Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Síða 54

Frjáls verslun - 01.01.1989, Síða 54
allra sem láta sig efnahagsmál og þjóðarhag varða. Fannst þér það tak- ast? „Árangur blaðs eins og Frjálsrar verslunar verður ekki mældur í blað- síðufjölda. Árangurinn verður mæld- ur í þeim áhrifum sem það hafði. Ég held að allir sem til þekkja séu sam- mála um að Frjáls verslun hafi haft veruleg áhrif á umræður um verslun og viðskipti. Að þessu leyti náðum við markmiðinu sem við settum okkur.“ Síðar fékkst þú fleiri til liðs við þig og gerðist sjálfur forstjóri umsvifa- mikils útgáfufyrirtækis. Saknaðirðu ritstjórastólsins eftir það? „Stólar eru mér ekki fastir í hendi. Markmið mitt var ekki að halda í þennan stólinn eða hinn undir sjálfan mig. Takmarkið var að sjá Frjálsa verslun dafna og þróa útgáfustarf- semina eftir því sem markaðurinn bauð upp á hverju sinni. Eins og ég nefndi hér að ofan varð Markús Örn Antonsson ritstjóri á eftir mér og leysti verkefnið betur en ég gat þá gert. Lífið snerist ekki um stóla hjá Frjálsri verslun þegar ég var stjórn- andi fyrirtækisins. Við vorum öll að vinna að ákveðnu verkefni. Við áttum okkur markmið, sem við unnum að í sameiningu. Um það snerist öll starf- semin. Þegar ég lít til baka eru það ekki stólarnir sem skipta máli heldur þau góðu kynni sem ég átti við fjölmarga sem unnu við blöðin og síðast en ekki síst að hafa kynnst í gegnum útgáfuna þeim fjölmörgu forystumönnum í ís- lensku atvinnulífi sem ég gerði.“ Nú eru liðin rúm 20 ár frá því þú hófst afskipti af tímaritaútgáfu. Gæt- irðu lýst breytingunum sem hafa orð- ið á þessum tíma og borið saman tímarit eins og Frjálsa verslun við upphaf tímabilsins annars vegar og í dag hins vegar? „Það er stundum sagt að vika sé langur tími í pólitík. Á sama hátt eru 20 ár mjög langur tími í tímaritaútgáfu og á allra síðustu árum hefur orðið bylting á fjölmiðlamarkaði. Fyrst og fremst í ljósvakamiðlunum, en áhrif þeirrar breytingar eru smám saman að ganga yfir prentmiðlana. Bæði dagblöð, vikublöð og tímarit. Aukin sérhæfing í efnistökum dagblaðanna veitir tímaritunum mikla samkeppni. Ég bendi á í þessu sambandi að Morgunblaðið gefur út fylgiblað um verslun og viðskipti einu sinni í viku og sinnir með því sömu þörfum og Frjáls verslun. Þar fyrir utan hefur Stöð 2 tekið upp sérstaka umfjöllun um verslun og viðskipti. Enda þótt töluverður byrjendabragur sé á þeim þætti held ég að ljósvakamiðlarnir muni í næstu framtíð sérhæfa sig enn frekar á þessu sviði og veita tímarit- unum verulega samkeppni. Þá verður ekki horft fram hjá því að fjölmiðlar ijalla mun meira um atvinnulíf en þeir gerðu fyrir 20 árum og það hlýtur að kalla á það að menn séu vakandi í tímaritaútgáfunni og hún verður ekki metin nema í ljósi þessara breytinga. Samkeppnin er hörð og fer harðn- andi. Tímarit eins og Frjáls verslun verður að hafa frumkvæði. Blaðið verður að fara ótroðnar slóðir, sér- hæfa sig enn frekar en um leið verður blaðið að draga fram þá miklu fjöl- breytni, sem nú ríkir í íslensku at- vinnulífi og leitast við að skapa um- ræðu um þær fjölmörgu nýju atvinnu- greinar sem eru að ryðja sér braut í atvinnukTinu. Mikilvægi blaðsins felst í áhrifunum sem það hefur og ef það tekur ekki mið af þeim miklu breyt- ingum, sem orðið hafa á fjölmiðla- markaðnum, eða tekst ekki að taka frumkvæði í umræðum um íslenskt atvinnulíf, þá missir það af lestinni og aðrir fjölmiðlar taka við hlutverki þess. Þegar ég byrjaði með Frjálsa versl- un lagði ég áherslu á að sinna atvinnu- lífinu í víðtækasta skilningi orðsins. Við fjölluðum um hreinan einkarekst- ur, hlutafélög og samvinnufélög. Mönnum þótti það stundum einkenni- legt að við skyldum fjalla um kaupfé- lög eða fyrirtæki Samvinnuhreyfmg- arinnar og fannst slík umfjöllun ekki eiga heima í Frjálsri verslun. Við höfnuðum þröngum sjónarmiðum á borð við þetta og hugsuðum dæmið þannig að Frjálsri verslun væri ekkert óviðkomandi í íslensku atvinnulífi. Fjölbreytt og fordómalaus umfjöllun um atvinnulífið var helsti styrkleiki útgáfunnar í upphafi. Hvað þetta varðar finnst mér áherslur í blaðinu hafa breyst á allra síðustu árum, en það er von mín að Frjáls verslun megi áfram ná frumkvæði í umræðum um íslenskt atvinnulíf. Ef það tekst verð- ur áfram þörf fyrir sérhæft tímarit um verslun og viðskipti,“ sagði Jóhann Briem að lokum. Iririflytjendur — Útflytjendur Látið Skipaafgreiðslu Jes Zimsen hf. sjá um flutningana ásamt umstangi pappírsmála. Sjáum um: Tollafgreiðslu • Inn- og útflutning • Endursendingar • Umhleðsluflutninga • Búslóðaflutninga • Hraðsendingar Með því að nota sérfræðiþjónustu okkar skipaafgneiösla sparar þú fé, tíma og fyrírhöfn. jéS ZÍ(TIS6n hf Leitið tilboðal r r J alhlidov flutningawónusta LIUILÍV ULUUUa. PÓSTHÓLF 1017 - 121 REYKJAVlK - SlM113025 - TELEX 3071 IS - TELEFAX 622973 54

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.