Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Qupperneq 5

Frjáls verslun - 01.01.1989, Qupperneq 5
RITSTJORNARGREIN FRJALS VERSLUN 50 ÁRA I janúarmánuði árið 1939 hóf tímaritið Frjáls verslun göngu sína fyrir forgöngu manna sem sinntu útgáfunni sem áhugastarfi. 50 ára afmælisins er minnst í þessu blaði með fróðlegri upprifjun þar sem rakin er útgáfa og ferill Frjálsrar verslunar. Birt eru viðtöl við fjóra fyrr- verandi ritstjóra blaðsins og getið er um helstu fyrirtæki sem voru starfandi í Reykjavík árið 1939 þegar útgáfa Frjálsrar verslunar hófst. Blaðið á sér nú að baki hálfrar aldar feril sem út af fyrir sig er ákveðið afrek. A síðasta hausti voru gerðar þær breytingar á útgáfunni að tvö önnur tímarit, Iðnaðarblaðið og Viðskipta & tölvublaðið, sameinuðust Frjálsri verslun. Við það hefur út- breiðslan aukist og þar með forsendur til að vanda efni og ytri umgjörð blaðsins. Eftir sameininguna er Frjáls verslun öflugri fjölmiðill en nokkru sinni fyrr. Ætlun okkar sem að útgáfu blaðsins stöndum er að efla blaðið enn frekar með því að nýta þann byr sem við finnum með Frjálsri verslun. Haldið verð- ur áfram á þeirri braut sem þegar er mörkuð og lögð á það megináhersla að Frjáls verslun rísi und- ir nafni sem vandaður og öflugur fjölmiðill. Afmælisins verður minnst frekar síðar á þessu ári. SKATTAARIÐ MIKLA Einn af þingmönnum stjórnarandstöðunnar lét þau orð falla á Alþingi í byrjun janúar að árið 1989 yrði „skattaárið mikla.“ Það þarf varla að koma á óvart að svona sé tekið til orða þegar fyrir liggur að nýjar skattaálögur vegna yfirstandandi árs nema samtals 7,2 millj- örðum króna. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri gefst upp við það verkefni að skera niður ríkisútgjöld og draga úr þennslu hins opinbera. Eyðslustefnan heldur velli, tekjuöflunin verður afgangsstærð og skatt- heimta eykst stöðugt til að ná endum saman. Menn muna ekki stærri stökk í skattheimtu en þau sem voru tekin nú um áramótin. Ríkisstjórnin ætlar að ná til breiðu bakanna, en staðreyndin er sú að hin þunga skattheimta leggst á allan þorra fólks og verður því afar óréttlát. Það stendur held- ur ekki á viðbrögðunum því almenningur er fljótur að átta sig á því þegar skattpíningin fer út í öfgar. A endanum svarar fólk fyrir sig í kosningum en nú þegar eru viðbrögðin komin fram í skoðana- könnunum sem sýna að fylgið hrynur af ríkis- stjórninni. Ætla má að hin ófyrirleitna skatta- stefna stjórnarinnar valdi þar miklu. Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Frjálst framtak hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300, Auglýsingasúni 31661 — RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 1.975 kr. (329 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 399 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.