Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 21
HALLDÓR V. SIGURÐSSON
ríkisendurskoðandi. Hann er
löggiltur endurskoðandi og
hefur gengt starfi ríkisendur-
skoðanda frá árinu 1969.
SIGURÐUR HERMUNDAR-
SON var áður deildastjóri hjá
Tryggingastofnun. Hann er
deildarstjóri þess endur-
skoðunarsviðs sem fylgist
m.a. með heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu.
SIGURÐUR ÞÓRÐARSON
vararíkisendurskoðandi.
Hann er löggiltur endurskoð-
andi og var til skamms tíma
skrifstofustjóri í fjármálar-
áðuneytinu.
SVEINN ARASON er skrif-
stofustjóri stofnunarinnar.
Ilann er löggiltur endurskoð-
andi og hefur starfað hjá Rík-
isendurskoðun frá 1972.
Hann stýrir jafnframt einu af
endurskoðunarsviðunum.
JÓNAS HALLGRÍMSSON
starfaði áður hjá Tollstjóra-
embættinu í Reykjavík.
Hann stýrir þeirri deild sem
hefur eftirlit með tollum og
aðflutningsgjöldum.
jmJ
INGIK. MAGNÚSSON er við-
skiptafræðingur. Hann starf-
aði hjá Ríkisendurskoðun
með námi og eftir að hann
lauk því. Hann er deildar-
stjóri tekjusviðs sem hefur
eftirlit með innheimtumönn-
um ríkissjóðs.
SIGURJÓN I. HARALDS-
SON, viðskiptafræðingur er
deildarstjóri endurskoðunar-
sviðs sem fylgist m.a. með
stofnunum á vegum iðnaðar-,
landbúnaðar-, sjávarútvegs-,
samgöngu- og utanríkisráð-
uneyta.
SIGURÐUR R. SIGURJÓNS-
SON er viðskiptafræðingur.
Hann er deildarstjóri þeirrar
deildar sem hefur m.a. eftir-
lit með framkvæmd fjárlaga
og endurskoðun ríkisreikn-
ings.
annast þessi deild starfsmanna- og
skrifstofuhald fyrir stofnunina.
Tekjusviði I stýrir Jónas Hallgríms-
son, en hann starfaði áður sem deild-
arstjóri hjá tollstjóra.
Tekjusvið II annast eftirlit með inn-
heimtu annarra tekna ríkisins, bæði
beinna og óbeinna. Einkum er litið til
verka innheimtumanna ríkissjóðs
víða um land og fylgst með að inn-
heimtan samræmist gildandi lögum
og reglum. Deildarstjóri hér er Ingi
K. Magnússon, viðskiptafræðingur,
sem hefur starfað hjá Ríkisendur-
skoðun bæði á meðan hann var í námi
og síðan hann lauk því.
Sjötta deildin annast ýmis verkefni.
Þar má nefna m.a. eftirlit með fram-
kvæmd fjárlaga, endurskoðun ríkis-
reiknings, endurskoðun æðstu
stjórnar ríkisins og aðila utan A- og
B-hluta fjárlaga og stjómsýsluendur-
skoðun. Deildarstjóri er Sigurður R.
Sigurjónsson, viðskiptafræðingur.
Hann starfaði hjá Ríkisendurskoðun
meðfram námi, en síðar um tíma sem
ffamkvæmdastjóri Prentstofunnar
Guðjóns Ó. hf.
ALMENN ENDURSKOÐUN
Það er endurskoðun á rekstri ein-
stakra stofnana sem hefur verið
21