Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.01.1989, Qupperneq 27
vel þekkt í heilbrigðisrekstri og sum í öðr- um ríkisrekstri. En á bak við þessar al- mennu niðurstöður liggur raunveruleiki sem segir býsna merkilega sögu. REKSTRARHALLIOG FJÁRHAGSSTAÐA Rekstrartap á fyrstu níu mánuðum síð- asta árs var alls 21.708.000 kr. Til saman- burðar var rekstrartap á árinu 1987 tæpar 16 milljónir og 26.5 milljónir árið 1986. Þegar borinn er saman raunverulegur kostnaður og áætlun fjárlaga kemur í ljós að þennan halla má einkum rekja til mun meiri launakostnaðar en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Launagreiðslur voru orðnar 25.7 milljónum meiri í september en reiknað hafði verið með. Annar kostnaður var hins vegar um 8.6 milljónum lægri og sértekjur höfðu reynst tæpum 3 milljónum hærri en áætlað var. Sjúkrahúsið skuldaði rúmlega 15 millj- ónir í opinber gjöld eftir þetta tímabil. Þar var einkum um að ræða gamlar launa- skattsskuldir hjá sýslumanninum í Arnes- sýslu. Af þessum fimmtán milljónum eru rúmlega 7 milljónir ógreiddir dráttarvext- ir. í skýrslu Ríkisendurskoðunar er ekki gerð grein fyrir umfangi almennra við- skiptaskulda. Rekstrarhalla var á þessum tíma ekki mætt með aukafjárveitingum, svo reikna má með að skammtímaskuldir sjúkrahússins hafi verið umtalsverðar. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkis- reikning 1987 kemur fram að viðskiptavin- ir Lyfjaverslunar ríkisins skulduðu fyrir- tækinu um 175 milljónir ílok árs 1987. Þær upplýsingar benda til þess að útgjaldaþörf sjúkrahúsa sé “fjármögnuð" að verulegu leyti með skuldasöfnun. LAUN 0G STARFSMANNAHALD Fjárlög gera ráð fyrir 87 stöðugildum við Sjúkrahús Suðurlands. í reynd eru þau 95 og starfsmenn alls 144. Margt starfsfólk á sjúkrahúsinu er ráðið í hlutastarf, en vinnur fullt starf og fær mismuninn greiddan samkvæmt yfir- vinnutaxta. Af þeim 25.7 milljónum sem launagreiðslur fóru fram úr áætlun voru 9.1 milljón föst laun, en 16.6 milljónir álagsgreiðslur (yfirvinna, afleysingar o.fl.). Heildarlaunagreiðslur á tímabilinu voru 97.1 milljón króna. Ef allir starfsmenn væru í 100% starfi og stöðugildi 95 væru launagreiðslur 74.3 milljónir króna eða 22.8 milljónum lægri en raunin varð. Ef stöðugildi væru hins vegar 87, eins og fjárlög gera ráð fyrir, og allir starfsmenn í 100% starfi næmu launagreiðslur 68.8 milljónum króna — væru m.ö.o. rúmlega 28 milljónum lægri en raunveruleg laun. Libby'/ Stórgóða tómatsósan 27 AUK hf. 103.2/SlA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.