Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 26
OPINBER REKSTUR
KÖNNUN RÍKISENDURSKOÐUNAR Á SJÚKRAHÚSISUÐURLANDS:
DÆMIGERÐ RANNSOKN -
LÆRDÓMSRÍKAR NIÐURSTÖÐUR
Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi.
Þekktur er úr þjóðmálaum-
ræðu fjárhagsvandi heilbrigðis-
kerfisins og virðist eins og sá
þráláti sjúkdómur sé ólækn-
andi. Meðal annars af þessum
sökum hefur Ríkisendurskoðun
afráðið að kanna með skipulögð-
um hætti orsakir rekstrarhalla
og slæmrar afkomu hjá nokkr-
um sjúkrahúsum í landinu.
Einni slíkri skoðun er lokið. Hún beind-
ist að Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi og
verða niðurstöður hennar raktar hér á eft-
ir. Sjúkrahúsið á Selfossi er líklega hvorki
betur né verr rekið en önnur sjúkrahús á
landinu, en verður fyrir valinu hér vegna
þess að það var fyrst í röðinni hjá Ríkis-
endurskoðun. Þetta er nokkuð venju-
bundið dæmi um slíka endurskoðun og
veitir ágæta innsýn í störf Ríkisendur-
skoðunar, auk þess sem niðurstöðumar
eru lærdómsríkar.
NIÐURSTÖÐUR
Helstu niðurstöður Ríkisendurskoðun-
ar eru í stuttu máli þessar:
* Rekstrarhalli sjúkra-
hússins var tæpar 22 milljónir
króna á fyrstu níu mánuðum
ársins 1988. Launagreiðslur
námu 25.7 milljónum króna
umfram áætlun fjárlaga.
* Fjárlög heimila alls 87
stöðugildi við sjúkrahúsið. í
reynd em þau 95 og dreifast á
144 aðila. Stór hluti starfs-
fólks er ráðinn í hlutastarf, en
vinnur fulla vinnu og fær mis-
muninn greiddan sem yfirvinnulaun.
Fjarvistir em miklar.
* Stjórnun sjúkrahússins er nokkuð
ábótavant, einkum vegna togstreitu á milli
heilbrigðisstétta og þeirra sem um flár-
málin fjalla.
* Ríkið á 85% í sjúkrahúsinu, en sveit-
arfélög 15%. Þó á ríkið engan
fulltrúa í stjórn þess og getur
ekki með beinum hætti fylgst
með rekstrinum.
* Af 61 rúmi sjúkrahússins
er 51 notað fyrir öldrunar-
sjúklinga (langlegusjúklinga).
10 rúm eru því til ráðstöfunar í
öðrum tilgangi.
Þessi lesning h'tur kannske
ekki ókunnuglega út. Flest
eru þetta vandamál sem em
Duldar launa-
hækkanir hjúkrunar-
fræðinga voru 96%.
Mánaðarkaup fór úr
45 þús. kr. í 89 þús.
kr.
26