Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 18
OPINBER REKSTUR
KERFIÐ
UNDIR
SMÁSJÁ
• FRJÁLS VERSLUN
KANNAR STARFSEMI
RÍKISENDURSKOÐUNAR
Fáar ríkisstofnanir hafa
vakið jafnmikla athygli und-
anfarið og Ríkisendurskoð-
un. Vart líður svo vika að
ekki beri á góma í fjölmiðlum
mái sem stofnunin hefur haft
afskipti af með einum eða
öðrum hætti. Þetta á einkum
rætur að rekja til breytinga á
stöðu Ríkisendurskoðunar
innan ríkiskerfisins — atriða
sem mörgum þóttu lítið ann-
að en formbreytingar, en hafa
reynst afdrifaríkar.
Hér á eftir verður skyggnst inn
fyrir veggi Ríkisendurskoðunar,
skipulag hennar og starfshættir kann-
að og reynt að leggja mat á þær breyt-
ingar sem orðið hafa frá setningu
nýrra laga um stofnunina. Einnig er
litið á nokkur þeirra fjölmörgu mála
sem endurskoðendur ríkisins hafa
fengist við á undanfömum mánuðum,
sum sem heyrst hefur af áður og önn-
ur sem ekki hafa verið rædd opinber-
lega fyrr.
Frumvarp til laga um breytingu á
stöðu Ríkisendurskoðunar mun fyrst
hafa komið fram árið 1976. Það var
þingmaður Austurlands, Halldór As-
grímsson, sem átti frumkvæði að því
að kynna þingheimi hugmyndir um að
gera stofnunina óháða framkvæmda-
valdinu og færa hana undir löggjafar-
samkomuna. Á þessum tíma var Rík-
isendurskoðun stjórnardeild í stjóm-
TEXTI: KARL BIRGISSON MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON O.FL.
18
arráðinu og laut forræði og fyrirmæl-
um fjármálaráðherra. Frumvarp Hall-
dórs dagaði uppi á þingi.
Árið 1983 skipaði Steingrímur Her-
mannsson, þáverandi forsætisráð-
herra, nefnd til að kanna hvernig
mætti gera stjómkerfið virkara og
bæta stjórnarhætti. Nefndina skip-
uðu Eiríkur Tómasson hrl., Bjami