Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.01.1989, Blaðsíða 20
OPINBER REKSTUR fram endurskoðun á því hvernig fram- kvæmdavaldið, sem annast fram- kvæmd fjárlaga, hefur nýtt fjárlaga- heimildir Alþingis, svo og hvort farið hafi verið út fyrir þær. Líklegt þykir að slík endurskoðun skili bestum ár- angri þegar sá sem framkvæmir hana er óháður þeim sem endurskoðunin beinist að. Stjómarskráin gerir reyndar ráð fyrir því að ríkisstjóm standi Alþingi reikningsskil á framkvæmd fjárlag- anna með framlagningu ríkisreikn- ings, sem Alþingi endurskoðar og samþykkir. Til þessa verks hefur Al- þingi valið þrjá yfirskoðunarmenn. Með auknum umsvifum ríkisins verð- ur umfang verksins hins vegar meira en svo að þrír menn fái við það ráðið. Ríkisendurskoðun er því einnig ætlað að vera yfirskoðunarmönnum til að- stoðar við störf þeirra. Að auki skal hún vera þingnefndum til aðstoðar við störf er varða fjárhagsmálefni ríkisins LITASTÁL ER LISTASTÁL Plasthúðaðar stálklæðningar á þök og veggi frá Inter Profiles eru til í 17 litum. - Prófílhæð 20 mm og 35 mm - Allir fylgihlutir - Skrúfur frá SFS - Þéttilistar frá DAFA - Verkfæri frá BOCH - Fáanleg bogalaga - Fáanleg með ALUZINK húð - Ókeypis kostnaðaráætlanir VERÐIÐ ER HAGSTÆTT GÆÐI XJR STALI og er litið á það sem þátt í að auka möguleika þingsins til eftirlits með framkvæmda valdinu. HLUTVERK RÍKISENDURSKOÐUNAR Ríkisendurskoðun er ætlað að ann- ast afar víðtæka endurskoðun á reikningum ríkisins. Hún skoðar reikninga stofnana, sjóða og annarra aðila þar sem kostnaður eða reikn- ingslegt tap er greitt af almannafé. Ennfremur reikninga fyrirtækja og stofnana sem rekin eru á ábyrgð ríkis- sjóðs eða ríkissjóður á að hálfu leyti eða meira, þar með talin hlutafélög og ríkisbankar. Þá getur stofiiunin rannsakað reikningsskil sveitarfélaga sem varða sameiginlega starfsemi þeirra og rík- isins, svo og þeirra stofnana og félaga sem ríkið á hlut í. Hún getur krafist reikningsskila af þeim sem fá fé eða ábyrgðir frá ríkinu og kallað eftir greinargerðum um ráðstöfun styrkja og annarra framlaga. Ríkisendurskoðun er ætlað að fylgjast með framkvæmd fjárlaga jafn- óðum og gera Alþingi grein fyrir fram- vindu hennar. Þetta er nýmæli að því leyti að yfirleitt hefur slík skoðun farið fram eftir á, en nú þurfa þingmenn ekki lengur að leita til fjármálaráðu- neytisins, vilji þeir leita upplýsinga um stöðu ríkissjóðs og framkvæmd fjárlaga. Loks er í verkahring Ríkisendur- skoðunar að gangast fyrir svonefndri stjómsýsluendurskoðun hjá ríkisfyr- irtækjum. í því felst að kanna með- ferð og nýtingu á mannafla og fé, innra skipulag og verkaskiptingu og það hvemig viðkomandi stofnun skil- ar hlutverki sínu. Ríkisendurskoðun vekur athygli stjómvalda á því sem henni þykir hafa farið úrskeiðis og gerir tillögur um úrbætur. Af þessari upptalningu má sjá að Ríkisendurskoðun er ekkert óvið- komandi sem lýtur að meðferð opin- berra fjármuna. Til þessa verks hefur hún víðtækar heimildir samkvæmt lögum. Hún hefur aðgang að öllum gögnum sem máli skipta, fylgiskjöl- um, skýrslum, bókum og bréfum. Hún getur leitað úrskurðar fógeta ef ekki er veittur aðgangur að gögnum, svo sem hent hefur í svokölluðu læknamáli. SKIPULAG 0G STARFSFÓLK Hjá Ríkisendurskoðun starfa þijá- tíu og átta manns, þar af fjórir löggiltir endurskoðendur og fimmtán við- skiptafræðingar. Yfirmaður er ríkis- endurskoðandi, Halldór V. Sigurðs- son, og staðgengill hans, Sigurður Þórðarson, vararíkisendurskoðandi. Báðir eru þeir löggiltir endurskoð- endur og reyndir í stjórnsýslu. Hall- dór hefur gegnt starfi ríkisendur- skoðanda frá því 1969, en Sigurður var til skamms tíma skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Stofnunin skiptist í sex deildir: endurskoðunarsvið I, II og III, sem skipta á milli sín verkefnum eftir ráðu- neytum, tekjusvið I og II, sem end- urskoða innheimtu tekna og loks deild sem sinnir öðrum verkefnum, svo og samstarfi og þjónustu við Alþingi. Yfirmaður endurskoðunarsviða og deildarstjóri hins fyrsttalda er skrif- stofustjórinn Sveinn Arason, löggilt- ur endurskoðandi og starfsmaður Ríkisendurskoðunar frá 1972. End- urskoðunarsvið I sér um eftirlit með fyrirtækjum sem heyra undir menntamálaráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti, fjármálaráðu- neyti, viðskiptaráðuneyti og þárlaga- og hagsýslustofnun. Að auki annast endurskoðunarsvið I ýmis verkefni sem lúta að Ríkisendurskoðun sjálfri, svo sem í fræðslu-og tölvumálum. Endurskoðunarsvið II annast end- urskoðun stofnana undir forræði iðn- aðar-, landbúnaðar-, sjávarútvegs-, samgöngu- og utanríkisráðuneyta. Deildarstjóri þess er Siguijón I. Haraldsson. Hann er viðskiptafræð- ingur að mennt, starfaði hjá Ríkisend- urskoðun jafnframt námi og réðst þangað að því loknu. Undir endurskoðunarsvið III heyra heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og Hagstofan. Deildarstjóri þar er Sigurður Her- mundarson, sem áður var deildar- stjóri hjá Tryggingastofnun. Tekjusvið I sér um eftirlit með toll- um og aðflutningsgjöldum til að tryggja samræmi í reglum og af- greiðsluháttum. Verksvið tekjusviðs I var reyndar víðtækara þar til á síð- asta ári að hluti verkefna þess fluttist til embættis ríkistollstjóra. Auk þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.