Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Síða 38

Frjáls verslun - 01.01.1989, Síða 38
AFMÆLI áðumefndra áhrifa hafi gætt varðandi fjölbreytt úrval fatalitar hjá Efnalaug Reykjavíkur eða eins og segir í aug- lýsingu: „Litum svart á mánudögum, dökkblátt á þriðjudögum, dökkbrúnt á miðvikudögum. Aðra liti seinnihluta vikunnar!" En stríðinu fylgdi ekki bara gósen- tíð kaupahéðna. Ritstjóri blaðsins hafði áhyggjur af viðskiptaháttum breska setuliðsins og segir: „Flest matvæli hafa þeir flutt með sér, meira að segja mjólk. Væri athugunarefni fyrir Mjólkursamsöluna að reyna að komast að samningum um að selja Bretum nokkuð af þeirri mjólk, sem nú fer í verðlitla osta.“ A öðrum stað segir: „Nokkra furðu vekur það að Bretar hafa enn ekkert greitt fyrir hús þau, sem þeir hafa heimtað til notkunar, og er þó fyrir löngu sett á laggirnar (t&Z' nefnd sem á að meta leiguna." HALLAR UNDAN FÆTI Árið 1942 fer að halla nokkuð undan fæti Sjóvátryggingafélag íslands auglýsti mjög í blaðinu fyrstu áratugina. fyrir tímaritinu Frjálsri verslun. Er- lent efni setti æ meiri svip á blaðið og frásagnir af innlendum verslunar- og vipskiptamálum lentu í undandrætti. Þessa gætti raunar strax á árinu 1941 og kann ýmislegt að valda því. Það Pera dagsins í dag DULUX EL 80% orkusparnaður dæmi: OSRAM Heildsölubirgðir SJÓHANN ÓLAFSSON &CO.HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588 sem þó skipti meira máli var að tvö tölublöð voru sameinuð í eitt þannig að aðeins komu út 6 hefti það ár. Blaðið heldur áfram að skrifa um erlenda kaupsýslumenn, viðskipti stríðsþjóðanna og allnokkuð um sögu og hagfræði. Þannig birtist fræðileg grein eftir Hayek í þrennu lagi og önn- ur eftir Sverri Kristjánsson sagn- fræðing um merkantílismann í tveim- ur tölublöðum ársins 1942. En ekki var einungis ritað um erlend málefni. Þannig birtir blaðið fróðlegan lista um þróun verslunar í Reykjavík á árunum 1912-1939. Þar kemur fram að fyrra árið voru 15 heildverslanir í bænum og 145 smáverslanir en síðara árið hafði heildverslunum fjölgað upp í 70 og smáverslunum upp í hvorki fleiri né færri en 543! SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN STUDDUR Eins og áður sagði reyndi Frjáls verslun framan af að forðast beina þátttöku í stjórnmálaumræðunni þótt blaðið færi ekki dult með andúð sína á haftastefnu Framsóknar á þessum ár- um. Sumarkosningarnar 1942 setja svip á blaðið og þar er í fyrsta sinn lýst yfir sérstökum stuðningi við stefnu- mið Sjálfstæðisflokksins í ómerktri grein undir fyrirsögninni: „Sameinað- ir stöndum vér.“ Þar er mikið rætt um réttlátari kjördæmaskipun, sem raunar var meginkosningamálið þetta sumar og í lokin birt með feitu letri 38

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.