Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 67

Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 67
Blikksmiðjur voru þessar helstar: J.B.Pétursson á Ægisgötu 4, Blikksmiðja G.Breiðijörð á Laufásvegi 4, Blikksmiðja Reykjavíkur (Sig. H. Jónsson) á Lauga- vegi 53A, Blikksmiðjan Grettir Qón Stef- ánsson og Ingibergur Stefánsson) á Grett- isgötu 18 og Nýja blikksmiðjan (Haraldur Andrésson og Einar Pálsson) við Norð- urstíg. Þá má geta þess að Bjöm Eiríksson rak málmhúðunarverkstæði á Klapparstíg 18. UMBÚÐAIÐNAÐUR Tvær kassagerðir vom reknar árið 1939 í Reykjavík: Kassagerð Reykjavíkur (Kristján Jóhann Kristjánsson og Vilhjálm- ur Bjamason) á homi Vitastígs og Skúla- götu og Kassagerð Jóhannesar Jónasson- ar á Skothúsvegi 9. Þá framleiddi Dósa- verksmiðjan (Magnús Einarsson) við Skúlagötu ýmiskonar blikkumbúðir. A Vitastíg 3 starfaði Pappírspokagerðin (Herluf Clausen). Verksmiðjan Gler (Stef- án Bjamason og Aron Guðbrandsson) við Þverholt framleiddi flöskur og gler. Stál- tunnugerðin á Ægisgötu 7 var rekin í tengslum við fyrirtækið J.B.Pétursson. Þessi mikla nafnamna verður vafalaust þeim, sem muna aftur í tímann, til upp- rifjunar og skemmtunar en — öðmm til ffóðleiks. Eins og getið var um í upphafi vantar mörg fyrirtæki inn í til þess að skráin geti verið tæmandi og vafalaust sum sem vom það stór að þau ættu tví- mælalaust heima í upptalningunni. SKIPASMÍÐAR, JÁRNSMIÐJUR OG BLIKKSMIÐJUR Hinum mikla sjávarútvegi sem tengdist Reykjavík fylgdu öflugar vélsmiðjur og hvers konar viðgerðarþjónusta fyrir skip. Helstu fyrirtækin í skipasmíðum og við- gerðum á skipum voru Slippfélagið (Framkvstj.: Sigurður Jónsson) við Mýr- argötu, Daníel Þorsteinsson & Co. við Alliance var annað stærsta útgerðarfélag landsins. Það hafði höfuðstöðvar vestur í Ánanaustum. Hér er verið að breiða saltfisk, aðalútflutningsvöru íslendinga. Ljósm.: Magnús Ólafsson. Ljósmyndasafnið. í afgreiðslusal Landsbankans. Gömlu púltin og innréttingarnar enn til stað- ar. Ljósm.: Magnús Ólafsson. Ljósmyndasafnið. voru kolakynt og ekki síður af því að togar- ar gengu fyrir gufuafli sem fékkst með kolum. Langstærsta kolaverslunin var Kol og salt hf. en ýmis af helstu togara- félögum Reykvíkinga áttu hana. Þá má nefna Kolasöluna sf., sem Þórður Óla- fsson og Tryggvi Ófeigsson áttu. Við Kal- kofnsveg vom enníremur Kolaverslun Guðna Einarssonar & Einars og Kola- verslun Ólafs Ólafssonar en við Sölvhóls- götu Kolaverslun Sigurðar Ólafssonar. Þá var bensín æ mikilvægara með auk- inni bflaeign og bátaflotinn þurfti að sjálf- sögðu sína olíu. Árið 1939 vom starfandi 4 olíufélög á íslandi. Þau voru: Hið íslenska steinolíuhlutafélag (Framkvstj.: Valdemar Hansen), Ohuverslun íslands hf. (BP) (Framkvstj.: Héðinn Valdimarsson), Nafta hf. (Framkvstj.: Magnús Sveins- son) og Shell á íslandi hf. (Framkvstj.: Hallgrímur Fr. Hallgrímsson). ísaga (Framkvstj.: Valgeir Bjömsson) að Rauðarárstíg 13 framleiddi acetylen- gas, súrefni og kalk. Bakkastíg og Skipasmíðastöð Reykjavíkur (Magnús Guðmundsson) á Mýrargötu 7. Stærstu vélsmiðjurnar vom Hamar (Framkvstj.: Benedikt Gröndal) við Tryggvagötu, Héðinn í Aðalstræti 6, Vélsmiðja Kristjáns Gíslasonar á Ný- lendugötu 15A, Landsmiðjan (Framkvstj.: Ásgeir Sigurðsson) við Skúlagötu og Sindri (Einar Ásmundsson) á Hverfisgötu 42. Stálsmiðjan við Bmnnstíg var sameign Hamars og Héðins. 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.