Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 58

Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 58
AFMÆLI „Slíkt er alltaf erfitt að meta í einu vetfangi en ég man að við lögðum verulega áherslu á landsbyggðina. Fórum við sveit úr sveit um land allt og viðuðum að efni og mér er óhætt að fullyrða að þar hafi ég kynnst ákaf- lega mörgu fólki og staðháttum úti á landi sem ég mun búa að alla tíð. Þá var mikil framþróun í atvinnulífi úti á landi svo að nóg var um að skrifa í blaðið. Auk þess lagði ég verulega áherslu á innsendar greinar frá góðu fólki og vil ég þar sérstaklega nefna greinar eftir dr. Guðmund Magnús- son prófessor, en hann lét Frjálsri verslun í té efni sem verulegur fengur var að. A árunum eftir 1972 voru einnig miklar sviptingar í viðskiptum okkar við útlönd. Inngangan í EFTA opnaði ýmsar nýjar gáttir og við Jóhann vild- um fylgja þeim straum eftir. Þess vegna fórum við allmargar ferðir til helstu viðskiptalanda, kynntum efna- hagsmál þeirra í blaðinu, tókum viðtöl við forsvarsmenn fyrirtækja, fulltrúa íslands á erlendri grund og fleira sem varpaði ljósi á staðhætti þar. Þetta mæltist vel fyrir enda var umræða þá um erlend efnahagsmál af skornum skammti í íslenskum fjölmiðium. Veruleg umskipti urðu í útáfunni þegar Fijáls verslun varð offsett- prentuð því við það sköpuðust stór- auknir möguleikar á aukinni útgáfu og vandaðri. Aður höfðum við unnið sjálfir við uppsetningu í prentsmiðju en með offsettinu bættust sérhæfðir starfskraftar á ritstjórn sem sáu um útlit blaðsins. Litprentun jókst veru- lega, auglýsendum fjölgaði og okkur á ritstjórn var auðveldara um vik að setja okkar mál fram í myndritum og þess háttar, sem var nánast óvinn- andi vegur í blýsetningunni." Markús Örn minntist á Sjávarfrétt- ir, en það blað bættist fljótlega í safn Frjáls framtaks hf. Við spurðum hann um tildrög þeirrar útgáfu? „Eins og áður sagði var talsvert skrifað um atvinnulíf úti á landi í Frjálsa verslun. í einni slíkri ferð var tekið saman efni um sjávarútvegsmál og af undirtektum áskrifenda og eink- um auglýsenda mátti ráða að markað- ur væri fyrir sérstakt rit um þennan undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Þess vegna var ákveðið að stofna tímaritið Sjávarfréttir, sem síðan hef- ur verið ómissandi tímarit þeirra sem fylgjast vilja með sjávarútveginum." Áhugi Frjálsrar verslunar á flug- samgöngum hefur ætíð verið mikill og það mátti greinilega sjá á blaðinu eftir að Jóhann Briem og félagar tóku við útgáfunni. Hvað segir Markús Örn um þau mál? ,Jú, þetta er alveg rétt. Auk þess að skrifa mikið um málefni flugsins í blaðið tókum við að okkur ýmiss kon- ar útgáfu fyrir Flugleiðir, m.a. á bækl- ingum og blaði starfsmanna svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta samstarf treyst- ist í sessi árið 1978 þegar útgáfa Við sem fljúgum hófst og það kom í minn hlut að halda þar um þræði.“ Á þessum árum var svo komist að orði í haus blaðsins að það væri gefið út í „samvinnu við samtök verslunar og athafnamanna". Við spurðum Markús Örn hvemig þeirri samvinnu hefði verið háttað. „Ekki var nú um bein tengsl þar á milli að ræða en óbein með ýmsum hætti engu að síður. Við höfðum ágætt samband við Verslunarráðið, Félag stórkaupmanna og Kaup- mannasamtökin. Menn þar á bæ bentu okkur á ýmislegt sem áhuga- vert væri að skrifa um, þaðan kom efni sem við þýddum eða unnum upp úr auk þess sem við reyndum að hafa gott samband við forystumenn þess- ara hagsmunasamtaka sem og ann- arra í verslun og viðskiptum." Við spurðum Markús Örn að lokum hvernig hann mæti þennan tíma í lífi sínu, þ.e. árin á Frjálsri verslun? „Þetta var ákaflega skemmtilegur og viðburðarríkur tími. Það var ein- staklega ánægjulegt að fá að taka þátt í ævintýrinu, sem Frjálst framtak var, með Jóhanni Briem. Taka þátt í því að leiða Frjálsa verslun gegnum endur- nýjun lífdaganna og ekki síður að stýra úr vör öðrum tímaritum sem í dag byggja á traustum grunni. Á þessum árum var íslensk fjölmiðlun að taka stakkaskiptum og fyrir gaml- an blaðamann eins og mig getur slíkur tími ekki verið annað en skemmtileg- ur í minningunni." BQNDINN | Tímarit um landbúnað og hestamennsku Frjálstframtak BÍLDSHÖFÐI 18 112 REYKJAVlK SlMI 91-685380

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.