Frjáls verslun - 01.01.1989, Side 56
AFMÆLI
„MJOG ANÆGJULEGUR TIMI“
— SEGIR PÉTUR J. EIRÍKSSON RITSTJÓRIFRJÁLSRAR VERSLUNAR1980-81
Pétur J. Eiríksson.
„Mín afskipti af Frjálsri versl-
un voru afskaplega ánægjuleg
og fjölbreytileg því auk þess að
sinna ritstjóm um tíma var ég í
framkvæmdastjórn með Jó-
hanni Briem og tók því þátt í að
byggja upp fyrirtæki hans.
Þegar ég kom þar til starfa voru
blöðin 4 talsins en 9 þegar ég
hætti. Það má því segja að minn
tími hjá Frjálsu framtaki hafi
verið hluti af fjölmiðlabylting-
unni.“
Þetta sagði Pétur J. Eiríksson
framkvæmdastjóri markaðssviðs
Flugleiða um sinn tíma hjá Frjálsu
framtaki, en þar starfaði hann sam-
fleytt frá árinu 1976 til 1981 er hann
réðst til Flugleiða. Raunar sagði hann
ekki alveg skilið við Frjálsa verslun
strax því allmargar greinar skrifaði
hann í blaðið eftir að beinum afskipt-
um af ritstjórn þess lauk.
Þegar ég tók við ritstjórn af Mark-
úsi Emi Antonssyni haustið 1980 var
strax ákveðin stefna tekin varðandi
Fijálsa verslun. Ég vildi draga sem
mest úr beinum skrifum ritstjóra en
auka þess í stað aðkeypt efni eftir
föngum. Tilgangurinn var sá að auka
breiddina því mér fannst heppilegra
að viðhorf og stíll sem flestra fengju
að njóta sín á síðum blaðsins. Margir
ágætir blaðamenn skrifuðu fyrir okk-
ur á þessum tíma, m.a. Ólafur Sig-
urðsson nú sjónvarpsfréttamaður,
Gissur bróðir hans í Hljóðvarpinu,
Ólafur Jóhannsson á fréttastofu Sjón-
varps, Freysteinn Jóhannsson á
Morgunblaðinu og fleiri. Einnig hófu
að skrifa þeir Sighvatur Blöndahl, síð-
ar ritstjóri blaðsins og Leo M. Jóns-
son véltæknifræðingur, sem sendi
okkur margar athyglisverðar greinar.
Þá hélt Guðmundur Magnússon próf-
essor í viðskiptafræði áfram að skrifa,
en ég hygg að enginn hafi haldið jafn-
lengi út pistlum í Frjálsrierslun."
,Jú, þetta var mjög skemmtilegur
tími og okkar metnaður og markmið
var að komast sem oftast á fréttasíð-
ur dagblaðanna. Það tókst nokkrum
sinnum og vil ég nefna í því sambandi
listana yfir 100 stærstu fyrirtækin og
ýmis forsíðuviðtöl, sem vöktu at-
hygli. Ég man t.d. eftir viðtölum sem
snertu flugmál, en um þau var tals-
vert fjallað á síðum Frjálsrar verslun-
ar. Magnús Gunnarsson þáverandi
framkvæmdastjóri Arnarflugs lét ým-
islegt flakka í viðtali við okkur um
málefni félagsins og einnig Steingrím-
ur Hermannsson þáverandi sam-
gönguráðherra, en hann kynnti fyrst í
Frjálsri verslun hugmyndir ráða-
manna um að koma fótunum undir
Arnarflug á þeim tíma. Það er svo
óneitanlega sérkennilegt að einmitt í
dag skulum við enn vera að ræða
svipuð vandamál og þá. Það er greini-
lega ekkert nýtt undir sólinni!"
„Blaðinu var almennt vel tekið
þennan tíma sem ég hafði afskipti af
því og ástæðan var einfaldlega sú að
það vantaði tilfinnanlega umræðu-
vettvang um viðskipti og verslun.
Aðrir fjölmiðlar á þeim tíma skrifuðu
mjög lítið um viðskipti og ef það henti
voru þau skrif flest neikvæð nema ef
vera skyldi hjá Morgunblaðinu. I út-
varpi og sjónvarpi var helst aldrei tal-
að um málefni viðskiptalífsins nema
um bágan hag fyrirtækja úti á landi.
Allt annað var flokkað undir auglýs-
ingastarfsemi á þeim bæ og þótti
mörgum skrýtið.
Fjölmiðlar hafa vissulega breyst að
þessu leyti en það breytir ekki því að
áfram er þörf fyrir vandað tímarit um
viðskiptamál. Þess vegna kemur
Frjáls verslun áfram út og þess vegna
hefur blaðið miklu hlutverki að gegna í
íslensku þjóðlífi,“ sagði Pétur J. Ei-
ríksson að lokum.
56