Frjáls verslun - 01.01.1989, Síða 55
„VAR AÐ VASAST í FLEST ÖLLU“
— SEGIR BALDUR PÁLMASON RITSTJÓRI FRJÁLSRAR VERSLUNAR1946-1949
Baldur Pálmason.
Hinn kunni útvarpsmaður,
Baldur Pálmason, var ritstjóri
Frjálsrar verslunar á árunum
1946-1949. Á þeim tíma var
verulegur vöxtur í útgáfunni og
setti ritstjórinn ýmis merki á
blaðið sem lengi eimdi af. Bald-
ur var spurður um tildrög þess
að hann tók ritstjórastarfið að
sér:
„Ég hafði um hríð verið virkur í
félagsmálum Verslunarmannafélags
Reykjavíkur, setið í stjórn og samn-
inganefnd. Á þessum árum starfaði
ég sem bókari hjá G. Helgason og
Melsteð en þegar mér bauðst að ger-
ast fastur starfsmaður VR fyrri hluta
árs 1946 ákvað ég að söðla um og
helga mig algerlega félagsmálunum
með þessum hætti. Mitt aðalstarf var
að sjá um útgáfu Frjálsrar verslunar
en auk þess að gegna ýmsu sem til féll
á skrifstofu félagsins."
Þurftir þú einnig að sinna fjár-
hagshlið útgáfunnar?
„Nei, ekki nema að litlu leyti. Minn
tími fór fyrst og fremst í að viða að
efni og fylgja málum eftir í prent-
smiðju, en þá var Frjáls verslun
prentuð í ísafoldarprentsmiðju. Þar á
meðal var allur prófarkalestur, upp-
setning á síður með prenturum og
fleira þess háttar. Hins vegar bar
Indriði Bogason, skrifstofustjóri
Verslunarmannafélagsins, hitann og
þungann af auglýsingaöfluninni, inn-
heimtu reikninga og þess háttar. Var
það eðlilegt þar sem félagið var hinn
formlegi útgefandi blaðsins og greiddi
jafnframt þann halla sem varð á útgáf-
unni.“
Eins og áður sagði breyttist Frjáls
verslun allmikið í umsjá Baldurs
Pálmasonar og ýmiss konar efni var í
auknum mæli unnið á ritstjórn. Var
það veruleg breyting frá því sem áður
hafði verið, en þá var mest um grein-
ar í blaðinu frá mönnum utan ritstjórn-
ar. Við spurðum Baldur um dæmi um
nýja þætti sem hann hleypti af stað.
„Þetta er nú farið að hverfa í minn-
ingunni en ég man að það var metnað-
armál að brjóta upp á einhverju nýju.
Ég hóf að birta smásögur sem ég
þýddi og einnig fræðandi greinar um
erlend viðskiptamál svo og um land-
fræðileg efni. Þá tók ég upp ýmsa
fasta þætti eins og Skörð fyrir skildi,
þar sem minnst var þekktra kaup-
sýslumanna og verslunarmanna er
látist höfðu og þáttinn Innan búðar og
utan, en þar var fjallað um það sem
efst var á baugi í viðskiptalífmu.
Góðvinur minn Halldór Pétursson
teiknari og listmálari kom mjög við
sögu blaðsins á mínum ritstjómarár-
um og auk þess að teikna upp fasta
„hausa“ í blaðið birti ég skopmyndir
eftir hann af ýmsum kaupsýslumönn-
um. Þetta var viðleitni til þess að létta
yfirbragð blaðsins. Sama er að segja
um þáttinn Rúsínur, en þar var reynt
að draga fram skrýtlur og spakmæli
sem tengdust viðskiptum og fé-
sýslu.“
Við spurðum Baldur hvort hann
hefði fundið fyrir áhuga verslunar-
manna á blaðinu?
„Ekki varð ég nú tiltakanlega var
við mikla umræðu um blaðið en hygg
þó að mönnum hafi almennt þótt það
vera í sókn frekar en vörn. Frjáls
verslun var hluti af starfi Verslunar-
mannafélagsins en þrátt fyrir það
minnist ég ekki mikilla umræðna um
útgáfuna á stjórnarfundum eða meðal
verslunarfólks almennt."
Nú hættir þú afskiptum af blaðinu í
árslok 1949. Hvað kom til?
„Þar olli mestu að ég hætti föstu
staríi hjá VR síðla árs 1947 og hvarf til
Ríkisútvarpsins, sem var minn starf-
svettvangur næstu áratugi. Þar með
var tími til ritstjórnar knappur og
hlaut að koma að því að nýir menn
tækju við. Þeir félagar Gunnar Magn-
ússon og Njáll Símonarson höfðu í ár-
slok 1947 komið inn í ritnefndina og
léttu mjög undir með mér en loks var
skrefið stigið til fulls í árslok 1949 og
þeir gerðust ritstjórar. Þar með lauk
beinum afskiptum mínum af þessu ág-
æta tímariti Frjálsri verslun," sagði
Baldur Pálmason að lokum.
55