Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 21
þar sem arðsemissjónarmið voru ekki nægileg. Þetta er slæmur blettur á stjórnmálaflokkunum. Enda snerist umræðan hjá stjórnmálamönnunum ekki um það hvort bjarga ætti Lands- bankanum heldur um aðferðir við kynningu á björguninni og því miður voru umræður um tíma Kkt og leik- sýning. Efnislega hefði umræðan öll átt að snúast um það að björgun skattborg- ara á Landsbankanum sýndi að það þyrfti að breyta kerfinu, gera ríkisbankana báða að hlutafélagabönkum og selja þá einkaaðilum sem bæru ábyrgð á rekstri þeirra. Koma bönkun- um þannig úr ábyrgð skatt- borgara. Nokkrar umræður hafa orð- ið í fjölmiðlum um að erfiðleikar Landsbankans vegna tapaðara útlána stafi af þeirri efnahags- legu kreppu sem ísland og um- heimurinn er í og þessir erfið- leikar sýni betur en allt annað nauðsyn þess fyrir atvinnulífið að hafa sterka ríkisbanka með öryggisneti skattborgara. Ekki er nokkur vafi á því að erfiðleikar Landsþankans vegna tapaðra útlána stafa að stórum hluta af erfiðleikum í efnahagslífinu; endurspegli ástandið þar. Fyrirtæki, sem skila ekki nægi- legri arðsemi, eiga erfitt með að greiða lánin til baka. Það eru hins veg- ar vart rök fyrir nauðsyn þess að at- vinnulífið þurfi að hafa sterka ríkis- banka með öryggisneti skattborgara. Mótrökin eru þau að ríkisáþyrgðir, öryggisnet skattborgara, gera í eðli sínu minni kröfur um arðsemi í at- vinnulífinu og auka hættuna á röngum fjárfestingum og að þeim sé kastað á glæ. Þar með eykst hættan á efna- hagslegri kreppu. Ríkisábyrgðir stuðla því að efnahagslegum sam- drætti þegar til lengdar lætur þar sem þær byggja ekki nægilega upp arð- bært atvinnulíf. LÁNSTRAUST ERLENDIS Ennfremur hefur því verið hampað að ef ríkisábyrgðir og ríkisbankar hverfi þá versni lánstraust þjóðarinn- ar erlendis og lánin verði færri og dýrari. Þetta er eflaust rétt til skamms tíma litið. Erlendi bankinn hefur þá ekki lengur öryggisnet skattpíndra íslenskra skattborgara undir sér heldur verður sjálfur að gera kröfu um arðsemi hjá þeim sem fá lánað. Ætla má að erlendir bankar hugs- uðu sig tvisvar um að lána til fiskeldis á íslandi, loðdýraræktar, landbúnað- ar og til sjávarútvegsfyrirtækja sem eru með allt of stóran flota. Erlendir bankar hugsa sig hins vegar ekki tvisvar um að lána Landsbankanum fé til að endurlána til þessarar starfsemi. Þar hafa þeir tryggingu skattborgara fyrir láninu. Þeir greiða lánið ef illa fer. Það er af hinu góða fyrir skatt- greiðendur ef íslensk fyrirtæki fá beint lánað hjá erlendum bönkum í auknum mæli. Stórfyrirtæki hérlend- is fá þegar lánað beint í erlendum bönkum án ríkisábyrgðar. Ennfremur er ekkert sem segir að sterkir einka- bankar í heilbrigðu efnahagslífi sam- keppninnar fái ekki til lengri tíma litið erlend lán á svipuðum kjörum og rík- isbankinn Landsbankinn fær núna. Rök til viðbótar eru að það er mjög hollt fyrir íslenska banka að fá meiri samkeppni frá erlendum bönkum. Að undanförnu hefur verið sagt að ekki sé mikill munur á rekstri einka- bankans íslandsbanka og ríkisbank- anna tveggja, Landsbanka og Búnað- arbanka. Bent hefur verið á að ís- landsbanki þurfi að afskrifa mikið af útlánum ekkert síður en ríkisbank- amir. Augljóst er að íslandsbanki er ekki búinn að losna við aukakílóin sem fylgdi sameiningu bankanna fjögurra sem hann var stofnaður upp úr fyrir þremur árum. MUNURINN Á EINKABANKA OG RÍKISBANKA Munurinn er þó sá að það eru eig- endur íslandsbanka sem eru að tapa fé en ekki skattborgarar. Margir hluthafa í bankanum eru enda reiðir og telja að bankan- um sé ekki nægilega vel stjórn- að og ekki dugi eingöngu að vísa á slærnt árferði í efnahags- lífinu. Hluthafarnir eiga þann kost að skipta um bankaráð og gera kröfu um bætt vinnu- brögð. Skattborgarar eiga hins vegar engan kost á að hafa áhrif á vinnubrögð ríkisbankanna vegna samtryggingakerfis stjómmálaflokkanna. Nema þá auðvitað með því að selja bank- ana og kippa öryggisnetinu undan. Þegar rætt er um muninn á rekstri einkabanka og ríkis- banka felst hann fyrst og fremst í ábyrgðinni. í einkabanka er ábyrgð hluthafa og bankastjóra skýr. Þeir geta ekki vísað henni á aðra. Auðvitað væri fjarstæða að segja að ekkert sé vel gert í ríkisbanka. Heim- urinn er ekki svarthvítur. Á undan- förnum árum hefur mátt sjá merki þess að tekin hafa verið upp faglegri vinnubrögð í útlánum Landsbanka. Eins er það mat manna í viðskiptalíf- inu að Búnaðarbankinn sé þokklega vel rekinn banki og hafi fylgt strangari vinnureglum en Landsbankinn, dreift áhættunni meira og tapað minna af útlánum. Hugsanlega hefur hann verið undir minni þrýstingi frá stjórn- málamönnum. Bankastjórar þar hafi ekki verið með þingmenn jafnmikið í símanum. Þetta segir samt ekki allt um ár- angur. Þegar talað er um árangur verða menn að skilgreina við hvað sé miðað. Hagnaður upp á til dæmis 100 milljónir segir ekkert til um það hvort það sé góður árangur. Setja verður hann í samhengi við veltu, arðsemi Byggðastofnun og Framkvæmdasjóður Um 9,3 milljarðar til afskrifta útlána á tíma- bilinu 1989-1992* Framlag í afskriftarreikning útlána* Byggðastofnun Hlutafjárdeild úl 13e _ nðastofnunar ™ Byggðastofnunar Atvinnutryggingar- deild Byggðastofnunar Framkvæmdasjóður íslands 3.088,- 2.771,- 3.346,- Samtals 9.341.- ' á verðiagi í apríl 1993 Byggðastofnun og Framkvæmdasjóður hafa lagt yfir 9 milljarða til afskrifta útlána á síðustu ár- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.