandinn ærinn og þótt verðfall eða stöðvun verðhækkana á útflutnings- afurðum okkar hafi vitanlega mikið að segja má ekki líta fram hjá þeirri megin staðreynd að ríkisstjórnir og verka- lýðsforystan hafa tekið höndum saman um að heimabaka köku sem reynist síðan erfitt að kyngja. Undirrót vandans er vitanlega verðbólgan og óstöðugleikinn í efnahagsmálum. Kaupmáttaraukning undanfarinna ára hefur verið byggð á fölskum forsendum og mikið má vera ef ekki upphefst all- sherjar Hrunadans á því dansgólfi þegar verðstöðvuninni lýkur. Þeir verkalýðsforingjar sem viðurkenna staðreyndir hrapa fljótt niður vinsældalistann og er jafnvel ýtt til hliðar. Sá þykir mestur sem hrópar hæst. Vera kann að þær þreng- ingar sem íslensk atvinnufyrirtæki ganga nú í gegnum með tilheyrandi samdætti eða jafnvel stöðvun rekstrar verði til þess að hugað verði að staðreyndum. í ljósi fyrri reynslu verður þó slíkt að teljast ólíklegt og aðgerðir þær sem kveð- ið er á um í stjórnarsáttmálanum um sjóðakerfi og milli- færslu er ekkert annað en óhreinn plástur sem settur er yfir sár. Þau munu ekki gróa undir slíkum plástri - líklegra er að ígerð komist í þau. Millifærslan er hins vegar ákjósanleg leið til þess pólitískrar íhlutunar og miðstýringar. Með henni geta stjórnmálamenn nánast ákveðið hverjir lifa og hverjir deyja og þeir sem settir verða á eiga síðan að kvitta fyrir með því að framlengja pólitískt líf og valdaaðstöðu ákveðinna manna. Þannig mun skollaleikurinn hakla áfram en það er hins vegar eðli slíks leiks að fyrr eða síðar rekur skollinn sig harkalega á og það venjulega áður en hann er búinn að „klukka“ þá sem hann ætlaði að koma höndum yfir.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.