Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 53
Frjáls verslun í Washington. Snar þáttur í útgáfustarfseminni fólst í því að veita nýjum straumum inn í umræðu um
viðskipta- og markaðsmál Islendinga. Hér eru Jóhann Briem og Markús Örn Antonsson með aðalritstjóra og
útgefanda U.S. News and World Report árið 1972.
þessu sviði, var eðlilegt að menn
gerðu sér grein fyrir mikilvægi versl-
unar og þjónustu og sjálfsagt að til
væri vettvangur fyrir þá umræðu
sem fram fór um þau mál. Fjölmiðlar
sinntu þessum málum lítið. Við vild-
um skapa atvinnulífinu jákvæðari
ímynd og hvöttum til umræðna á
þessu sviði.
Við brydduðum upp á ýmsu sem þá
var óþekkt, en átti sér auðvitað er-
lendar fyrirmyndir. Við byrjuðum t.d.
á að kynna forystumenn í atvinnulífmu
og Guðmundur Magnússon prófessor
tók saman lista yfir 100 stærstu fyrir-
tækin, en það hygg ég að hafi verið
vinsælasta efni blaðsins frá upphafi.
Guðmundur skrifaði auk þess margar
mjög athyglisverðar greinar á þess-
um tíma, sem stóðust fyllilega saman-
burð við það sem best var gert í sam-
bærilegum erlendum tímaritum.
Við gerðum okkur grein fyrir því að
útgáfan varð að byggja á tvennu. í
fyrsta lagi áskrifendum og í öðru lagi á
auglýsingum. Auglýsingar voru þá
ódýrar og gáfu ekki mikið í aðra hönd
og því urðum við að byggja á áskrift-
um. Þetta var þeim mun erfiðara í þá
tíð þegar haft er í huga að tímaritin
voru yfirleitt gefm út af áhugamönn-
um, en við vorum að byggja upp fyrir-
tæki og vildum setja fagmennsku í
öndvegi. Þetta tókst.“
Margir kunnir menn unnu við blað-
ið. Gætirðu nefnt einhverja þeirra?
„Það væri að æra óstöðugan að
ætla sér að telja upp alla þá sem komu
nærri útgáfunni á fyrstu árunum, en
þeir voru margir. Ólafur Thoroddsen
lögfræðingur var fyrsti útgáfustjór-
inn, Guðmundur Lárusson tannlækn-
ir fyrsti auglýsingastjórinn og Ólafur
Gústafsson lögfræðingur var meðal
fyrstu starfsmanna.
Margir fyrsta flokks blaðamenn
skrifuðu í tímaritið og höfðu mikinn
áhuga á því. í þessu sambandi get ég
nefnt nöfn Björns Vignis Sigurpáls-
sonar, sem nú sér um viðskiptamál í
Morgunblaðinu, Bjama Sigtryggs-
sonar, sem skrifar í Alþýðublaðið,
fréttastjóra Morgunblaðsins, þeirra
Freysteins Jóhannssonar og Magnús-
ar Finnssonar o.fl. Samstarfið við
þessa menn var mjög ánægjulegt.
Ég nefni sérstaklega Markús Öm
Antonsson núverandi útvarpsstjóra,
en hann tók við ritstjórn Frjálsrar
verslunar á sínum tíma og fórst það
vel úr hendi eins og annað sem hann
hefur tekið að sér. Markús Örn hafði
víðtæka reynslu í fréttamennsku og
var á allan hátt kjörinn til þess að
ritstýra blaðinu. Hann naut mikils
trausts í þjóðfélaginu, enda kom á
daginn að hann lyfti blaðinu verulega
þann tíma sem hann var ritstjóri.
Fyrir utan gott samstarf við marga
góða blaðamenn og aðra starfsmenn
fyrirtækisins vil ég geta um gott sam-
starf við þá sem tóku að sér prent-
verkið. Fyrst í stað var Frjáls verslun
unnin hjá Félagsprentsmiðjunni. Þar
var fyrir Konráð Bjarnason, sem
reyndist okkur mjög vel og átti stóran
þátt í því að blaðið varð að veruleika.
Síðan skiptum við við Guðmund
Benediktsson í Kópavoginum og allan
þann tíma sem ég var með þessa út-
gáfu átti ég gott samstarf við hann.“
Þú segir í bréfi frá útgefanda að
Frjáls verslun eigi ekki einungis að
vera blað kaupsýslumanna heldur
53