Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Síða 30

Frjáls verslun - 01.01.1989, Síða 30
OPINBER REKSTUR ALDRAÐIR LANGLEGUSJÚKLINGAR Sjúkrahús Suðurlands hefur til ráðstöf- unar 61 legurými. Þar af eru 26 í Ljósheim- um við Austurveg þar í bæ en 35 í sjálfri sjúkrahúsbyggingunni. í Ljósheimum dveljast að staðaldri 26 öldrunarsjúklingar í langlegu en í sjúkra- húsinu eru þeir u.þ.b. 25. Eftir eru því um 10 legurými til annarrar ráðstöfunar. Þar af er gert ráð fyrir 4-6 rúmum fyrir sæng- urkonur. Biðlisti er vegna langleguplássa og biðtími eftir aðgerðum er um hálfur mánuður. Þetta er óvenjuhátt hlutfall aldraðra langlegusjúklinga á almennu sjúkrahúsi. Burtséð frá þeim vanda sem lýsir sér í biðlistum og biðtíma er ljóst að nýting á þjónustu og sérhæfðri þekkingu, svo sem læknum og skurðstofu, verður ekki sem skyldi við þessar aðstæður. Ekki liggja á lausu skýringar á þessu háa hlutfalli öldrunarsjúklinga. Ein skýringin gæti þó tengst því sem nefnt var hér að framan um aðild sveitarfélaganna í stjóm sjúkrahúsins. A Selfossi er ekkert elli- heimili, en það er í verkahring sveitarfé- laga að annast byggingu og rekstur þeirra. Af þessu mætti draga þá ályktun að sveit- arfélagið sæi sér hag í því að láta sjúkra- húsið annast gamalt fólk á Selfossi að ein- hverju leyti í stað þess að leggja í kostnað við byggingu elliheimilis. Þetta þýðir á mannamáli að hluta sjúkrahússins er breytt í elliheimili og ríkið ber af því kostn- aðinn. Hér verður ekkert fullyrt um þetta atr- iði, heldur er það dregið fram hér sem ein hugsanleg skýring á óvenju háu hlutfalli aldraðra langlegusjúklinga á Sjúkrahúsi Suðurlands. Þetta er þróun sem glöggir menn hafa þóst greina, einkum í þeim sveitarfélögum þar sem er sjúkrahús, en ekki aðstaða af hálfu sveitarfélagsins til að sinna gömlu fólki sem þarfnast umönnun- ar. VERKLÝSING Ofangreind lýsing er samandregin úr skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í nóvember sl. Hún getur talist nokkuð dæmigerð fyrir verkefni starfsmanna þar. Að þessu verkefni unnu tveir menn, Jón L. Bjömsson og Agnar Ólafsson. Það tók þá 2-3 vikur að ljúka úttektinni frá því þeir fengu verkefnið í hendur. Hér á eftir fer gróf verklýsing, sem lýsir ágætlega vinnu- aðferðum og skipulagi í starfi Ríkisendur- skoðunar. Fyrsta skrefið er að setja verkinu markmið. í þessu tilfelli var það að athuga reksturinn til að skýra rekstrarhalla eða lélega afkomu fyrirtækisins með hliðsjón af Qárlögum. Forsenda þess að slíkt sé hægt er að reikningsleg endurskoðun hafi farið fram. Reyndar kom í ljós að þrátt fyrir einstaka vankanta á innra eftirliti reyndist bókhald og reikn- ingsskil Sjúkrahúss Suður- lands vera til fyrirmyndar. Næst var aflað vinnugagna frá Fjárlaga- og hagsýslust- ofnun um þær forsendur sem lagðar vom til grundvallar fjárlagaheimildum. Að því loknu er gerð vinnuáætlun, útbúin vinnugagnamappa og verkinu settur umfjöllunar- rammi. Að þessum undirbúningi loknum tóku þeir Jón og Agn- ar sér ferð á hendur austur á Selfoss til viðræðna við framkvæmdastjóra sjúkra- hússins. Þeir sammæltust um verkaskipt- ingu í slíkum viðtölum, þ.e. annar spurði spuminga á meðan hinn punktaði niður helstu efnisatriði sem fram komu. Fram- kvæmdastjórinn reyndist afar hjálplegur og á um að afla nauðsynlegra viðbótar- gagna, svo sem fundagerða stjómarinnar, bókhaldsútskriftar, skrár yfir starfsmenn, vinnuframlag þeirra, forföll, o.fl. Þá eru bankareikningssamræmingar athugaðar. Þessi gögn vom yfirfarin ásamt þeim upplýsingum sem fram komu í samtölum við framkvæmdastjórann. Það em ekki síst viðtölin og fundargerðarbækumar sem endurspegluðu vandamál í rekstrin- um og viðhorf stjómenda til þeirra. Því næst var ákveðinn framhaldsfundur með framkvæmdastjóranum og beðið um við- bótargögn þau sem þurfa þótti. Því næst var farin önnur ferð á Selfoss og þá farið í fylgd framkvæmdastjórans um sjúkrahús- ið og rætt við forstöðumenn deilda um ýmislegt er varðar vinnutilhögun. Rætt var við yfirlækni og að endingu við stjórn- arformann sjúkrahússins. Loks var unnið úr þeim gögnum sem safnað hafa verið og Jón og Agnar skiptu með sér viðfangsefnum. Hvor um sig skrifaði hluta væntanlegrar skýrslu, sem síðan var skeytt saman. Þessi drög voru lesin af viðkomandi deildarstjóra og ríkis- endurskoðanda sjálfum. Loks var fram- kvæmdastjóra sjúkrahússins sent eintak og honum gefinn kostur á að gera skrifleg- ar athugasemdir við innihaldið. Þær at- hugasemdir voru metnar og að lokum var gengið endanlega frá skýrslunni. Skýrslan var send stjóm og fram- kvæmdastjóra sjúkrahússins, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og fjármálaráðu- neytinu. Eðli málsins samkvæmt er skýrsla á borð við þessa fremur neikvæð, enda ætlað að draga fram skýringar á slæmri afkomu. Rfkisendurskoðun leggur ekki fram nákvæmar tillögur um úrbætur, en bendir á lausnir varðandi einfaldari framkvæmdaatriði. Að öðru leyti er það stjórnar sjúkrahússins og fjár- veitingavaldsins að ákveða aðgerðir í framhaldi af skýrsl- unni. Stjórnendur sjúkrahúss- ins hafa þegar tekið tillit til nokkurs af gagnrýninni, en óvíst er um framhald málsins að öðru leyti. Ríkisendur- skoðun mun væntanlega fylgja málinu eftir að einhverj- um t£ma liðnum og kanna hvort og hvemig breytingum á rekstrinum hefur verið hátt- að. Þrátt fyrir ein- staka vankanta á innra eftirliti reyndist bókhald Sjúkrahúss Suður- lands vera til fyrirmyndar. 30

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.