Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Síða 74

Frjáls verslun - 01.01.1989, Síða 74
FRJALST FRAMTAK 1988 Það er bæði gömul saga og ný að tímaritarekstur á Islandi er erfiður og áhættusamur rekstur. Ekki þarf annað en að líta til baka, skoða söguna, til þess að sannfærast um slíkt. A síðustu áratugum hafa fjöl- margir gert tilraunir til tímaritaútgáfu með æði mis- jöfnum árangri og oftar en ekki hefur bjartsýni ráðið mestu um að ráðist var í útgáfu sem síðan hefur ekki gengið og lognast út af eftir tiltölulega skamman tíma. Þegar litið er til þessara staðreynda er ánægjulegt að geta skýrt frá því að rekstur Frjáls framtaks hf. gekk vel á árinu 1988 og það ár var sjötta árið í röð sem fyrirtækið skilaði rekstrarhagnaði. Umsvif fyrirtækis- ins hafa aukist mjög mikið á undanförnum árum og markvissar aðgerðir í að bæta þau tímarit sem fyrir- tækið gefur út og auka útbreiðslu þeirra hefur borið góðan árangur. Á árinu 1987 jók Frjálst framtak hf. útgáfu sína verulega er fyrirtækið keypti sex tímarit sem fyrir voru á markaðnum. Hagræðing af þeim kaupum kom að fullu fram í rekstri fyrirtækisins á árinu 1988. Helstu breytingar á útgáfu tímarita á árinu voru þær að tvö tímarit, Iðnaðarblaðið og Viðskipta- og tölvublað- ið, voru sameinuð Frjálsri verslun og með því var stefnt að því að gefa út eitt mjög öflugt tímarit fyrir þessi svið atvinnulífsins. Þá tók Frjálst framtak hf. við Sjónvarpsvísi Stöðvar 2 á miðju ári, en það tímarit er nú með mesta útbreiðslu allra tímarita á Islandi. Eins og í öðrum menningarsamfélögum er markaður fyrir tímarit á Islandi. Þau eru orðin eðlilegur þáttur í fjölmiðlun nútímans, hvort heldur er til upplýsinga eða afþreyingar. Um langt skeið höfðu erlend tímarit yfirhöndina en með vandaðri og metnaðarfyllri útgáfu hafa íslensk tímarit skipað æ veglegri sess. Það er hins vegar ómótmælanleg staðreynd að samkeppnisað- staða íslenskra útgefenda er engan veginn hagstæð. Erlendu blöðin eru gefin út fyrir margfalt stærri mál- samfélög og oftast í miklu stærra upplagi auk þess sem segja má að auglýsingamarkaður þeirra sé í mörgum tilfellum alþjóðlegur. Þá eru skattar og ýmsar álögur mun meiri á útgáfufyrirtæki hérlendis en gerist víðast hvar annars staðar þar sem litið er á útgáfu sem mik- ilsverða menningarstarfsemi og henni jafnvel ívilnað. Enginn þarf hins vegar að efast um þjóðhagslegt gildi þess að útgáfan haldist sem mest í landinu og að inn- lend tímarit standi jafnfætis þeim erlendu. Má í því sambandi benda á það eitt að með útgáfu sinni skapar Frjálst framtak hf. hátt í 200 ársstörf, ef prentvinnslan er talin með en frá árinu 1982 hafa öll tímarit fyrirtæk- isins verið prentunnin hérlendis. Frjálst framtak hf. hefur á hendi önnur umsvif en útgáfu tímarita og bóka. Á árinu keypti fyrirtækið stór- an hluta Smárahvammslandsins í Kópavogi og tók síð- ar að sér alla gatnagerð á því svæði. Undir árslok var undirritaður samningur milli Frjáls framtaks hf. og Hagvirkis hf. sem mun annast gatnagerðaframkvæmd- irnar og mun sá samningur vera stærsti samningur sem gerður hefur verið um alverktöku milli einkaaðila hérlendis. Framkvæmdir við gatnagerðina munu hefj- ast með vorinu. Mikil áhersla er lögð á vandað skipu- lag og hönnun svæðisins og því óvíst hvenær bygginga- framkvæmdir hefjast en ef að líkum lætur verður hægt að bjóða upp á húsnæði og lóðir á svæðinu á árinu 1990. Frjálst framtak hf. hefur skýr markmið í rekstri sín- um fyrir árið 1989. Það stefnir ákveðið að því að halda hlut sínum í tímarita- og bókaútgáfu hérlendis og stefnt er að því að halda þeim árangri sem náðst hefur bæði í tekjum og aðhaldi í útgjöldum. Einnig er stefnt að því að bæta enn tímarit útgáfunnar og standast þannig þær miklu kröfur sem íslenskir tímaritakaup- endur gera. Þá er það mikilsvert markmið að Smára- hvammsframkvæmdirnar gangi svo sem áætlað er og að á árinu verði unnt að sýOna þær nýjungar í upp- byggingu svæðisins sem áformaðar eru. 74

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.