Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Síða 17

Frjáls verslun - 01.01.1989, Síða 17
Mjög neikvæð umræða á opinberum vettvangi, þ.e. í flölmiðlum, hefur verið viðvarandi gagnvart Sambandinu um all- langt skeið. Vegna eðlis og uppbyggingar Sambandsins og Samvinnulireyfingarinn- ar eru upplýsingar tiltölulega aðgengilegar og mun aðgengilegri en t.d. hjá flestum einkafyrirtækjum. Þegar miklir erfiðleikar eru í rekstri, eins og verið hefur hjá okkur undanfarið, verður fréttaflutningur óvenju neikvæður og hann mótar óhjákvæmilega almenningsálitið. Þá hafa fjölmiðlar fjallað mjög mikið um meintar deilur milli forsvarsmanna Sam- bandsins innbyrðis. Ég er ekki í nokkrum Guðjón B. Ólafsson. vafa um að þetta hefur haft neikvæð áhrif á álit Sambandsins út á við. Ekki hjálpaði yfirlýsing fjármálaráðherra um að Sam- bandið ætti hugsanlega ekki nema 10-14 mánuði eftir ólifaða, en hún kom skömmu áður en könnunin var gerð. Mér sýnist af þeim takmörkuðu upp- lýsingum sem ég hef fengið um þessa könnun, að álit manna fari nær alfarið eftir því hvort mikil umfjöllun sé um viðkom- andi fyrirtæki í fjölmiðlum og þá hvers eðlis hún er. Öflugir íjölmiðlar hafa flutt mjög neikvæðar fréttir af Sambandinu, ef ekki lagt það í einelti. Þá má geta þess að margir líta á kaupfélögin og önnur sam- vinnufyrirtæki sem hluta af Sambandinu, þannig að umræða og viðhorf til þeirra getur bitnað á því, auk þess sem fólk fær rangar hugmyndir um raunverulega stærð Sambandsins. 1 íslensku þjóðfélagi þykir ekki gott að vera stór. Eftir því sem mér skilst voru svarendur í þessari könnun ófúsari til að greina frá neikvæðum viðhorfum sínum til fyrir- tækja. Það rýrir gildi niðurstöðu könnun- arinnar nokkuð, en vafalítið mun túlkun fjölmiðla á þessari könnun þó ekki verða Sambandinu til vegsauka. Styður þannig hvað annað í þessum efnum." Gunnar Óskarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags íslands hf.: VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIN í SÓKN „Samkvæmt niðurstöðum þessarar skoðanakönnunar virðist straumurinn liggja til verðbréfafyrirtækjanna. Þau höfðu um 6-7% heildarmarkaðarins í lok síðasta árs þótt hlutdeild þeirra í aukningu innlána væri mun meiri, en 23% svara því til í þessari könnun að þeir myndu velja verðbréfafyrirtækin ef þeir ættu eina mill- jón króna til að ávaxta. Enda verða menn að viðurkenna að hér er um að ræða sparnaðarform sem er við- urkennt um allan heim. Neikvæð viðhorf Gunnar Óskarsson. vissra stjómmálaafla breyta þar engu um og stöðva ekki eðlilega framvindu. Það sýnir sig að fólk hefur vaxandi trú á þessu formi spamaðar hjá viðurkenndum verð- bréfafyrirtækjum. “ C0CA-C0LA 0GIBM BEST ÞEKKT Til fróöleiks látum við hér fylgja En álit fólks í þessum efnum er með þýdda umfjöllun úr erlendu afar misjafnt og fer talsvert eftir biaði sem leiðir í ljós niðurstöður heimshlutum. nýlegrar skoðanakönnunar sem í Bandaríkjunum röðuðu neyt- sýnir að það er næstum sama hvar endur vörumerkjunum þannig: drepið er niður fæti í heiminum, því Coca-Cola, CambeU’s, Pepsi, flestir jarðarbúar þekkja vöruheitin AT&T, McDonaids, American Coca-Cola og IBM. Express, Kellogg’s, IBM, Levi’s, Markmið könnunarinnar var að fá Sears, Disney, Hershey's, NBC og svör við þeirri spurningu hvaða Master Card. vörumerki almenningur þekkir best Hjá neytendum í Evrópu var út- og treystir best. Fyrirtækið Landor koman þessi: Associates sá um framkvæmd Mercedes Benz, Philips (ra- könnunarinnar en í henni var leitað feindabúnaður), Volkswagen, álits 3000 almennra neytenda í níu Rolls-Royce, Porsche, Coca-Cola, löndum. Ferrari, BMW, Michelin, Volvo og Best þekktu vörumerkin að Adidas. Coca-Cola og IBM frátöldum voru í Hjá japönskum neytendum var þessari röð: Sony, Porsche, röðinþessi: McDonald’s, Disney, Honda, Takashiyma (stærsta keðja stór- Toyota, Seiko, BMW, Volkswag- markaða þar í landi), Coca-Cola, en, Mercedes, Pepsi, Kleenex, National (rafeindabúnaöur), Sony, Nestlé og Rolex. Matsushita, Toyota, Nippon Telep- Þeir sem að könnuninni stóðu eru hone og Telegraph, Japan Airlines. þess fullvissir að áðurtöld vörum- Af Öðrum best þekktu vörum- erki séu þau best þekktu um heim- erkjum og fyrirtækjum heimsins eru inn og að fólk treysti og hafi álit á 17 bandarísk , 14 evrópsk og 9 jap- vörum með þessurn merkjum. önsk. 17

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.